Fleiri fréttir

Húkkaraballið áfallalaust

Húkkaraballið sem haldið var í í Fiskiðjusundinu í Vestmannaeyjum í gærkvöldi stóð til klukkan hálf fimm í morgun í blíðskaparveðri.

Rólegt á miðunum

Aðeins 110 fiskiskip voru á sjó umhverfis landið klukkan sex í morgun, sem er óvenju fátt því fjöldinn nálgast þúsund þegar best lætur.

Lönd vilja gögn um notendur

Netsamfélagsmiðillinn Twitter segir að beiðnum ríkja um upplýsingar um notendur Twitter hafi fjölgað mjög síðustu sex mánuði. Meira en helmingur beiðnanna hafi komið frá Bandaríkjunum.

Horfa til nýrrar holu í Surtsey

Í haust stendur til að alþjóðlegur hópur vísindamanna ræði hugmyndir um borun nýrrar rannsóknarborholu í Surtsey. Þar er fyrir hola frá árinu 1979. Meðal þess sem kanna á er hversu djúpt í jörðinni líf er að finna.

Fengu engan frið fyrir drukkinni konu

Ölvuð kona tók upp á því á fimmta tímanum í nótt að hringja látlaust í Neyðarlínuna að tilefnislausu og linnti ekki látum þrátt fyrir ítrekaðar beinir starfsmanna þar.

Ebólasmitaður maður til Bandaríkjanna

Sjúkrahús í Atlanta í Bandaríkjunum býr sig nú undir að taka á móti bandarískum hjálparstarfsmanni sem smitaðist af hinnum banvæna ebóla-vírusi í Vestur-Afríku.

Hlupu uppi vafasama ferðalanga

Lögregla hljóp uppi og handtók þrjá menn í gærkvöldi á Bíldshöfða í Reykjavík, eftir að þeir höfðu lent í umferðaróhappi og ætluðu að stinga af.

Ætla að sjá við óprúttnum þjófum

Aukinn viðbúnaður lögreglu á höfuðborgarsvæðinu verður vegna þjófa sem hugsanlega fara á stjá nú um helgina í krafti þess að fólk fer úr bænum.

Hnúfubakar dvelja hér allt árið

„Við höfum séð hnúfubaka alla mánuði ársins,“ segir Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctic Sea Tours á Dalvík, sem í fyrsta sinn bauð upp á hvalaskoðun í vetur.

Sigla út í Eyjar en fljúga heim

Algengt er orðið að gestir Þjóðhátíðar í Eyjum taki strætó frá BSÍ til Landeyjahafnar og bátinn þaðan til Vestmannaeyja en fljúgi svo heim. Þetta segir Ingi Þór Guðmundsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs hjá Flugfélagi Íslands.

Fleiri störf verða til með bættri nýtingu auðlinda

Skattur á óskilvirka auðlindanýtingu og mengun en lægri tekjuskattur á fólk gæti mögulega aukið skilvirkni, að mati Umhverfisstofnunar Evrópu. Hér er unnið að grænu hagkerfi. Úrgangur eins verður hráefni annars.

Lögreglan leitar tveggja manna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af mönnunum á meðfylgjandi myndum vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.

Einkaneyslan býr til hagvöxtinn

Einkaneysla og fjárfesting eykst meira á milli ára en sést hefur frá árinu 2007, en enn telst fjárfesting lítil á landinu þrátt fyrir aukningu.

Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður

Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar.

Íslenskur farþegi lagaði bilaðan þotuhreyfil

Davíð Aron Guðnason lét slag standa þegar tilkynnt var um nokkurra klukkustunda töf á flugi hans með Primera air frá Almería á Spáni til Íslands, skömmu fyrir flugtak í gær.

Klórklúður í Vesturbæjarlaug

Barnalaugin hefur verið lokuð í blíðviðri síðustu daga sökum bilunar í klórdælikerfi. Unnið er að viðgerðum.

Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu

Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu.

Grimmdarverkin halda áfram

Bardagar á milli Ísraelshers og Hamas héldu áfram í nótt og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Hamas fer halloka í átökunum og ætlar Ísraelsher nú að fjölga hermönnum sínum um sextán þúsund.

Stillir Dalvíkingum upp við frosinn vegg

Þyrluskíðafyrirtæki gefur Dalvíkurbyggð frest til að ógilda samning sem það gerði árið 2012 um nýtingu á fjallasvæði sínu. Þeir samningar hafa staðist skoðun lögfræðinga og ráðuneytis segir sveitarstjóri sem segir þetta storm í vatnsglasi.

Seðlabanki Rússlands aðstoðar

Rússneski seðlabankinn hyggst veita rússneskum fjármálafyrirtækjum sem verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins fjárhagsaðstoð.

Sjá næstu 50 fréttir