Bílabúð Benna frumsýnir sportjeppann Macan Finnur Thorlacius skrifar 23. apríl 2014 09:15 Porsche Macan. Porsche Haft hefur verið á orði að sportið sé í genunum hjá Porsche enda er framleiðandinn þekktur fyrir marga af óviðjafnanlegustu sportbílum heimsins. Árið 2002 markaði Porsche sér einnig afgerandi sérstöðu í flokki lúxusjeppa með kynningu á Cayenne. Nú, tólf árum síðar, hefur þessum meistara sportbílanna tekist að sameina bestu eiginleika Porsche í nýjum bíl, sportjeppanum Macan. Bílablaðamenn hafa lofað bílinn í hástert og eru á einu máli um að Macan sverji sig rækilega í ættina. Viðtökur á markaðnum hafa og farið fram úr björtustu væntingum framleiðenda. Sem stendur er hann uppseldur víða og er t.d. 8 mánaða bið eftir honum í framleiðslulandinu Þýskalandi. Nú er sportjeppinn Macan kominn til Íslands og Bílabúð Benna frumsýnir hann á sumardaginn fyrsta 24. apríl, milli kl. 11:00 og 16:00. Macan verður einnig í öndvegi í Porsche salnum næstu dagana, ef það hentar fólki betur.Innanrými bílsins er glæsilegt. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent
Haft hefur verið á orði að sportið sé í genunum hjá Porsche enda er framleiðandinn þekktur fyrir marga af óviðjafnanlegustu sportbílum heimsins. Árið 2002 markaði Porsche sér einnig afgerandi sérstöðu í flokki lúxusjeppa með kynningu á Cayenne. Nú, tólf árum síðar, hefur þessum meistara sportbílanna tekist að sameina bestu eiginleika Porsche í nýjum bíl, sportjeppanum Macan. Bílablaðamenn hafa lofað bílinn í hástert og eru á einu máli um að Macan sverji sig rækilega í ættina. Viðtökur á markaðnum hafa og farið fram úr björtustu væntingum framleiðenda. Sem stendur er hann uppseldur víða og er t.d. 8 mánaða bið eftir honum í framleiðslulandinu Þýskalandi. Nú er sportjeppinn Macan kominn til Íslands og Bílabúð Benna frumsýnir hann á sumardaginn fyrsta 24. apríl, milli kl. 11:00 og 16:00. Macan verður einnig í öndvegi í Porsche salnum næstu dagana, ef það hentar fólki betur.Innanrými bílsins er glæsilegt.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent