Fleiri fréttir

Íslendingur í Úkraínu: „Það er sorg í hjörtum fólks"

Rússar stunduðu heræfingar í dag rétt við úkraínsku landamærin og Bandaríkjamenn ætla að senda herlið til Austur-Evrópu. Íslendingur sem stýrir eftirlitssveit í Úkraínu segir mikilvægt að deiluaðilar ræði áfram saman.

Viðræðum frestað um óákveðin tíma

Samkomulag náðist ekki í kjaraviðræðum flugvallastarfsmanna hjá sáttasemjara í dag. Mikið ber á milli samningsaðila og hefur Ríkissáttasemjari frestað viðræðum um óákveðin tíma.

Gunnlaug Thorlacius kosin formaður Geðverndarfélags Íslands

Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands fór fram 12. apríl síðastliðinn. Fyrir utan venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins þá urðu breytingar á stjórn, Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítala Háskólasjúkrahúss var kosin formaður.

Neslistanum stillt upp

Listinn er skipaður átta konum og sex körlum. Yngsti frambjóðandinn er átján ára en sá elsti á sjötugsaldri.

Hlíðarfjall opið allan sólarhringinn

Skíðalyftur verða ræstar klukkan 12 á hádegi föstudaginn 2. maí og þær látnar ganga viðstöðulaust til miðnættis laugardaginn 3. maí.

"Viagra er orðið partílyf“

Sala á Viagra hefur aukist um 120% á síðustu fjórum árum. "Ef þeir hafa ekki prófað það, þekkja þeir einhvern sem er að nota það eða selja það."

Kaupir stórskip knúið rafhlöðum

Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni.

Flugmenn hjá Icelandair á leið í aðgerðir

Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð.

„Það munar um hvern rass“

Reynt verður að slá heimsmet Guinness í taubleyjuskiptingum næstkomandi laugardag. Þetta er í annað sinn sem Ísland tekur þátt í keppninni, en á síðasta ári var skipt um taubleyjur á 8.301 barn á einum sólarhring, þar af voru 59 íslensk börn.

Þrjú fötluð börn myrt

Fjögurra barna móðir hefur verið handtekin í Lundúnum grunuð um að hafa myrt þrjú fötluð börn sín.

Eftirspurn eftir nýjum frjálslyndum hægri flokki

Það má ekki stofna nýjan, frjálslyndan hægri flokk á þeim forsendum að hann sé afsprengi Sjálfstæðisflokksins eða klofningur út úr honum, segir formaður Já Ísland. Eftirspurn eftir nýjum, frjálslyndum hægri flokki.

Læknir braut persónuverndarlög

Persónuvernd barst kvörtun frá sjúklingnum vegna birtinga persónuupplýsinga um sig í aðsendri grein læknisins sem birtist í Morgunblaðinu á síðasta ári. Í greininni var hluti sjúkrasögu sjúklingsins rakin og var greinin skrifuð án samþykkis hans.

Börnin reyndu að flýja ferjuna í örvæntingu

Mörgum barnanna sem voru um borð í farþegaferjunni Sewol var sagt að halda kyrru fyrir þar sem þau voru þegar ferjan byrjaði að sökkva í því skyni að tryggja öryggi þeirra.

Sólríkur síðasti vetrardagur

Hitinn á höfuðborgarsvæðinu fer í þrettán gráður í dag. Á Hvanneyri verður hlýjast, þar verður fjórtán stiga hiti.

Róstur í Ríó de Janeiro

Til blóðugra uppþota kom á götum Rio de Janeiro í Brasilíu í nótt í kjölfar þess að lögreglan skaut ungan dansara til bana, sem hún taldi vera eiturlyfjasala.

Kerry hótar frekari aðgerðum gegn Rússum

Enn kólnar andrúmsloftið á milli Bandaríkjamanna og Rússa vegna ástandsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrararnir John Kerry og Sergei Lavrov ræddu saman í síma í gærkvöldi þar sem Kerry lýsti miklum áhyggjum yfir því að Rússar hafi ekki gert nægilega mikið til þess að draga úr spennunni á svæðinu.

Jórunn vill ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Jórunn Ósk Frimannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur óskað formlega eftir því að fara af lista flokksins til borgaarstjórnarkosninga, þar sem hún átti að skipa heiðurssæti.

Önnur vinnustöðvun flugvallastarfsmanna hófst í nótt

Boðuð fimm klukkustunda vinnnustöðvun flugvallastarfsmanna hófst klukkan fjögur í nótt og er búist við mikilli örtröð í Leifsstöð um og upp úr klukkan níu, þegar innritun farþega getur loks hafist, ásamt innvigtun farangurs og vopnaleit.

Notkun rítalíns jókst um rúm 52% milli 2009 og 2013

Á fjögurra ára tímabili jókst notkun lyfja við ofvirkni og athyglisbresti um 52,2 prósent. Notkunin fór úr tæplega 1,5 milljónum dagskammta 2009 í 2,3 milljónir skammta á síðasta ári. Lyfin eru eftirsótt til misnotkunar.

Bandaríkjamenn senda 600 hermenn

Bandaríkjamenn tilkynntu á blaðamannafundi í kvöld að þeir ætli sér að senda um 600 hermenn til Póllands og Eystrasaltsríkjanna vegna stöðunnar í Úkraínu.

Verkfall flugvallarstarfsmanna skellur á í nótt

Fimm tíma skæruverkfall flugvallarstarfsmanna skellur á snemma í fyrramálið með tilheyrandi töfum á millilandaflugi en þetta staðfesti Kristján Jóhannsson formaður Félags flugmálastarfsmanna í samtali við fréttastofu í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir