Mikilvægi norðurslóða eykst sífellt 9. febrúar 2013 06:00 Magnús Jóhannesson hefur starfað sem ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins frá árinu 1992 og var áður siglingamálastjóri frá árinu 1985. Næstu fjögur árin, hið minnsta, mun hann gegna stöðu framkvæmdastjóra fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins í Tromsö. fréttablaðið/gva Áhugi alþjóðasamfélagsins á norðurslóðum eykst ár frá ári. Norðurskautsráðið er í miðri hringiðunni en nýstofnaðri fastaskrifstofu ráðsins verður stýrt næstu árin af Magnúsi Jóhannessyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Hann kannast ekki við kapphlaup þjóða Magnús Jóhannesson hefur sagt skilið við umhverfisráðuneytið sem hefur verið starfsvettvangur hans í tvo áratugi, en hann tekur við framkvæmdastjórastöðu fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins á næstu dögum. Skrifstofan verður formlega opnuð eftir ráðherrafund ráðsins í vor og er henni ætlað að styrkja starf ráðsins og upplýsingagjöf um málefni norðurslóða. „Ég er fyrsti starfsmaður skrifstofunnar og á næstu vikum mun ég vinna að því að setja skrifstofuna á fót, ráða starfsfólk. Það þarf að hafa hraðar hendur því skrifstofan þarf að vera orðin starfshæf um miðjan maí þegar Kanadamenn taka við formennsku í ráðinu af Svíum,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að verkefni næstu missera og ára sé að styðja við starfsemi ráðsins sem er best lýst sem þrískiptu. Efsta lagið eru ráðherrafundirnir sem haldnir eru á tveggja ára fresti, en þar eiga aðild utanríkisráðherrar landanna átta. Sendiherrar ríkjanna, auk fulltrúa frumbyggja, skipa embættismannanefnd sem undirbýr ráðherrafundina. Síðan fjalla sex vinnunefndir um hin ýmsu mál og koma sínum niðurstöðum til embættismannanefndarinnar og endanlegar ákvarðanir eru teknar á fundum ráðherranefndarinnar.Aukið mikilvægið Á ráðstefnu um málefni norðurslóða í Tromsö á dögunum, Arctic Frontiers 2013, kom skýrt fram að mikilvægi svæðisins í alþjóðlegu tilliti hefur snarvaxið á undanförnum árum. Þungavigtarmenn í heimi stjórnmála og vísinda undirstrikuðu þetta og mikilvægi fastaskrifstofunnar í því tilliti. Undir þetta tekur Magnús. „Norðurskautsráðið fjallar um umhverfismál, sjálfbæra þróun og þróunarmál almennt. Allt er þetta að taka á sig skýrari mynd vegna vaxandi athafna manna á svæðinu, og er rétt að nefna siglingar og vaxandi ferðamennsku á svæðinu með opnun siglingaleiða. Það er mikið að gerast og umræður um nýtingu auðlinda og breytingar vegna síminnkandi íshellu eru áberandi,“ segir Magnús og bætir við að stór þáttur í starfi skrifstofunnar verði að upplýsa almenning á norðurskautssvæðinu; hvaða breytingar eru að verða og hvað ráðið er að gera til að bregðast við þessum breytingum. „Eins mun starfið snúast um að upplýsa heiminn því þetta er ekki einkamál þeirra sem búa á norðurslóðum,“ segir Magnús.Fjórar milljónir manna Svæðið sem Norðurskautsráðið tekur til er mjög stórt. Þar búa um fjórar milljónir manna og miklir hagsmunir eru þar fyrir marga; siglingar, námavinnsla, olía og gas, svo fátt eitt sé nefnt. Þessir hagsmunir ná til landa sem eiga landamæri langt frá norðurslóðum og því er áhugi mikill á að öðlast áheyrnaraðild að ráðinu. Spurður um þetta tekur Magnús dæmi. „Siglingar eru alþjóðleg starfsemi og Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) setur reglur um öryggi siglinga. Norðurskautsríkin leggja mikla áherslu á að IMO setji sérstakar reglur um byggingu og búnað skipa sem sigla um norðurslóðir. Vilji er til þess að í gildi verði sérstakar norðurskautsreglur um siglingar um svæðið og þá er mikilvægt að hafa stuðning annarra ríkja, og margir eru þeirrar skoðunar að það muni styrkja ráðið að löndum fjölgi sem hafa áheyrnaraðild að ráðinu, enda styðji þau við starfsemi og markmið ráðsins.“Stakkaskipti Þegar Magnús er spurður um helstu álitaefni á vettvangi Norðurskautsráðsins segir hann að hafa beri hugfast að á síðustu fimmtán árum hafi vitneskja um norðurslóðir tekið stakkaskiptum. „Það er búið að byggja upp mikinn þekkingargrunn. Við stofnun ráðsins þekktu menn lítið til náttúru svæðisins, svo tekið sé nærtækt dæmi. Nú er þetta gjörbreytt og að tryggja sjálfbæra þróun er eitt af meginmarkmiðum ráðsins. Ríkin eru því í mun betri aðstöðu til að taka ákvarðanir til framtíðar, og tryggja betur sjálfbærni í þróun svæðisins.“ Magnús segir að norðurslóðir beri oft á góma í sambandi við loftslagsbreytingar. Skýrsla sem var unnin á vegum ráðsins 2004 um loftslagsbreytingar á svæðinu vakti mikla athygli. Þar var dregið fram að breytingarnar væru mun meiri en almennt var talið. Niðurstöðu skýrsluhöfunda var tekið með nokkrum efa, enda var þar reiknað með að breytingarnar væru meiri en vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafði spáð fyrir um. „Í vor er væntanleg ný skýrsla, sem kynnt verður á ráðherrafundinum í Kiruna í Svíþjóð, frá einum af undirhópum Norðurskautsráðsins þar sem staðfest er að breytingarnar hafa orðið enn meiri en menn gerðu ráð fyrir í skýrslunni 2004, sem þá þótti nokkuð brött,“ segir Magnús.Merkilegt samstarf Að ráðinu standa átta ólíkar þjóðir, en Magnús telur enga ástæðu til að halda að það valdi árekstrum í framtíðinni frekar en á undanförnum árum. „Ég tel samstarf ríkjanna innan Norðurskautsráðsins afar merkilegt. Fyrir ekki svo löngu ríkti kalda stríðið, meðal annars á þessu svæði og þá var samstarf af þessu tagi óhugsandi. Auðvitað eru ríkin mismunandi og hafa eitthvað mismunandi áherslur, en þetta er samstarfsvettvangur og mér finnst mjög merkilegt hvernig starf ráðsins hefur þróast og hversu vel það hefur gengið. Ég lít á það sem meginverkefni skrifstofunnar að styrkja þetta samstarf enn frekar. Ég hef ekki áhyggjur af þessum þætti og held að starfið verði vandalaust áfram.“Kapphlaup – eða ekki Kapphlaup um auðlindir ber oft á góma í umræðu um norðurslóðir. Haldið er fram að áhuga stórra þjóða, og er Kína oft nefnt í þeirri andrá, megi skýra með ávinningi af nýtingu náttúruauðlinda sem svæðið hefur að geyma. „Ég hef ekki orðið var við þessa meintu spennu. Hagsmunir ríkjanna fara saman. Umhverfisvernd hefur borið hæst í þessu starfi og það liggur fyrir býsna góð kortlagning af náttúru svæðisins og þeim auðlindum sem þar kunna að leynast. En auðvitað má auka við þá þekkingu með auknum rannsóknum og kortlagningu.“Sterk staða Íslands Almennt eru málsmetandi menn sammála um að mikilvægi norðurslóða eigi eftir að aukast; stofnun fastaskrifstofunnar er höfð til marks um það. Spurður um hlutverk Íslands og hagsmuni Íslendinga, svarar Magnús að Ísland hafi verið virkt í starfi ráðsins frá upphafi og hafi sett sér metnaðarfulla stefnu í norðurskautsmálum. „Það er undir íslenskum stjórnvöldum komið hvernig því verður fylgt eftir, en í dag met ég stöðu landsins í samstarfinu sterka. Ég held að svo verði áfram og að Ísland standi jafnfætis öðrum þjóðum innan ráðsins.“ Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Áhugi alþjóðasamfélagsins á norðurslóðum eykst ár frá ári. Norðurskautsráðið er í miðri hringiðunni en nýstofnaðri fastaskrifstofu ráðsins verður stýrt næstu árin af Magnúsi Jóhannessyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Hann kannast ekki við kapphlaup þjóða Magnús Jóhannesson hefur sagt skilið við umhverfisráðuneytið sem hefur verið starfsvettvangur hans í tvo áratugi, en hann tekur við framkvæmdastjórastöðu fastaskrifstofu Norðurskautsráðsins á næstu dögum. Skrifstofan verður formlega opnuð eftir ráðherrafund ráðsins í vor og er henni ætlað að styrkja starf ráðsins og upplýsingagjöf um málefni norðurslóða. „Ég er fyrsti starfsmaður skrifstofunnar og á næstu vikum mun ég vinna að því að setja skrifstofuna á fót, ráða starfsfólk. Það þarf að hafa hraðar hendur því skrifstofan þarf að vera orðin starfshæf um miðjan maí þegar Kanadamenn taka við formennsku í ráðinu af Svíum,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að verkefni næstu missera og ára sé að styðja við starfsemi ráðsins sem er best lýst sem þrískiptu. Efsta lagið eru ráðherrafundirnir sem haldnir eru á tveggja ára fresti, en þar eiga aðild utanríkisráðherrar landanna átta. Sendiherrar ríkjanna, auk fulltrúa frumbyggja, skipa embættismannanefnd sem undirbýr ráðherrafundina. Síðan fjalla sex vinnunefndir um hin ýmsu mál og koma sínum niðurstöðum til embættismannanefndarinnar og endanlegar ákvarðanir eru teknar á fundum ráðherranefndarinnar.Aukið mikilvægið Á ráðstefnu um málefni norðurslóða í Tromsö á dögunum, Arctic Frontiers 2013, kom skýrt fram að mikilvægi svæðisins í alþjóðlegu tilliti hefur snarvaxið á undanförnum árum. Þungavigtarmenn í heimi stjórnmála og vísinda undirstrikuðu þetta og mikilvægi fastaskrifstofunnar í því tilliti. Undir þetta tekur Magnús. „Norðurskautsráðið fjallar um umhverfismál, sjálfbæra þróun og þróunarmál almennt. Allt er þetta að taka á sig skýrari mynd vegna vaxandi athafna manna á svæðinu, og er rétt að nefna siglingar og vaxandi ferðamennsku á svæðinu með opnun siglingaleiða. Það er mikið að gerast og umræður um nýtingu auðlinda og breytingar vegna síminnkandi íshellu eru áberandi,“ segir Magnús og bætir við að stór þáttur í starfi skrifstofunnar verði að upplýsa almenning á norðurskautssvæðinu; hvaða breytingar eru að verða og hvað ráðið er að gera til að bregðast við þessum breytingum. „Eins mun starfið snúast um að upplýsa heiminn því þetta er ekki einkamál þeirra sem búa á norðurslóðum,“ segir Magnús.Fjórar milljónir manna Svæðið sem Norðurskautsráðið tekur til er mjög stórt. Þar búa um fjórar milljónir manna og miklir hagsmunir eru þar fyrir marga; siglingar, námavinnsla, olía og gas, svo fátt eitt sé nefnt. Þessir hagsmunir ná til landa sem eiga landamæri langt frá norðurslóðum og því er áhugi mikill á að öðlast áheyrnaraðild að ráðinu. Spurður um þetta tekur Magnús dæmi. „Siglingar eru alþjóðleg starfsemi og Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) setur reglur um öryggi siglinga. Norðurskautsríkin leggja mikla áherslu á að IMO setji sérstakar reglur um byggingu og búnað skipa sem sigla um norðurslóðir. Vilji er til þess að í gildi verði sérstakar norðurskautsreglur um siglingar um svæðið og þá er mikilvægt að hafa stuðning annarra ríkja, og margir eru þeirrar skoðunar að það muni styrkja ráðið að löndum fjölgi sem hafa áheyrnaraðild að ráðinu, enda styðji þau við starfsemi og markmið ráðsins.“Stakkaskipti Þegar Magnús er spurður um helstu álitaefni á vettvangi Norðurskautsráðsins segir hann að hafa beri hugfast að á síðustu fimmtán árum hafi vitneskja um norðurslóðir tekið stakkaskiptum. „Það er búið að byggja upp mikinn þekkingargrunn. Við stofnun ráðsins þekktu menn lítið til náttúru svæðisins, svo tekið sé nærtækt dæmi. Nú er þetta gjörbreytt og að tryggja sjálfbæra þróun er eitt af meginmarkmiðum ráðsins. Ríkin eru því í mun betri aðstöðu til að taka ákvarðanir til framtíðar, og tryggja betur sjálfbærni í þróun svæðisins.“ Magnús segir að norðurslóðir beri oft á góma í sambandi við loftslagsbreytingar. Skýrsla sem var unnin á vegum ráðsins 2004 um loftslagsbreytingar á svæðinu vakti mikla athygli. Þar var dregið fram að breytingarnar væru mun meiri en almennt var talið. Niðurstöðu skýrsluhöfunda var tekið með nokkrum efa, enda var þar reiknað með að breytingarnar væru meiri en vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafði spáð fyrir um. „Í vor er væntanleg ný skýrsla, sem kynnt verður á ráðherrafundinum í Kiruna í Svíþjóð, frá einum af undirhópum Norðurskautsráðsins þar sem staðfest er að breytingarnar hafa orðið enn meiri en menn gerðu ráð fyrir í skýrslunni 2004, sem þá þótti nokkuð brött,“ segir Magnús.Merkilegt samstarf Að ráðinu standa átta ólíkar þjóðir, en Magnús telur enga ástæðu til að halda að það valdi árekstrum í framtíðinni frekar en á undanförnum árum. „Ég tel samstarf ríkjanna innan Norðurskautsráðsins afar merkilegt. Fyrir ekki svo löngu ríkti kalda stríðið, meðal annars á þessu svæði og þá var samstarf af þessu tagi óhugsandi. Auðvitað eru ríkin mismunandi og hafa eitthvað mismunandi áherslur, en þetta er samstarfsvettvangur og mér finnst mjög merkilegt hvernig starf ráðsins hefur þróast og hversu vel það hefur gengið. Ég lít á það sem meginverkefni skrifstofunnar að styrkja þetta samstarf enn frekar. Ég hef ekki áhyggjur af þessum þætti og held að starfið verði vandalaust áfram.“Kapphlaup – eða ekki Kapphlaup um auðlindir ber oft á góma í umræðu um norðurslóðir. Haldið er fram að áhuga stórra þjóða, og er Kína oft nefnt í þeirri andrá, megi skýra með ávinningi af nýtingu náttúruauðlinda sem svæðið hefur að geyma. „Ég hef ekki orðið var við þessa meintu spennu. Hagsmunir ríkjanna fara saman. Umhverfisvernd hefur borið hæst í þessu starfi og það liggur fyrir býsna góð kortlagning af náttúru svæðisins og þeim auðlindum sem þar kunna að leynast. En auðvitað má auka við þá þekkingu með auknum rannsóknum og kortlagningu.“Sterk staða Íslands Almennt eru málsmetandi menn sammála um að mikilvægi norðurslóða eigi eftir að aukast; stofnun fastaskrifstofunnar er höfð til marks um það. Spurður um hlutverk Íslands og hagsmuni Íslendinga, svarar Magnús að Ísland hafi verið virkt í starfi ráðsins frá upphafi og hafi sett sér metnaðarfulla stefnu í norðurskautsmálum. „Það er undir íslenskum stjórnvöldum komið hvernig því verður fylgt eftir, en í dag met ég stöðu landsins í samstarfinu sterka. Ég held að svo verði áfram og að Ísland standi jafnfætis öðrum þjóðum innan ráðsins.“
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira