Fleiri fréttir

Ólýsanlega gott að geta hlaupið

Í dag leggur Helgi Sveinsson af stað til London, þar sem hann keppir í þremur greinum á Ólympíumóti fatlaðra og stefnir á gullið í tveimur þeirra. Helgi hefur náð undraverðum árangri á stuttum tíma, en hann byrjaði aftur að hlaupa fyrir einu og hálfu ári, eftir að hafa misst annan fótinn í kjölfar krabbameins þegar hann var 19 ára.

Lýst eftir Marínó

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Marínó Birni Kristinssyni 15 ára. Marínó, sem er grannvaxinn og 165 sm á hæð, er með blá augu og stutt, brúnt hár. Síðast er vitað um ferðir hans í Búðardal þann 21. ágúst. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Marínós eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Norðurljósin verða tíð í vetur

Norðurljósin eru nú þegar byrjuð að dansa á himninum yfir landinu á kvöldin þó enn sé sumar. Myndin hér til hliðar var tekin á föstudaginn síðasta af ljósmyndaranum Olgeiri Anderssyni. Að hans sögn verður sólvirknin í hámarki í vetur með tíðum sólgosum og sólstormum. Það mun skila sér í óvenjumiklum norðurljósum, „og fleiri ferðamönnum," segir Olgeir sposkur. Íslendingar mega því eiga von á að himinninn logi óvenju oft í vetur.

Nyrsta hlaup landsins

Fyrsta almenningshlaupið sem efnt hefur verið til í Grímsey verður 8. september næstkomandi. Það verður því nyrsta hlaup sem nokkurn tíma hefur verið hlaupið á Íslandi.

Skipulagðar aftökur í Sýrlandi

Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að hundruð líka hafi fundist í bæ í nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus. Saka þeir stjórnarhermenn um fjöldamorð og segja greinilegt að margir hinna látnu hafi verið teknir af lífi með skipulögðum hætti.

Fimmtíu manns leituðu að konunni sem aldrei týndist

Mannleg mistök urðu til þess að umfangsmikil leit að erlendri konu stóð yfir í meira en hálfan sólarhring í gær. Leitinni var hætt þegar í ljós kom að konan var ekki týnd heldur hafði verið oftalið rútuna sem hún hafði ferðast með.

Ölvaður ökumaður í árekstri

Í gærkvöldi varð harður árekstur á milli tveggja fólksbifreiða á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Ekki urðu slys á fólki. Báðar bifreiðarnar eru mikið skemmdar og voru fluttar með dráttarbílum af vettvangi. Hreinsa þurfti olíu af gatnamótunum. Ökumaður annarar bifreiðarinnar, kona á fimmtugsaldri, var ölvuð og gistir fangageymslu. Hún verður yfirheyrð þegar hún verður í ástandi til þess.

Ótímabært að Jóhanna hætti sem formaður

Katrín Júlíusdóttir, samfylkingarkona og verðandi fjármálaráðherra, fann fyrir miklum stuðningi við Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær. Henni finnst algerlega ótímabært að Jóhanna hætti sem formaður flokksins núna.

Miklar hræringar innan stjórnmálaflokka í vetur

Það verður mikil barátta innan stjórnarflokka næsta vetur þegar raðað verður á framboðslista. "Það verða miklar hræringar. Það er alveg ljóst," segir Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur, í viðtali í útvarpsþættinum Á Sprengisandi í dag.

Evrópumálin munu koma Samfylkingunni til góða

Umræðan á næstu mánuðum innan Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna mun að mestu leyti snúast um að sýna fram á ágæti ríkisstjórnarsamstarfsins og hve mikill árangur hefur náðst. Þetta segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, sem er gestur Sigurjóns M. Egilssonar í útvarpsþættinum Á Sprengisandi þennan morguninn.

Kjálkabrotinn hjólreiðamaður þurfti ekki hjálp

Rúmlega eitt í nótt datt maður síðan af reiðhjóli og hlaut töluverða áverka í andliti og brotnar tennur. Hann brást hinn versti við þegar lögregla kom á staðinn og reyndi að koma undan poka sem hann var með í fórum sínum sem virtist innihalda kannabisefni. Eftir að lögregla hafði haldlagt efnin í pokanum var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Maðurinn var ölvaður og hjálmlaus á reiðhjólinu. Á slysadeild kom í ljós að hann var með brotinn kjálka og var lagður á gjörgæsludeild.

