Fleiri fréttir

RÚV yfirskuldsett

Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna.

„Fyrsta mál þessarar tegundar sem rekið er fyrir dómi“

Ákæruvaldið heldur því fram að viðskipti fjögurra fyrrverandi starfsmanna Landsbankans með eigin bréf bankans fyrir hrun hafi gefið röng og misvísandi skilaboð með það fyrir augum að halda hlutabréfaverði í Landsbankanum uppi og borið einkenni blekkinga og sýndarmennsku. Sérstakur saksóknari telur málið mikilvægt fordæmi varðandi markaðsmisnotkun.

Hverfandi líkur á að fólk veikist af sushi

Frétt um mann sem smitaðist af bandormum var ekki á rökum reist, en hann hafði borðað hrátt svínakjöt árum saman. Dýralæknir segir ormasmit heyra til undantekninga og eigandi sushistaðar segir fólk ekki þurfa að óttast.

Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði

„Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið.

Kirkjunnar menn loka ekki á Eyjakertin

Framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Kirkjunnar segist hafa rætt við framkvæmdastjóra kertaverksmiðjunnar í dag vegna framleiðslu á friðarljósum.

Fær skaðabætur eftir boltaleik í hálku

Nemandi sem rann til í hálku á skólalóð og hlaut við fallið opið beinbrot á handlegg fær greiddar skaðabætur vegna tjónsins sem hann varð fyrir.

Kim Jong-Un of feitur

Ást hins 31 árs gamla Un á góðum mat og drykk hefur nú tekið sinn toll.

New Eurovision tryout rules degrading to women

A new rule that The Icelandic National Broadcasting Service (RUV) introduced for the Icelandic Eurovision tryouts states that half the entries for the tryouts must have a woman credited as a songwriter.

Best að eldast í Noregi - Ísland í sjöunda sæti

Noregur hefur tekið við af Svíþjóð sem það land þar sem best er að eyða elliárunum. Um er að ræða árlegan lista frá samtökunum HelpAge International og þar er löndum raðað eftir því hvernig þau koma út á ýmsum mælikvörðum sem hafa áhrif á lífsgæði eldri borgara.

Viðurkenna að orðalagið eigi sér ekki stoð í lögunum

Öryrkjabandalagið leitaði til umboðsmanns Alþingis fyrir hönd þroskaskertrar konu um þrítugt vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar almannatrygginga sem staðfesti ákvörðun Tryggingastofnunar um að konan ætti rétt til örorkulífeyris frá þeim tíma sem hún sótti um en ekki líka tvö ár aftur í tímann eins og lögin heimila.

Deilt um Facebook-hegðun saksóknara

Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook.

Meiri aðstoð frá ættingjum

Yfir helmingur bæjarstjóra í Danmörku, sem þátt tóku í rannsókn Jótlandspóstsins, telur að í framtíðinni muni sjálfboðaliðar og ættingjar aðstoða íbúa á dvalarheimilum aldraðra og hjúkrunarheimilum

Adolf gefur ekki kost á sér áfram

Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gullbergs á Seyðisfirði, hefur tilkynnt stjórn LÍÚ að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa

Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé.

Öldruðum líður best í Noregi

Samkvæmt alþjóðlegri skýrslu þar sem tekin eru með í reikninginn efnahagslegt öryggi, heilsa og fleiri atriði, þá hefur eldra fólk í Noregi það best allra í heiminum.

Atvinnulausir Danir í forgang

Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir mikilvægara að Danir sem eru atvinnulausir komist aftur út á vinnumarkaðinn heldur en að útlendingum verði gert auðveldara að fá vinnu í Danmörku.

Sjá næstu 50 fréttir