Fleiri fréttir

Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi

Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi.

Býður starfsfólki Fiskistofu þrjár milljónir

Starfsmenn Fiskistofu geta fengið styrk ef þeir flytjast með stofunni norður til Akureyrar. Ráðuneytið mun ekki segja upp því starfsfólki sem flytur ekki norður né leggja niður störf þess. Starfsmenn þurfa sjálfir að segja upp.

Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút

Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp.

Tók kakkalakkana sína með til Íslands

Heldur undarlegir ferðafélagar voru í för ferðamanns á leið til Íslands með Norrænu á dögunum. Var þar um að ræða þrjá stóra Madagaskar-kakkalakka í plastíláti.

Hætt við að draga skipið á morgunflóðinu

Hætt er við að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði eins og til stóð núna klukkan tíu, en skipið strandaði þar um átta leytið í gærkvöldi.

Ebólusmitaðir kaupa blóð á svörtum markaði

Blóð úr þeim sem lifað hafa af ebólusmit gengur nú kaupum og sölum á svörtum markaði í Vestur-Afríku og hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sent frá sér viðvörun vegna þessa.

Lítill fyrirvari á breyttum skatti

Fulltrúar Bláa lónsins gagnrýna að stjórnvöld gefi of skamman fyrirvara vegna breytinga á virðisaukaskattskerfinu sem fram undan eru.

Skotar ganga að kjörborðinu

Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Skotlandi þar sem landsmenn ákveða hvort þeir skuli öðlast fullt sjálfstæði frá Bretum. Mikil spenna er í kringum kosningarnar enda gætu úrslitin orðið afdrífarík hver sem þau verða.

Vegagerðin áfrýjar úrskurði

Vegagerðin hefur áfrýjað úrskurði Skipulagsstofnunar um að hafna veglínu um Teigsskóg. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir stefnu Vegagerðarinnar og telur áfrýjun ekki hjálpa málinu.

Spennuþrunginn dagur

Skoðanakannanir í Skotlandi sýna það lítinn mun að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er. Tilfinningar hafa stigmagnast en eftir daginn í dag verður ekki aftur snúið. Skotar greiða atkvæði um framtíð landsins.

Verðlauna góðar gönguleiðir

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) afhendir Hólabrekkuskóla í Breiðholti viðurkenningu félagsins í dag fyrir vel skilgreindar og vel merktar gönguleiðir fyrir skólabörnin í næsta nágrenni skólans.

Ók fullur upp á lögreglustöð til að fá vin sinn leystan úr haldi

Ölvaður ökumaður ók bíl sínum inn í port lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu um tvö leitið í nótt, gekk inn og heimtaði að fá vin sinn lausan, en hann var í vörslu lögreglu eftir að hafa verið handtekinn fyrir líkamsárás í miðborginni skömmu fyrr.

Gæslan stöðvaði íslenskan togara með ólöglegan síldarfarm

Varðskipið Þór stöðvaði í fyrrinótt íslenskan togara vestur af landinu, sem var á heimleið með síldarfafarm úr grænlensku lögsögunni, en hann hafði ekki leyfi Fiskistofu til veiðanna þar sem engin samninguir er á milli Grænlands og Íslands um veiðar á síld úr norsk- íslenska stofninum.

Green Freezer enn á strandstað

Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði bíður þess nú í höfninni á Fáskrúðsfirði að flóð verði í firðinum um klukkan tíu fyrir hádegi, en þá stendur til að reyna að draga flutningaskipið Green Freezer á flot eftir að það strandaði þar um átta leitið í gærkvöldi.

Lögreglumenn segja full laun ákærðs aðstoðarmanns mismunun

Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er fyrir trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu, er á fullum launum í leyfi þar til dómsmálinu lýkur. Lögreglumenn í slíkri stöðu eru settir á hálf laun. Mismunun, segir formaður Landssambands lögreglumanna.

Neyðin aldrei meiri segja framsóknarmenn

„Neyðin hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en nú og krefst hún beinna og tafarlausra aðgerða Reykjavíkurborgar,“ bókuðu fulltrúar Framsóknarflokks við umræður í borgarstjórn um félagslegar íbúðir.

Vill minnisvarða um fórnarlömb Halaveðursins

Bæjarminjavörður í Hafnarfirði hefur nú til skoðunar tillögu Erlends Eysteinssonar um að reistur verði veglegur minnisvarði í bænum í minningu þeirra sjómanna sem fórust í Halaveðrinu 1925.

Harðar kjaradeilur í vændum

Alþýðusambandið telur ekki grundvöll fyrir frekara samstarfi við ríkisstjórnina verði fjárlagafrumvarpið að veruleika. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir viðbrögð ASÍ við fjárlagafrumvarpinu koma á óvart.

Fjörtíu þjóðerni á RIFF

Búist er við að um þrjátíu þúsund manns sæki RIFF – árlega Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst í næstu viku og munu á annað hundrað erlendir gestir mæta til hátíðarinnar. Dagskráin var kynnt í Tjarnarbíó í dag.

Sjá næstu 50 fréttir