Fleiri fréttir

Mótmælt í Hong Kong á þjóðhátíðardegi Kína

Yfirvöld og íbúar í Hong Kong búa sig nú undir fjölmennustu mótmælin í borginni til þessa en í dag er þjóðhátíðardagur Kínverja. Æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, en borgin hefur verið hluti af Kína frá árinu 1997, segir að kröfum mótmælenda verði aðeins svarað í góðri samvinnu við yfirvöld á kínverska meginlandinu.

Þrumur og eldingar víða í nótt

Óvenju mikið var um þrumur og eldingar yfir landinu í nótt en ekki er vitað til að tjón hafi hlotist af. Mestur var ljósagangurinn yfir Suður- og Suðausturlandi og fylgdi þessu víða úrhellisrigning eða slydda, og sumstaðar haglél.

Nokkur þúsund urðu fyrir árás tölvuþrjóta

Netárásir erlendis frá sýna þess merki að tölvuþrjótar vanda sig nú meira en áður –ekki síst við að koma gylliboðum sínum á framfæri á frambærilegri íslensku. Almenn snjallsímaeign gerir fólk berskjaldaðra fyrir árásum en áður var.

Bretar réðust á Íslamska ríkið

Breskar herþotur gerðu í gær árásir á stöðvar Íslamska ríkisins í Írak. Þetta voru fyrstu loftárásir Breta á Íslamska ríkið síðan þeir samþykktu á föstudag að taka þátt í hernaði gegn öfgasamtökunum.

Vilja fund með leiðtoga Hong Kong

Mótmælendur í Hong Kong krefjast fundar með Leung Chun-ying leiðtoga borgarinnar. Hann segir Kínverja ekki gefa neitt eftir.

Geir spenntur fyrir Washington

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hlakka til að taka við stöðu sendiherra í Washington en stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt skipun hans í embættið.

Tók myndband af fisflugvél hrapa

Gat á nýrri eldsneytisleiðslu og röng viðbrögð flugmanna við ofrisi leiddu til þess að lítil fisflugvél hrapaði til jarðar og flugkennari og nemandi fórust á Reykjanesi 20. október árið 2012. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Fjörutíu skjálftar frá miðnætti

Rúmlega fjörutíu skjálftar hafa verið staðsettir við Bárðarbungu frá miðnætti og yfir 30 í ganginum. Eru það nokkuð fleiri skjálftar en á sama tíma í gær.

Verkfall hafi mikil áhrif á heilbrigðisstofnanir

Læknar hafa ákveðið að ganga til kosninga um verkfallsaðgerðir. Formaður Læknafélags Íslands segir að verkfall muni hafa umtalsverð áhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana en vonar að hætta skapist ekki fyrir sjúklinga.

Hvar eru konurnar?

50 ár eru síðan leit að leghálskrabbameini hófst og er talið að Íslendingar hefðu misst rúmlega sex hundruð fleiri konur úr sjúkdómnum hefði hennar ekki notið við. Enn svarar þó aðeins um helmingur kvenna kalli Krabbameinsfélagsins og mætir reglulega í skoðun.

Börn fái meðferð frekar heima

Úrræðum fyrir börn í vímefnaneyslu hefur fjölgað þótt meðferðarheimilum hafi fækkað, segir Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðar-og fórstursviðs Barnaverndarstofu. Áhersla er í dag lögð á að börnin geti verið á heimilum sínum í meðferð við tilfinningavanda og fíkn en ekki á stofnunum þótt þær séu líka nauðsynlegar í sumum tilvikum.

Íbúðin stórskemmd og fær ekki bætur

Eigandi íbúðar í Mosfellsbæ fór fram á að fá greiddar bætur frá tryggingafélagi sínu, en íbúð hans var í rúst þegar hann kom inn í hana, eftir að hafa leigt hana út um tíma.

„Meintur nauðgari“

Svaf hjá stelpu á Þjóðhátíð sem sakaði hann síðan um nauðgun. Daginn eftir dró hún ásakanirnar til baka.

Úthlutun alfarið byggð á tillögum stjórnar

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, segir að ákvörðun um úthlutun fjárframlaga úr Framkvæmdasjóði aldraðra byggi alfarið á tillögum stjórnar sjóðsins. Hvorki hann né forverar hans í starfi hafi reynt að hafa áhrif á þær tillögur.

Hrunið í laxveiðinni

Veiðimenn kvarta sáran undan háu verði meðan veiðileyfasalar segja markaðinn sinn herra.

Hundurinn verður aflífaður

Rottweiler-hundur sem beit konu á áttræðisaldri er í vörslu Hundaeftirlitsins og verður aflífaður.

Í gæsluvarðhaldi vegna hnífaárásar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirheyrir nú karlmann á milli tvítugs og þrítugs vegna gruns um að hafa skorið annan mann á höfuðborgarsvæðinu.

Rúmar 80 milljónir til verkefna í kjördæmi ráðherra

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að úthluta 132 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til ellefu verkefna. Rúmlega 60 prósent af þeirri upphæð fer til verkefna í kjördæmi ráðherra eða rúmar 80 milljónir.

Jón Gnarr: {Íslenska sauðkindin er sannkallað guðslamb"

"Íslendingar eru almennt betri og hæfari manneskjur en flest það fólk sem býr í öðrum löndum. Því er helst að þakka þeirri hreinu fæðu sem við njótum hér," segir Jón Gnarr í pistli sem hann sendi frá sér fyrr í dag.

Sjá næstu 50 fréttir