Bærinn íhugar skaðabótamál 25. ágúst 2012 08:00 Á fésbókinni er nú hvatt til þess að ekki verði átt frekar við málverkið eftir misheppnaðar úrbætur Giménez.nordic photos/afp Bæjaryfirvöld í bænum Borja á Spáni er nokkur vandi á höndum eftir að áttatíu og eins árs kona, Cecilia Giménez að nafni, ætlaði að endurbæta aldargamalt málverk af Jesú Kristi á vegg kirkju einnar í bænum með misheppnuðum árangri. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag líkist verkið málverki af apa eftir þessar misheppnuðu endurbætur. Juan María Ojeda, formaður menningarráðs bæjarins, segir bæjaryfirvöld vera að hugleiða að fara með málið fyrir dómstóla sem þeim þykir þó ekki manneskjuleg framganga þar sem Giménez býr við erfiðar aðstæður. Hún er með 60 ára gamlan son sinn á framfæri en hann er fatlaður. Þar að auki glímir hún við streitu og kvíða frá því að málið komst í hámæli í spænskum fjölmiðlum. Dagblaðið El Mundo greinir frá því að hún liggi að mestu fyrir og nærist lítið. Giménez hefur sagt það í sjónvarpsviðtali í spænska ríkissjónvarpinu að prestur kirkjunnar sem og mörg sóknarbörn hafi vitað af þessi verki hennar. „Ég gerði þetta ekkert fyrir luktum dyrum, hálfur bærinn sá til mín," segir hún þar. En viðgerðir hennar hafa ekki aðeins vakið vond viðbrögð því á fésbókinni er búið að stofna aðdáendasíðu henni til heiðurs. Þar er meðal annars hvatt til þess að málverkið verði látið vera eins og hún skildi við það. Líklegast verður þeim þó ekki að ósk sinni því nú eru sérfræðingar mættir í kirkjuna til að kanna hvernig koma megi málverkinu sem mest í fyrra horf.- jse Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Bæjaryfirvöld í bænum Borja á Spáni er nokkur vandi á höndum eftir að áttatíu og eins árs kona, Cecilia Giménez að nafni, ætlaði að endurbæta aldargamalt málverk af Jesú Kristi á vegg kirkju einnar í bænum með misheppnuðum árangri. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag líkist verkið málverki af apa eftir þessar misheppnuðu endurbætur. Juan María Ojeda, formaður menningarráðs bæjarins, segir bæjaryfirvöld vera að hugleiða að fara með málið fyrir dómstóla sem þeim þykir þó ekki manneskjuleg framganga þar sem Giménez býr við erfiðar aðstæður. Hún er með 60 ára gamlan son sinn á framfæri en hann er fatlaður. Þar að auki glímir hún við streitu og kvíða frá því að málið komst í hámæli í spænskum fjölmiðlum. Dagblaðið El Mundo greinir frá því að hún liggi að mestu fyrir og nærist lítið. Giménez hefur sagt það í sjónvarpsviðtali í spænska ríkissjónvarpinu að prestur kirkjunnar sem og mörg sóknarbörn hafi vitað af þessi verki hennar. „Ég gerði þetta ekkert fyrir luktum dyrum, hálfur bærinn sá til mín," segir hún þar. En viðgerðir hennar hafa ekki aðeins vakið vond viðbrögð því á fésbókinni er búið að stofna aðdáendasíðu henni til heiðurs. Þar er meðal annars hvatt til þess að málverkið verði látið vera eins og hún skildi við það. Líklegast verður þeim þó ekki að ósk sinni því nú eru sérfræðingar mættir í kirkjuna til að kanna hvernig koma megi málverkinu sem mest í fyrra horf.- jse
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira