Fleiri fréttir

Lög um birtingu brotin ítrekað

Persónuvernd segir ítrekuð dæmi um það að almenningur reyni að hafa uppi á aðilum með dreifingu efnis úr öryggismyndavélum.

Vonar að helgin verði gúrka

Stefán Magnússon, maðurinn á bak við eina vinsælustu og umtöluðustu tónlistarhátíð landsins, Eistnaflug, er ekki allur sem hann er séður því dags daglega starfar hann sem íþróttafræðingur og aðstoðar fólk við að koma sér í form í Sporthúsinu Gull.

Ronaldo lögsóttur vegna vörumerkis

Bandarískur maður að nafni Christopher Renzi hefur höfðað mál á hendur portúgölsku fótboltastjörnunni Christiano Ronaldo og danska fataframleiðandanum JBS Textile.

Fullgilding bíður breytinga á lögum

Istanbúl-samningurinn um að berjast gegn heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum tók gildi í gær. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur á málinu. Ísland var með fyrstu ríkjum til að skrifa undir, en hefur ekki fullgilt samninginn.

Ísraelar leita ungs hermanns

Hersveitir Ísraelshers leita nú Hadar Goldin, 23 ára hermanns, sem talið er að hafi verið rænt af Hamas-liðum fyrr í dag.

Dillon lokað um verslunarmannahelgina

Skemmtistaðurinn Dillon verður ekki opinn um helgina "vegna óviðráðanlegra aðstæðna“. Hátíðin Bakgarðurinn hefur því verið frestað.

Meirihluti Skota andvígur sjálfstæði

Útlit er fyrir að Skotar muni hafna því að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi í næsta mánuði. Alex Salmond og Alistair Darling takast á í kappræðum í næstu viku.

Fjörutíu fallið á Gasa í dag

Árásin átti sér stað stuttu eftir að Ísraelsmenn sökuðu Hamas-liða um að rjúfa vopnahléið á svæðinu. Miklar vonir voru bundnar við vopnahléið sem átti að gilda í þrjá sólarhringa og gefa deiluaðilum tíma til að hefja friðarumleitanir.

Lögreglan lýsir eftir dreng

Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir dreng á fjórtánda ári, Guido Javier Japke Varas, sem saknað hefur verið síðan á miðvikudag. Síðast var vitað af honum á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Komu kröfum mótmælenda á framfæri

Bandaríska sendiráðið sendi orðsendingu þeirra liðlega 2000 mótmælenda sem mættu fyrir framan húsakynni embættisins í gær til kollega sinna í Washington.

Biðröð fyrir utan ÁTVR í Eyjum

Straumur fólks til Eyja eykst stöðugt og þegar vínbúðin opnaði í miðbænum í dag myndaðist fljótlega töluverð röð, en eyjamenn fara þá leið að hleypa fólki inn í hollum, enda vínbúðin í smærri kantinum.

Öll hundahótel uppbókuð yfir helgina

Öll þrjú hundahótelin á suðvesturhorni landsins eru fullbókuð og gott betur yfir helgina, sem er besta helgi ársins að sögn hótelrekenda.

Hanna svarar í dag

Innanríkisráðherra veitir umboðsmanni Alþingis upplýsingar um meint afskipti af rannsókn Lekamálsins.

Úkraínska þingið hafnaði afsögn Yatseniuk

Úkraínska þingið hafnaði í gær afsögn Arseny Yatseniuk, forsætisráðherra. Lög voru samþykkt til að fjármagna herta sókn hersins gegn aðskilnaðarsinnum og forða ríkinu frá greiðslufalli.

Sigla ekki nálægt arnarhreiðrum

Ferðaþjónustufyrirtæki hafa sum óskað eftir því að sigla nálægt arnarhreiðrum en ekki fengið leyfi til þess. Umhverfisstofnun kærði Sæferðir fyrir slíka siglingu. Beiðnum um undanþágu til myndatöku nálægt arnarhreiðrum hefur fjölgað.

Ekkert hefur verið ákveðið um útfærslu á sparnaðinum

Félagsmálaráðherra segir ekkert ákveðið um það hvernig húsnæðissparnaðarkerfinu verður háttað í framtíðinni. Formaður Samfylkingarinnar segir hugmyndir verkefnastjórnar ráðherra auka aðstöðumun ungs fólks.

MH17: Lík 80 farþega enn á vettvangi

Teymi rannsóknarsérfræðinga frá Hollandi og Ástralíu er nú komið að staðnum þar sem flak MH 17 liggur. Talið er að lík um 80 farþega séu enn á staðnum.

Bandaríkjamenn óttast ebólu

Bandarískur hjálparstarfsmaður, sýktur af ebólaveiru, verður fluttur á sjúkrahús í Atlanta í Bandaríkjunum á næstu dögum. Bandaríkjamenn óttast að veiran muni berast þangað, en í ár hefur veiran lagt rúmlega sjö hundruð manns af velli.

Svalt veður og stöku skúrir

Verslunarmannahelgin gengur nú í garð með tilheyrandi ferðagleði landans. Samkvæmt spá Veðurstofu er von á nokkuð svölu veðri um land allt með stöku skúrum inn á milli.

Vopnahlé rofið á Gasa

Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi.

Sjá næstu 50 fréttir