Fleiri fréttir Þykir varla styrkja stöðu formannsins Könnun sýnir mikinn stuðning við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formannsembætti Sjálfstæðisflokkins. Hún stefnir þó á varaformannsembættið. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Bjarna Benediktssonar varla hafa styrkst við þessa könnun. 9.2.2013 09:00 Sigurður H. Richter hefur fjallað um Hönnunarkeppni verkfræðinema í 20 ár: Kominn tími til að aðrir taki við „Ég er að verða sjötugur svo það er alveg kominn tími til að aðrir taki við keflinu,“ segir Sigurður H. Richter. Hann stóð á tímamótum í gær þegar hann lét af störfum sem umsjónarmaður sjónvarpsmynda um árlega Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands. 9.2.2013 08:00 Samkeppni um lækna hefur aukist Læknaskortur er fyrirséður í landinu. Forstjóri Landspítalans segir reynt að bregðast við eftir megni. Hingað til lands hafa verið ráðnir læknar frá Asíu til að fylla stöður sem innlendir læknar fást ekki í. Vinir og fjölskylda toga lækna aftur heim. 9.2.2013 07:00 Pallbíllinn er of stór fyrir bílastæði í 101 Íbúi í Þingholtunum fær ekki íbúakort frá Bílastæðasjóði þar sem pallbíll hans er of stór fyrir bílastæðin samkvæmt reglugerð um bílastæði og hámarkslengd bíla. Verið að passa upp á lífsgæði íbúa, segir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. 9.2.2013 07:00 Mikilvægi norðurslóða eykst sífellt Áhugi alþjóðasamfélagsins á norðurslóðum eykst ár frá ári. Norðurskautsráðið er í miðri hringiðunni en nýstofnaðri fastaskrifstofu ráðsins verður stýrt næstu árin af Magnúsi Jóhannessyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Hann kannast ekki við kapphlaup þjóða 9.2.2013 06:00 Ná ekki yfir á græna kallinum Borgaryfirvöld endurskoða nú svokallaðan græntíma fyrir fótgangandi á umferðarljósum. 9.2.2013 06:00 Raðmorðinginn gengur enn laus Bandaríski raðmorðinginn Christopher Dorner gengur enn laus. Lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa skipulagt afar umfangsmikla leit að Dorner. Grunur leikur á að hann haldi til í fjallakofa í grennd við fjölsóttan dvalarstað, hátt yfir Los Angeles-borg. 8.2.2013 23:08 Neyðarástandi lýst yfir í New York Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir eitt versta hríðarveður í manna minnum. 8.2.2013 22:16 Mannshvörf - Mál Valgeirs Víðissonar Hvarf Valgeirs Víðisson var eitt umtalaðasta mál seinni hluta síðari aldar. Valgeir yfirgaf heimili sitt aðfaranótt 19 júní árið 1994 og snéri aldrei aftur heim til sín. Málið var rannsakað sem sakamál og var talið að honum hefði verið ráðinn bani. 8.2.2013 21:47 Best í heimi Hann kom, sá og sigraði, íslenski hópurinn sem keppti í listhlaupi á skautum á Special Olympics í suður Kóreu. Sigurvegararnir í Íslandi í dag 8.2.2013 21:36 George W. Bush málar myndir af baðherbergjum Það hefur lítið farið fyrir George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, frá því að hann lét af embætti fyrir rúmum fjórum árum. Hann hefur engu að síður verið iðinn við kolann. 8.2.2013 21:09 „Vímuefnanotkun er vágestur sem við verðum að takast á við“ „Vímuefnanotkun er vágestur sem við verðum að takast á við," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sagði nýverið upp ellefu sjómönnum eftir að þeir féllu á vímuefnaprófi. Ísfélagið hefur í hyggju að framkvæma svipuð próf. 8.2.2013 20:22 Sögulegur stólfótur úr Gúttó-slanum kominn á Árbæjarsafn Tæplega aldargamall stólfótur sem verkamenn notuðu sem barefli í Gúttó-slagnum hefur fengið samastað á Árbæjarsafninu. Sagnfræðingur segist aldrei hafa komist í tæri við jafn merkilegt vopn áður. 8.2.2013 19:40 Hanna Birna gefur kost á sér í embætti varaformanns Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. 8.2.2013 17:57 Vísir er besti afþreyingar- og fréttavefur landsins Íslensku vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Vísir var valinn besti afþreyingar- og fréttavefur landsins. 8.2.2013 17:37 Framsóknarflokkurinn með tæp 20 prósent - Björt framtíð skammt á eftir Framsóknarflokkurinn er annað stærsta stjórnmálaafl landsins samkvæmt könnun MMR sem var framkvæmd á tímabilinu 31. janúar til 6. febrúar. Það er nokkuð ljóst að flokkurinn bætir töluvert við sig vegna niðurstöðu í Icesave málinu, en flokkurinn var andvígur samningaleiðinni frá upphafi. 8.2.2013 16:22 Lýsa yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum Hjúkrunarfræðingar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. "Við hvetjum til þess að strax verði unnið að því að ganga frá stofnanasamningi við þá og í kjölfarið gengið frá lausum stofnanasamningum á öðrum heilbrigðisstofnunum,“ segir í yfirlýsingu frá heilsugæsluhjúkrunarfræðingunum. 8.2.2013 16:21 Frítt í sund, á söfn og í strætó á Vetrarhátíð Vetrarhátíð í Reykjavík var sett á Austurvelli í gær, en yfirskrift hátíðarinnar er "Magnað myrkur“. 8.2.2013 16:17 Lögreglan lýisr eftir Emblu Nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Emblu Nótt Anderson er fór að heiman frá sér 1 febrúar s.l. Embla Nótt er 15 ára, var klædd í "army" úlpu, svartar íþróttabuxur og svarta strigaskó. Embla Nótt er um 160 sm á hæð, með grænleit augu og axlasítt svart hár. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um ferðir Emblu Nótt frá því 1 febrúar s.l. eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000. 8.2.2013 15:54 Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stóra fíkniefnamálsins Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. febrúar og einn til 14. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Fjórmenningarnir, sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir í síðasta mánuði eftir lagt var hald á verulagt magn af því sem talið er vera sterk fíkniefni, en efnin voru send í nokkrum póstsendingum til landsins. Um tíma sat karl á þrítugsaldri einnig í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar, en honum var sleppt úr haldi lögreglu í byrjun mánaðarins. 8.2.2013 15:18 Íslendingar mega aldrei sætta sig við yfirgang Sigmundur Davíð gerði deiluna í Icesave-málinu að umtalsefni á flokksþingi Framsóknarflokksins í Gullhömrum í Grafarvogi í dag. "Íslendingar eru, og verða vonandi alltaf, herlaus þjóð. En við sættum okkur ekki við yfirgang. Við heyjum baráttu okkar á grundvelli laga og réttar, vegna þess að við vitum að með lögum skal land byggja. Við megum aldrei láta undan ofríki sama hversu mikið ofurefli kann að vera við að etja,“ sagði Sigmundur Davíð. 8.2.2013 15:00 Bæjarstjórinn óttast ekki útkomu bæjarstarfsmanna Ranglega var sagt í inngangi fréttar um fíkniefnapróf í Fréttablaðinu og Vísi í morgun að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum óttaðist útkomu bæjarstarfsmanna úr fíkniefnaprófum. Hið rétta er, eins og kom fram síðar í fréttinni, að Elliði Vignisson bæjarstjóri kvaðst þvert á móti enga trú hafa á því að starfsmenn bæjarins hefðu eitthvað að óttast í slíkum prófum. Beðist er velvirðingar á þessasari missögn. Umrædd frétt hefur nú verið leiðrétt á Vísi. 8.2.2013 14:53 Biophilia-söfnun Bjarkar aflýst Söfnunarherferð Biophilia-verkefnis söngkonunnar Bjarkar á vefsíðunni Kickstarter.com hefur verið hætt. 8.2.2013 14:48 Hagkaup tók umdeilda peysu úr umferð "Ef viðskiptavinur bendir okkur á svona lagað þá förum við bara eftir því, enda er ekki okkar tilgangur að særa blygðunarkennd viðskiptavina okkar,“ segir Gunna Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, en fyrirtækið tók umdeilda peysu úr sölu eftir að fyrirtækinu bárust ábendingar frá viðskiptavinum. 8.2.2013 14:21 Mikil óánægja með náttúruverndarfrumvarp Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að "leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka.“ 8.2.2013 14:11 Eru augu ökumanna á veginum? Já, en bara þrjá fjórðu tímans. 8.2.2013 14:00 Græddi gríðarlega á afleiðuviðskiptum - ákærður fyrir að borga ekki skatt Fyrrverandi starfsmaður Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna hefur verið ákærður af embætti sérstaks saksóknara fyrir meiriháttar skattalagabrot. 8.2.2013 12:29 Kjósa frekar Sjálfstæðisflokkinn með Hönnu Birnu í forystu Um 36% segja líklegra að þeir muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum ef Hanna Birna Kristjánsdóttir leiðir flokkinn. Tæplega 17% segja að það sé ólíklegra að þeir kjósi flokkinn með hana í forystu en 47% segja það hvorki líklegra né ólíklegra. Þetta sýna niðurstöður sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök áhugafólks um stjórnmál. Könnunin var gerð dagana 31. janúar til 6. febrúar. Úrtakið var 1400 manns og fjöldi svarenda var 58%. Könnunin var gerð dagana 31. janúar - 6. febrúar. Engar upplýsingar hafa fengist um það hverjir standa að baki félaginu Samtök áhugafólks um stjórnmál, en samtökin eru ekki skráð með kennitölu í fyrirtækjaskrá. 8.2.2013 12:02 „Nautalasagne“ allt að hundrað prósent hrossakjöt Niðurstöður rannsókna á nautalasagne frá Findus sýna fram á að ellefu tegundir af átján innihalda hrossakjöt. 8.2.2013 11:34 Bestir í endursölu Volkswagen og undirmerki þess eiga 6 bíla meðal 10 efstu. 8.2.2013 11:15 Grétars leitað í sjó og í fjörum Leitinni að Grétari Guðfinnssyni er haldið áfram í dag en áhersla er lögð á að leita á bátum og í fjörum. Um sex til sjö leitarhópar eru að störfum og taka á bilinu þrjátíu til fjörutíu menn þátt. Leitað var fram í myrkur í gær og leitað verður fram eftir degi í dag. Eftir það verður tekin ákvörðun um framhaldið. 8.2.2013 11:02 Bein útsending frá flokksþingi Framsóknar Bein útsending af flokksþingi Framsóknarmanna, sem fer fram í Gullhömrum í Grafarholti nú um helgina. Þingið hefst formlega með setningarræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns klukkan 14 í dag. 8.2.2013 11:00 Forsetinn býður þér í heimsókn Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið í dag, en það er liður í Vetrarhátíð og Safnanótt, sem hófst í gær. Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu og Bessastaðakirkju milli klukkan fjögur og átta. Auk hinna merku steinhúsa frá 18. öld geta gestir virt fyrir sér fjölbreytt sýnishorn gjafa, sem forseta og þjóðinni hafa borist, og merkar fornleifar sem veita innsýn í sögu búsetu og starfsemi á Bessastöðum frá landnámstíð. Þá mun fyrsti forsetabíll lýðveldissögunnar, Packard bifreið Sveins Björnssonar, standa í hlaði Bessastaða en bifreiðin er ríflega sjötug. 8.2.2013 10:16 Mosfellingur datt í lukkupottinn "Mér líður eins og ég sé staddur í kvikmynd og að ég sé aðalleikarinn" sagði eigandi vinningsmiðans í Víkingalottóinu sem skilaði honum 126.947.850 krónum, sem jafnframt er hæsti vinningur í sögu Íslenskar getspár. Miðann góða keypti hann á lotto.is og er 10 raða sjálfvalsmiði með Jóker og kostaði 900 krónur. 8.2.2013 10:04 Segir hugmynd um reykingabann allt of víðtæka "Ég er ekki ósammála því að skoða það að reykingar verði bannaðar í kringum opinberar stofnanir,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, spurður út í tillögu Framsóknarmannsins Ómars Stefánssonar, sem hann lagði fram á bæjarráðsfundi í gær. 8.2.2013 10:02 Flugi Icelandair til Bandaríkjanna í dag aflýst Flugi Icelandair til Boston (FI631) og New York (FI615) síðdegis í dag hefur verið aflýst vegna veðurins sem nú gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna. Jafnframt hefur flugi frá þessum borgum til Íslands í kvöld (FI630 og FI614) verið aflýst. Búist er við að samgöngur verði aftur komnar í gang síðdegis á morgun og að flug verði þá samkvæmt áætlun, en farþegar eru beðnir að fylgjast með brottfarartímum. 8.2.2013 09:35 Nýr Toyota Verso Er rúmmikill 7 sæta bíll með 32 útfærslur á sætisuppröðun. 8.2.2013 08:45 Sjómannafélagið Jötunn fær ráðgjafa frá SÁÁ til Eyja Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum, í samráði við stjórnendur Vinnslustöðvarinnar, hefur samið við SÁÁ um að senda ráðgjafa til Eyja til að ræða við skipverjana ellefu ,sem Vinnslustöðin sagði upp eftir að leifar af fíkniefnum fundust í þvagprufum þeirra. 8.2.2013 08:10 Tveir teknir við að pissa á hurð stjórnarráðsins Lögreglumenn stóðu tvo menn að verki þar sem þeir voru að spræna á hurð stjórnarráðsins við Lækjartorg í nótt. 8.2.2013 06:48 Milljón í verðlaun fyrir að upplýsa dráp á hafarnarpari í Danmörku Veiðimaður á Fjóni hefur heitið 50.000 dönskum krónum eða vel yfir milljón króna í verðlaun til þeirra sem segja frá því hver stóð að baki eiturdrápi á hafarnarpari við Langeland síðasta vor. 8.2.2013 06:38 Boeing fær leyfi til reynsluflugs á Dreamliner þotum Flugmálastjórn Bandaríkjanna hefur gefið Boeing leyfi til reynsluflugs á Dreamliner þotum sínum að nýju en allar slíkar þotur sem voru í notkun í heiminum voru kyrrsettar í siðasta mánuði. 8.2.2013 06:35 Pólverjar á Ísafirði borða bollur með vodka Pólverjar, búsettir á Ísafirði tóku forskot á sæluna og héldu upp á bolludaginn í gær, samkvæmt pólskri hefð. 8.2.2013 06:33 Vinnumiðlun bauð 19 ára stúlku starf á hóruhúsi Vinnumiðlun í borginni Augsburg í Bæjaralandi hefur beðist opinberlega afsökunar á því að hafa boðið 19 ára gamalli atvinnulausri stúlku starf á hóruhúsi í borginni. 8.2.2013 06:31 Nær 3.000 flugferðum aflýst á austurströnd Bandaríkjanna Búið er að aflýsa nærri 3.000 flugferðum á austurströnd Bandaríkjanna vegna þess að í dag mun einn versti vetrarstormur í manna minnum ríða þar yfir. 8.2.2013 06:29 Ferðaklúbbur vill að hætt sé við frumvarp á Alþingi Ferðaklúbburinn fjórir sinnum fjórir, skorar í heilsíðuauglýsingum í dagblöðum í dag, á Alþingi að leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúruvernd og vanda betur til verka. 8.2.2013 06:22 Sjá næstu 50 fréttir
