Mikil óánægja með náttúruverndarfrumvarp Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. febrúar 2013 14:11 Hafliði segir lögin gera almenningi illkleyft að ferðast víða, meðal annars í Þórsmörk. Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að „leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka." Í auglýsingunni er frumvarpið sagt fela í sér breytingar „sem munu stórskaða ferðamennsku á Íslandi og gera almenningi illkleyft að ferðast um landið sitt." Hafliði S. Magnússon formaður 4x4, segir óánægjuna snúa meðal annars að því að ekki hafi verið tekið mark á tillögum útivistarfólks við gerð frumvarpsins og að mörg atriði hreinlega gangi ekki upp. „Þetta byrjaði í rauninni með þessari hvítbók, og þar fengum við ekkert að koma að nema að senda inn athugasemdir í lokin, en þá var í rauninni búið að gefa út hvítbókina þannig að ég veit hreinlega ekki hvers vegna var verið biðja okkur um þessar athugasemdir."Heilsíðuauglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Óheimilt að leita að réttu vaði Hafliði segir margt í frumvarpinu vera gott en nokkur atriði þurfi að laga. „Til dæmis má nefna atriðið varðandi vöð á ám. Samkvæmt þessum nýju lögum má ekki keyra utan vega, og við erum að sjálfsögðu hlynntir því að utanvegaakstur sé bannaður, en séu lögin túlkuð strangt þá hættir fólk að geta farið með ökutæki inn í Langadal og Húsadal því þú mátt ekki keyra meðfram Krossánni til að leita að réttu vaði. Þú verður bara að keyra út í ána þar sem slóðin kemur að, og verði þér þá bara að góðu." Einnig er það gagnrýnt að samkvæmt nýju lögunum sé bannað að keyra eftir sandströndum. „Þegar það er fjara og þú ert að leika þér að því að keyra eftir sjónum - það er núna bannað. Þó að hjólförin hverfi eftir næsta flóð," segir Hafliði, og svarar því neitandi hvort rökstuðningur fyrir þessu banni hafi verið gefinn. „Nei við fáum aldrei að heyra neitt." 4x4 skorar á Alþingi að draga frumvarpið til baka og segir að málstaður félagsins njóti stuðnings frá mörgum öðrum útivistarfélögum. „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr úr öllum áttum, meira að segja meðal alþingismanna úr flestum flokkum. Ja, nema kannski einum," segir Hafliði að lokum og hlær. Tengdar fréttir Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að „leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka." Í auglýsingunni er frumvarpið sagt fela í sér breytingar „sem munu stórskaða ferðamennsku á Íslandi og gera almenningi illkleyft að ferðast um landið sitt." Hafliði S. Magnússon formaður 4x4, segir óánægjuna snúa meðal annars að því að ekki hafi verið tekið mark á tillögum útivistarfólks við gerð frumvarpsins og að mörg atriði hreinlega gangi ekki upp. „Þetta byrjaði í rauninni með þessari hvítbók, og þar fengum við ekkert að koma að nema að senda inn athugasemdir í lokin, en þá var í rauninni búið að gefa út hvítbókina þannig að ég veit hreinlega ekki hvers vegna var verið biðja okkur um þessar athugasemdir."Heilsíðuauglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Óheimilt að leita að réttu vaði Hafliði segir margt í frumvarpinu vera gott en nokkur atriði þurfi að laga. „Til dæmis má nefna atriðið varðandi vöð á ám. Samkvæmt þessum nýju lögum má ekki keyra utan vega, og við erum að sjálfsögðu hlynntir því að utanvegaakstur sé bannaður, en séu lögin túlkuð strangt þá hættir fólk að geta farið með ökutæki inn í Langadal og Húsadal því þú mátt ekki keyra meðfram Krossánni til að leita að réttu vaði. Þú verður bara að keyra út í ána þar sem slóðin kemur að, og verði þér þá bara að góðu." Einnig er það gagnrýnt að samkvæmt nýju lögunum sé bannað að keyra eftir sandströndum. „Þegar það er fjara og þú ert að leika þér að því að keyra eftir sjónum - það er núna bannað. Þó að hjólförin hverfi eftir næsta flóð," segir Hafliði, og svarar því neitandi hvort rökstuðningur fyrir þessu banni hafi verið gefinn. „Nei við fáum aldrei að heyra neitt." 4x4 skorar á Alþingi að draga frumvarpið til baka og segir að málstaður félagsins njóti stuðnings frá mörgum öðrum útivistarfélögum. „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr úr öllum áttum, meira að segja meðal alþingismanna úr flestum flokkum. Ja, nema kannski einum," segir Hafliði að lokum og hlær.
Tengdar fréttir Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00