Kviknaði í tusku á hótelherbergi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til þegar eldur kviknaði á gistiheimili í miðborginni í nótt. Eldurinn var smár í sniðum og kviknaði inni á herbergi. Slökkviliðið sendi einn dælubíl á vettvang en þegar hafði tekist að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn en þörf var á að reykræsta herbergið. Eldurinn kviknaði í tusku á herberginu. Ekki er útilokað að um íkveikju sé að ræða.

Segja Bretland hætt við að ráðast inn í sendiráðið

Rafael Correa, forseti Ekvadors, segir að bresk stjórnvöld hafi dregið til baka hótun sína um að ráðast inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian Assange. Assange, forsprakki Wikileaks, leitaði skjóls í sendiráðinu fyrir rúmum tveimur mánuðum til þess að komast hjá framsali til Svíþjóðar. Þarlend lögregluyfirvöld vilja yfirheyra hann vegna ásakana um kynferðisofbeldi en Assange óttast að verða framseldur þaðan til Bandaríkjanna. Ekvadorar brugðust ókvæða við þegar Bretar hótuðu því að ráðast inn í sendiráðið skömmu eftir að Assange var veitt hæli í Ekvador. Nú segist Correa hafa fengið skilaboð frá utanríkisráðuneytinu breska að ekki standi til að láta til skarar skríða.

1500 manns á flugeldasýningu við Jökulsárlón

Um 1500 manns komu saman við Jökulsárlón í gær og fylgdust með flugeldasýningu Björgunarfélags Hornafjarðar yfir lóninu. Auk þess fylgdist talsverður fjöldi fólks með henni í beinni útsendingu á vefmyndavél Mílu. Sýningin stóð í um fjörutíu mínútur. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls, segir að upplifunin hafi verið engu lík. Bæði gefi umhverfið sýningunni töfrandi blæ auk þess sem hún sé óvenju vegleg og vari lengi. Sýningin var þáttur í fjáröflun Björgunarfélags Hornafjarðar. Hver gestur greiddi þúsund krónur í aðgang. Þar sem gestirnir voru 1500 má gera ráð fyrir að sýningin hafi skilað drjúgum tekjum.

Tekur ekki undir með Lilju

Sigurjón M. Egilsson, þáttarstjórnandi á Bylgjunni, tekur ekki undir með Lilju Mósesdóttur að nýir og litlir stjórnmálaflokkar eigi erfitt uppdráttar í fjölmiðlum hér á landi og fái ekki nægilegt aðgengi að þeim. Lilja Mósesdóttir tilkynnti í vikunni að hún hyggðist hætta sem formaður nýja flokksins Samstöðu. Þá sagði hún að fjölmiðlar hefðu lítinn áhuga á því að fjalla um ný stjórnmálaöfl.

Týnda konan leitaði að sjálfri sér

Leit að erlendri konu sem hafði verið saknað síðan um hádegi í gær var hætt um klukkan þrjú í nótt þegar í ljós kom að hún var alls ekki týnd. Hún hafði þvert á móti hjálpað samviskusamlega til við að leita að sjálfri sér.

Ekkert bólar á Skaftárhlaupinu

Ekkert hefur gerst í nótt sem bendir til þess að Skaftárhlaup sé hafið eða að hefjast. Flugmaður tilkynnti um það í gær að íshellan yfir vestari katlinum hefði sigið, sem er merki um hlaup. Snorri Zophoníasarson hjá Veðurstofunni segir hinsvegar að enn bendi ekkert til þess að eitthvað sé að gerast en þó mælist ketilvatn í ánni. Hafi hlaupið úr katlinum í gær tekur það vatnið um tuttugu til tuttugu og fjóra tíma að renna út í Skaftá en sextíu kílómetra leið er úr katlinum og að ánni. Í gærmorgun varð vart við jarðhræringar á svæðinu en nóttin var hinsvegar róleg.

Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball

"Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari

Magnað sjónarspil yfir Jökulsárlóni - bein útsending

Í kvöld verður árviss flugeldasýning yfir Jökulsárlóni auk þess sem ísjakar verða lýstir upp með kertaljósi. Míla verður með beina útsendingu frá dýrðinni af vefmyndavél á þessari slóð. Því geta þeir sem ætla að hafa huggulegt kvöld heima við fylgst með sjónarspilinu úr sófanum. Sýningin hefst um ellefu og varir í um hálftíma.

Allt appelsínugult í Nostalgíu fyrir konurnar

Appelsínuguli dagurinn er í dag en hann er uppátæki samtakanna UN Women, hugsaður til að minna á réttindabaráttu kvenna. Í tilefni dagsins gera verslanir við Laugaveginn miðbæinn appelsínugulari en gengur og gerist. Verslunin Nostalgía er fremst meðal jafningja í átakinu.

Færa op frárennslisins lengra frá ströndinni

Í gærkvöldi var heljarinnar plastleiðsla sjósett í Vestmannaeyjahöfn. Ætlunin er að tengja leiðsluna á næstu dögum við frárennslisrör bæjarins. Við þá breytingu færist op frárennslisrörsins 250 út frá ströndinni.

Ísak gengur yfir Haiti

Hitabeltisstormurinn Ísak gengur nú yfir Haiti. Þar er búið að spá miklum aurskriðum og flóðum. Óttast er um fjölda fólks, sérstaklega þá 400 þúsund íbúa sem enn búa í brágðabirgðatjöldum eftir jarðskjálftann mikla árið 2010.

Ræða Jóhönnu í heild sinni

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hélt ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í morgun. Þar talaði hún um afstöðu flokksins til Evrópusambandsaðildar, góðan árangur í að verja velferðarkerfið og stóru málin í kosningabaráttu komandi vetrar svo fátt eitt sé nefnt.

Ríkisstjórnarsamstarfið hefur skilað ótvíræðum árangri

Flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er lokið. Á fundinum voru samþykktar nokkrar ályktanir, meðal annars um að ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingarinnar hafi skilað miklum og ótvíræðum árangri, að brotið hafi verið á stúlkunum þremur í pönksveitinni Pussy Riot, að varasamt sé að leggja rafmagnsstreng milli Íslands og Skotlands, að rétt sé að auglýsa opinberar stöður og að minnka eigi takmörkun á tjáningafrelsi.

Hundur í óskilum í Hafnarfirði

Hundur fannst í Hafnarfirði í gær en eigandi hans hefur enn ekki fundist þrátt fyrir góða dreifingu á þessari mynd á fésbókinni og víðar. Ef einhver saknar hundsins má ná í manneskjuna sem fann hann í síma 8672253.

Þynnkumáltíð fyrir meistara

Þeir sem sváfu yfir sig í morgun hafa enn möguleika á að næla sér í þynnkumáltíð sem þeir munu aldrei gleyma því Beikonhátíðin á Skólavörðustígnum í dag stendur til fimm.

Sameinumst um að sýna lit

"Appelsínuguli liturinn er einkennislitur UN Women og á að minna okkur á réttindabaráttuna fyrir betra lífi kvenna," segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Samtökin halda appelsínugulan dag 25. hvers mánaðar í fimm mánuði sem á að vekja almenning til vitundar um ofbeldi gegn konum í heiminum og þörfina á að berjast gegn því. "Verslanir við Laugaveginn ætla að gera miðbæinn svolítið appelsínugulan í dag með því að vera með þann lit í gluggunum. Svo hvetjum við líka alla til að klæðast appelsínugulu og sýna þannig stuðning sinn í verki á táknrænan hátt," segir Inga Dóra og biður fólk að senda sér myndir.

Hvetur strandveiðimenn til samstöðu

Margir strandveiðimenn eru ósáttir við uppskiptingu strandveiðisvæða, en landinu er skipt í fjögur svæði og skiptingin hefur verið óbreytt síðan veiðarnar voru aftur leyfðar. Formaður smábátafélags á norðanverðum Vestfjörðum hvetur strandveiðimenn til að sýna samstöðu, fjölmenna á aðalfund Landsambands smábátaeigenda til að láta í sér heyra.

Aldrei verið jafnfljótir að sjá hlaupið

"Við höfum aldrei verið svona fljótir að sjá þetta," segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofunni, um Skaftárhlaup sem hófst í nótt. Hlaupið er enn ekki komið undan jöklinum, er í um 20 km fjarlægð frá jökulsporðinum og mun ekki ná í Skaftá fyrr en seint í kvöld eða á morgun.

Hlaup að hefjast í Skaftá

Hlaup hófst í Skaftá í gærkveldi eða nótta. Þetta var staðfest fyrir hádegi í dag þegar flugmaður flaug yfir svæðið. Hlaupið kemur úr vestri katlinum og staðsetning ísskjálfta bendir til að hlaupvatnið sí nú í um 20 km fjarlægð frá jökulsporðinum. Því mun hlaupið ekki ná í Skaftá fyrr en seint í kvöld eða snemma á morgun.

Katrín: Stærstu vonbrigðin eru átök innan flokksins

Hópur innan vinstri grænna virðist vilja að flokkurinn gerist einsmálshreyfing sem byggi afstöðu sína til allra mála á andstöðu sinni við Evrópusambandið. Þetta kom meðal annars fram í opnunarræðu varaformanns á flokkráðfundi í gærkvöld. Segist hún ánægð með árangurinn í ríkisstjórn, stæstu vonbrigðin séu átök innan eigin flokks.

Norðmenn ánægðir með dóminn yfir Breivik

Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Breivik sem í gær var dæmdur í tuttugu og eins árs fangelsi fyrir fjöldamorðin í Útey og sprengjuárásina í Osló í fyrra.

Flugbjörgunarsveit sækir mótorhjólamann

Flugbjörgunarsveitin Hellu var kölluð út nú á ellefta tímanum þegar tilkynning barst um slasaðan mótorhjólamann á veginum milli Landmannalauga og Eldgjár. Maðurinn, sem var á ferð með hópi hjólamanna, féll af hjóli sínu og er talið að hann sé bæði handleggs- og fótbrotinn. Sjúkrabíll frá Hvolsvelli var einnig sendur á staðinn og er talið að björgunarlið verði komið að hinum slasaða um klukkan 13:00 í dag.

Öflugasta hraðskákmót ársins í Kringlu

Skáksamband Íslands sendir tvö lið á Ólympíuskákmótið sem fram fer í Istanbul í Tyrklandi dagana 27. ágúst - 10. september. Bæði er um að ræða lið í opnum flokki og svo í kvennaflokki. Fjórir stórmeistarar eru í sveit Íslands í opnum flokki. Kvennaliðið er einnig þrautreynt þrátt fyrir ungan aldur en fyrir því fer Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna.

Sprenging í olíuhreinsistöð

Að minnsta kosti sjö eru látnir og tugir eru slasaðir eftir að sprenging varð í olíuhreinsistöð í Venúsúela í nótt. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að enn logi miklir eldar á svæðinu en ekki sé óttast um að ferkari sprengingar verði. Olíuhreinsistöðin nefnist Amuay og er í norðurhluta landsins. Rafael Ramirez, orkumálaráðherra landsins, segir gasleka hafa valdið sprengingunni. Í Venesúela er framleitt mest af olíu í Suður-Ameríku en fjöldi slysa og dauðsfalla tengist framleiðslunni.

Hollusta í Grasagarðinum en subbufæði í miðbænum

Hinn árlegi beikondagur er haldinn í annað sinn í dag á Skólavörðustíg frá kl. 14 - 17 og á KEX Hostel í kvöld frá kl. 19-23. Í orðsendingu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að boðið verði upp á beikon-innblásna rétti frá Snaps, Sjávargrillinu og Þremur frökkum. Þá er fólk hvatt til þess að dansa og gleðjast saman undir beikon-innblásnum tónum frá hljómsveitinni Klaufum, en einnig verður boðið upp á Beikon-kappát og aðrar beikonuppákomur.

Katrín verður fjármálaráðherra

Katrín Júlíusdóttir tekur við embætti fjármálaráðherra þann 1. október næstkomandi. Þetta er tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem hún kynnti þingmönnum flokksins á fundi sem hófst klukkan hálfníu í morgun.

Sagður plataður til Moskvu

Iraida Spasskaja, systir rússneska stórmeistarans Boris Spasskí, segist sannfærð um að hann hafi ekki flúið til Moskvu í síðustu viku heldur hafi honum verið rænt þegar eiginkona hans brá sér af heimili þeirra.

Bærinn íhugar skaðabótamál

Bæjaryfirvöld í bænum Borja á Spáni er nokkur vandi á höndum eftir að áttatíu og eins árs kona, Cecilia Giménez að nafni, ætlaði að endurbæta aldargamalt málverk af Jesú Kristi á vegg kirkju einnar í bænum með misheppnuðum árangri.

Sjá næstu 50 fréttir