Þykir varla styrkja stöðu formannsins Könnun sýnir mikinn stuðning við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formannsembætti Sjálfstæðisflokkins. Hún stefnir þó á varaformannsembættið. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Bjarna Benediktssonar varla hafa styrkst við þessa könnun. 9.2.2013 09:00
Sigurður H. Richter hefur fjallað um Hönnunarkeppni verkfræðinema í 20 ár: Kominn tími til að aðrir taki við „Ég er að verða sjötugur svo það er alveg kominn tími til að aðrir taki við keflinu,“ segir Sigurður H. Richter. Hann stóð á tímamótum í gær þegar hann lét af störfum sem umsjónarmaður sjónvarpsmynda um árlega Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands. 9.2.2013 08:00
Samkeppni um lækna hefur aukist Læknaskortur er fyrirséður í landinu. Forstjóri Landspítalans segir reynt að bregðast við eftir megni. Hingað til lands hafa verið ráðnir læknar frá Asíu til að fylla stöður sem innlendir læknar fást ekki í. Vinir og fjölskylda toga lækna aftur heim. 9.2.2013 07:00
Pallbíllinn er of stór fyrir bílastæði í 101 Íbúi í Þingholtunum fær ekki íbúakort frá Bílastæðasjóði þar sem pallbíll hans er of stór fyrir bílastæðin samkvæmt reglugerð um bílastæði og hámarkslengd bíla. Verið að passa upp á lífsgæði íbúa, segir framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. 9.2.2013 07:00
Mikilvægi norðurslóða eykst sífellt Áhugi alþjóðasamfélagsins á norðurslóðum eykst ár frá ári. Norðurskautsráðið er í miðri hringiðunni en nýstofnaðri fastaskrifstofu ráðsins verður stýrt næstu árin af Magnúsi Jóhannessyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Hann kannast ekki við kapphlaup þjóða 9.2.2013 06:00
Ná ekki yfir á græna kallinum Borgaryfirvöld endurskoða nú svokallaðan græntíma fyrir fótgangandi á umferðarljósum. 9.2.2013 06:00
Raðmorðinginn gengur enn laus Bandaríski raðmorðinginn Christopher Dorner gengur enn laus. Lögregluyfirvöld í Los Angeles hafa skipulagt afar umfangsmikla leit að Dorner. Grunur leikur á að hann haldi til í fjallakofa í grennd við fjölsóttan dvalarstað, hátt yfir Los Angeles-borg. 8.2.2013 23:08
Neyðarástandi lýst yfir í New York Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir eitt versta hríðarveður í manna minnum. 8.2.2013 22:16
Mannshvörf - Mál Valgeirs Víðissonar Hvarf Valgeirs Víðisson var eitt umtalaðasta mál seinni hluta síðari aldar. Valgeir yfirgaf heimili sitt aðfaranótt 19 júní árið 1994 og snéri aldrei aftur heim til sín. Málið var rannsakað sem sakamál og var talið að honum hefði verið ráðinn bani. 8.2.2013 21:47
Best í heimi Hann kom, sá og sigraði, íslenski hópurinn sem keppti í listhlaupi á skautum á Special Olympics í suður Kóreu. Sigurvegararnir í Íslandi í dag 8.2.2013 21:36
George W. Bush málar myndir af baðherbergjum Það hefur lítið farið fyrir George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, frá því að hann lét af embætti fyrir rúmum fjórum árum. Hann hefur engu að síður verið iðinn við kolann. 8.2.2013 21:09
„Vímuefnanotkun er vágestur sem við verðum að takast á við“ „Vímuefnanotkun er vágestur sem við verðum að takast á við," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sagði nýverið upp ellefu sjómönnum eftir að þeir féllu á vímuefnaprófi. Ísfélagið hefur í hyggju að framkvæma svipuð próf. 8.2.2013 20:22
Sögulegur stólfótur úr Gúttó-slanum kominn á Árbæjarsafn Tæplega aldargamall stólfótur sem verkamenn notuðu sem barefli í Gúttó-slagnum hefur fengið samastað á Árbæjarsafninu. Sagnfræðingur segist aldrei hafa komist í tæri við jafn merkilegt vopn áður. 8.2.2013 19:40
Hanna Birna gefur kost á sér í embætti varaformanns Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. 8.2.2013 17:57
Vísir er besti afþreyingar- og fréttavefur landsins Íslensku vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Vísir var valinn besti afþreyingar- og fréttavefur landsins. 8.2.2013 17:37
Framsóknarflokkurinn með tæp 20 prósent - Björt framtíð skammt á eftir Framsóknarflokkurinn er annað stærsta stjórnmálaafl landsins samkvæmt könnun MMR sem var framkvæmd á tímabilinu 31. janúar til 6. febrúar. Það er nokkuð ljóst að flokkurinn bætir töluvert við sig vegna niðurstöðu í Icesave málinu, en flokkurinn var andvígur samningaleiðinni frá upphafi. 8.2.2013 16:22
Lýsa yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum Hjúkrunarfræðingar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. "Við hvetjum til þess að strax verði unnið að því að ganga frá stofnanasamningi við þá og í kjölfarið gengið frá lausum stofnanasamningum á öðrum heilbrigðisstofnunum,“ segir í yfirlýsingu frá heilsugæsluhjúkrunarfræðingunum. 8.2.2013 16:21
Frítt í sund, á söfn og í strætó á Vetrarhátíð Vetrarhátíð í Reykjavík var sett á Austurvelli í gær, en yfirskrift hátíðarinnar er "Magnað myrkur“. 8.2.2013 16:17
Lögreglan lýisr eftir Emblu Nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Emblu Nótt Anderson er fór að heiman frá sér 1 febrúar s.l. Embla Nótt er 15 ára, var klædd í "army" úlpu, svartar íþróttabuxur og svarta strigaskó. Embla Nótt er um 160 sm á hæð, með grænleit augu og axlasítt svart hár. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um ferðir Emblu Nótt frá því 1 febrúar s.l. eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000. 8.2.2013 15:54
Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stóra fíkniefnamálsins Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. febrúar og einn til 14. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Fjórmenningarnir, sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir í síðasta mánuði eftir lagt var hald á verulagt magn af því sem talið er vera sterk fíkniefni, en efnin voru send í nokkrum póstsendingum til landsins. Um tíma sat karl á þrítugsaldri einnig í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar, en honum var sleppt úr haldi lögreglu í byrjun mánaðarins. 8.2.2013 15:18
Íslendingar mega aldrei sætta sig við yfirgang Sigmundur Davíð gerði deiluna í Icesave-málinu að umtalsefni á flokksþingi Framsóknarflokksins í Gullhömrum í Grafarvogi í dag. "Íslendingar eru, og verða vonandi alltaf, herlaus þjóð. En við sættum okkur ekki við yfirgang. Við heyjum baráttu okkar á grundvelli laga og réttar, vegna þess að við vitum að með lögum skal land byggja. Við megum aldrei láta undan ofríki sama hversu mikið ofurefli kann að vera við að etja,“ sagði Sigmundur Davíð. 8.2.2013 15:00
Bæjarstjórinn óttast ekki útkomu bæjarstarfsmanna Ranglega var sagt í inngangi fréttar um fíkniefnapróf í Fréttablaðinu og Vísi í morgun að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum óttaðist útkomu bæjarstarfsmanna úr fíkniefnaprófum. Hið rétta er, eins og kom fram síðar í fréttinni, að Elliði Vignisson bæjarstjóri kvaðst þvert á móti enga trú hafa á því að starfsmenn bæjarins hefðu eitthvað að óttast í slíkum prófum. Beðist er velvirðingar á þessasari missögn. Umrædd frétt hefur nú verið leiðrétt á Vísi. 8.2.2013 14:53
Biophilia-söfnun Bjarkar aflýst Söfnunarherferð Biophilia-verkefnis söngkonunnar Bjarkar á vefsíðunni Kickstarter.com hefur verið hætt. 8.2.2013 14:48
Hagkaup tók umdeilda peysu úr umferð "Ef viðskiptavinur bendir okkur á svona lagað þá förum við bara eftir því, enda er ekki okkar tilgangur að særa blygðunarkennd viðskiptavina okkar,“ segir Gunna Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, en fyrirtækið tók umdeilda peysu úr sölu eftir að fyrirtækinu bárust ábendingar frá viðskiptavinum. 8.2.2013 14:21
Mikil óánægja með náttúruverndarfrumvarp Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að "leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka.“ 8.2.2013 14:11
Græddi gríðarlega á afleiðuviðskiptum - ákærður fyrir að borga ekki skatt Fyrrverandi starfsmaður Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna hefur verið ákærður af embætti sérstaks saksóknara fyrir meiriháttar skattalagabrot. 8.2.2013 12:29
Kjósa frekar Sjálfstæðisflokkinn með Hönnu Birnu í forystu Um 36% segja líklegra að þeir muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum ef Hanna Birna Kristjánsdóttir leiðir flokkinn. Tæplega 17% segja að það sé ólíklegra að þeir kjósi flokkinn með hana í forystu en 47% segja það hvorki líklegra né ólíklegra. Þetta sýna niðurstöður sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök áhugafólks um stjórnmál. Könnunin var gerð dagana 31. janúar til 6. febrúar. Úrtakið var 1400 manns og fjöldi svarenda var 58%. Könnunin var gerð dagana 31. janúar - 6. febrúar. Engar upplýsingar hafa fengist um það hverjir standa að baki félaginu Samtök áhugafólks um stjórnmál, en samtökin eru ekki skráð með kennitölu í fyrirtækjaskrá. 8.2.2013 12:02
„Nautalasagne“ allt að hundrað prósent hrossakjöt Niðurstöður rannsókna á nautalasagne frá Findus sýna fram á að ellefu tegundir af átján innihalda hrossakjöt. 8.2.2013 11:34
Grétars leitað í sjó og í fjörum Leitinni að Grétari Guðfinnssyni er haldið áfram í dag en áhersla er lögð á að leita á bátum og í fjörum. Um sex til sjö leitarhópar eru að störfum og taka á bilinu þrjátíu til fjörutíu menn þátt. Leitað var fram í myrkur í gær og leitað verður fram eftir degi í dag. Eftir það verður tekin ákvörðun um framhaldið. 8.2.2013 11:02
Bein útsending frá flokksþingi Framsóknar Bein útsending af flokksþingi Framsóknarmanna, sem fer fram í Gullhömrum í Grafarholti nú um helgina. Þingið hefst formlega með setningarræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns klukkan 14 í dag. 8.2.2013 11:00
Forsetinn býður þér í heimsókn Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið í dag, en það er liður í Vetrarhátíð og Safnanótt, sem hófst í gær. Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu og Bessastaðakirkju milli klukkan fjögur og átta. Auk hinna merku steinhúsa frá 18. öld geta gestir virt fyrir sér fjölbreytt sýnishorn gjafa, sem forseta og þjóðinni hafa borist, og merkar fornleifar sem veita innsýn í sögu búsetu og starfsemi á Bessastöðum frá landnámstíð. Þá mun fyrsti forsetabíll lýðveldissögunnar, Packard bifreið Sveins Björnssonar, standa í hlaði Bessastaða en bifreiðin er ríflega sjötug. 8.2.2013 10:16
Mosfellingur datt í lukkupottinn "Mér líður eins og ég sé staddur í kvikmynd og að ég sé aðalleikarinn" sagði eigandi vinningsmiðans í Víkingalottóinu sem skilaði honum 126.947.850 krónum, sem jafnframt er hæsti vinningur í sögu Íslenskar getspár. Miðann góða keypti hann á lotto.is og er 10 raða sjálfvalsmiði með Jóker og kostaði 900 krónur. 8.2.2013 10:04
Segir hugmynd um reykingabann allt of víðtæka "Ég er ekki ósammála því að skoða það að reykingar verði bannaðar í kringum opinberar stofnanir,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, spurður út í tillögu Framsóknarmannsins Ómars Stefánssonar, sem hann lagði fram á bæjarráðsfundi í gær. 8.2.2013 10:02
Flugi Icelandair til Bandaríkjanna í dag aflýst Flugi Icelandair til Boston (FI631) og New York (FI615) síðdegis í dag hefur verið aflýst vegna veðurins sem nú gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna. Jafnframt hefur flugi frá þessum borgum til Íslands í kvöld (FI630 og FI614) verið aflýst. Búist er við að samgöngur verði aftur komnar í gang síðdegis á morgun og að flug verði þá samkvæmt áætlun, en farþegar eru beðnir að fylgjast með brottfarartímum. 8.2.2013 09:35
Sjómannafélagið Jötunn fær ráðgjafa frá SÁÁ til Eyja Sjómannafélagið Jötunn í Vestmannaeyjum, í samráði við stjórnendur Vinnslustöðvarinnar, hefur samið við SÁÁ um að senda ráðgjafa til Eyja til að ræða við skipverjana ellefu ,sem Vinnslustöðin sagði upp eftir að leifar af fíkniefnum fundust í þvagprufum þeirra. 8.2.2013 08:10
Tveir teknir við að pissa á hurð stjórnarráðsins Lögreglumenn stóðu tvo menn að verki þar sem þeir voru að spræna á hurð stjórnarráðsins við Lækjartorg í nótt. 8.2.2013 06:48
Milljón í verðlaun fyrir að upplýsa dráp á hafarnarpari í Danmörku Veiðimaður á Fjóni hefur heitið 50.000 dönskum krónum eða vel yfir milljón króna í verðlaun til þeirra sem segja frá því hver stóð að baki eiturdrápi á hafarnarpari við Langeland síðasta vor. 8.2.2013 06:38
Boeing fær leyfi til reynsluflugs á Dreamliner þotum Flugmálastjórn Bandaríkjanna hefur gefið Boeing leyfi til reynsluflugs á Dreamliner þotum sínum að nýju en allar slíkar þotur sem voru í notkun í heiminum voru kyrrsettar í siðasta mánuði. 8.2.2013 06:35
Pólverjar á Ísafirði borða bollur með vodka Pólverjar, búsettir á Ísafirði tóku forskot á sæluna og héldu upp á bolludaginn í gær, samkvæmt pólskri hefð. 8.2.2013 06:33
Vinnumiðlun bauð 19 ára stúlku starf á hóruhúsi Vinnumiðlun í borginni Augsburg í Bæjaralandi hefur beðist opinberlega afsökunar á því að hafa boðið 19 ára gamalli atvinnulausri stúlku starf á hóruhúsi í borginni. 8.2.2013 06:31
Nær 3.000 flugferðum aflýst á austurströnd Bandaríkjanna Búið er að aflýsa nærri 3.000 flugferðum á austurströnd Bandaríkjanna vegna þess að í dag mun einn versti vetrarstormur í manna minnum ríða þar yfir. 8.2.2013 06:29
Ferðaklúbbur vill að hætt sé við frumvarp á Alþingi Ferðaklúbburinn fjórir sinnum fjórir, skorar í heilsíðuauglýsingum í dagblöðum í dag, á Alþingi að leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúruvernd og vanda betur til verka. 8.2.2013 06:22