Fleiri fréttir

Jóhanna Sigurðardóttir: Niðurstaðan er afgerandi

"Þetta er afgerandi niðurstaða í lýðræðislegum kosningum þar sem fólkið hefur sagt sína skoðun og hana bera að sjálfsögðu að virða og ég óska forsetanum til hamingju og óska honum alls góðs með endurkjörið,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í viðtali við fréttastofu en þar með er hún fyrsti stjórnmálamaðurinn til þess að óska Ólafi Ragnari Grímssyni til hamingju með endurkjör sitt.

Halda því fram að 800 manns hafi verið drepnir í síðustu viku

Stjórnarandstaðan í Sýrlandi heldur því fram að átta hundruð manns hafi verið drepnir í átökum víða um landið í síðustu viku. Fáist það staðfest er um að ræða mestu blóðsúthellingar sem þjóðin hefur þurft að horfa upp á síðan uppreisnin gegn Bashar Assad hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan.

Forsetakosningar í Mexíkó

Það eru fleiri en Íslendingar sem kjósa sér forseta þessa helgi því forsetakosningar fara nú fram í Mexíkó í dag. Kosningarnar eru haldnar í skugga blóðugs fíkniefnastríðs sem geisar í landinu og bágs efnahagsástands.

Borðuðu síðast saman á Sushi Samba - Tom tekur til varna

Tom Cruise og Katie Holmes sáust síðast saman á íslenska veitingastaðnum Sushi Samba í miðborg Reykjavíkur þann 16. júní síðastliðinn. Þá voru þau með dóttur sína, Suri, með sér, en skömmu síðar átti Holmes eftir að sækja um skilnað, nokkuð sem virðist hafa komið stórleikaranum verulega á óvart.

Enginn þingmaður hefur óskað Ólafi til hamingju

Hvorki ráðherrar né þingmenn höfðu óskað Ólafi Ragnari Grímssyni til hamingju með kosningaúrslitin í hádeginu í dag. Hann segir það vera í góðu lagi því kosningarnar snúist ekki um ríkisstjórnina. "Þær eru um fólkið í landinu, vilja þess og framtíðarsýn," sagði Ólafur Ragnar Grímsson í samtali við Lóu Pind Aldísardóttur á Bessastöðum í dag.

Fullur, próflaus og óviðræðuhæfur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan hálf átta í morgun um sérkennilegt aksturslag bifreiðar í austurbænum. Skömmu síðar fannst bifreiðin og rætt var við ökumann sem var ekki var kominn með bílpróf. Hann var sýnilega mjög ölvaður og óviðræðuhæfur af þeim sökum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Lokatölur yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi

Auðir og ógildir seðlar í Norðausturkjördæmi voru 404, eða 1,9%, samkvæmt lokaskýrslu yfirkjörstjórnar þar. Á kjörskrá voru 29.003. Greidd atkvæði voru alls 20.884 sem þýðir 72,0% kjörsókn. Atkvæði féllu þannig: Andrea J. Ólafsdóttir 348 eða 1,7%. Ari Trausti Guðmundsson 1.882 eða 9,2%. Hannes Bjarnason 277 eða 1,4%. Herdís Þorgeirsdóttir 583 eða 2,8%. Ólafur Ragnar Grímsson 10.363 eða 50,6%. Þóra Arnórsdóttir 7.027 eða 34,3%. Auðir seðlar 344 eða 1,6% Aðrir ógildir seðlar 60 eða 0,3%.

Myndir frá kosningakvöldi

Það var ys og þys hjá forsetaframbjóðendum í gærkvöld. Allir mættu þeir, nema Hannes Bjarnason, í útsendingu í sjónvarpssal hjá RÚV klukkan hálfellefu. Um það leyti voru fyrstu tölur lesnar upp. Síðan héldu þau Ari Trausti, Herdís og Þóra á kosningavökur í miðborg Reykjavíkur en Ólafur og Andrea vörðu kvöldinu með vinum og vandamönnum. Það gerði Hannes Bjarnason líka en hann var í Skagafirði allan gærdag. Daníel Rúnarsson ljósmyndari hjá Fréttablaðinu fylgdi frambjóðendum eftir í gær.

Lokatölur yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi

Auðir seðlar og ógildir seðlar í Suðvesturkjördæmi voru 1194, eða 2,75%, samkvæmt lokatölum yfirkjörstjórnar. Á kjörskrá voru 62.069 kjósendur. Gildir atkvæðaseðlar voru 42.192. Kjörsókn var 69,9%.

Lokatölur yfirkjörstjórnar úr Norðvesturkjördæmi

Auður og ógildir seðlar í Norðvesturkjördæmi voru 1,85%, samkvæmt tölum yfirkjörstjórnar. Auðir seðlar 258 stk eða 1,68%. Ógildir seðlar 26 stk 0,17%. Kjörsókn var 71,74%. Greidd voru 15.346 atkvæði sem skiptust þannig:

Segir Ólaf Ragnar hafa fengið gula spjaldið

Þingmaður Samfylkingarinnar, Ólína Þorvarðardóttir, veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi fengið gula spjaldið í kosningunum núna. Þannig reiknar hún út fylgi Ólafs Ragnars miðað við þá sem eru á kjörskrá, en þannig má reikna út að hann hafi fengið rúmlega 35 prósent atkvæða.

Ólafur Ragnar í beinni útsendingu á Stöð 2

Sérstakur hádegisfréttatími tileinkaður forsetakosningunum verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Bylgjunni. Þar munu fréttamenn okkar fara yfir atburði gærkvöldsins og næturinnar og bein útsending verður frá Bessastöðum.

Lokatölur yfir landið: Ólafur 52,78%

Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 52,78% atkvæða yfir landið allt, en Þóra Arnórsdóttir 33,16% samkvæmt lokatölum sem birtust um klukkan hálfátta í morgun á kosningavef RÚV. Ólafur Ragnar hefur því verið endurkjörinn forseti Íslands til næstu fjögurra ára. Ari Trausti Guðmundsson hlaut 8,64%, Herdís Þorgeirsdóttir 2,63%, Andrea Ólafsdóttir 1,8% og Hannes Bjarnason 0,98%. Heildarkjörsókn yfir landið allt var 69%.

Boðar aukna þátttöku í opinberri umræðu

Ólafur Ragnar Grímsson sagði í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í Sprengisandi í morgun að það væri margan lærdóm hægt að draga af nýloknum forsetakosningum, en Ólafur Ragnar var endurkjörin með um 53 prósent atkvæða. Meðal annars sagði hann að almenningur kallaði eftir vitrænni samræðu og að tími auglýsinga og slagorða væri liðinn.

Tólf látnir eftir storm í Bandaríkjunum

Að minnsta kosti tólf eru látnir og yfir þrjár milljónir heimila og fyrirtækja eru án rafmagns í norðvesturhluta Bandaríkjanna eftir öflugan fellibyl sem gekk þar yfir. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Washington, Ohio og Virginíu vegna mikilla skemmda og hefur Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, heitið skjótri hjálp.

Bein útsending frá úrslitum Landsmóts

Úrslit Landsmóts hestamanna frá Víðidal verða send beint út á Vísi og Stöð 2 Sport og hefst útsendingin fimm mínútur í tíu. Kynnir verður Telma L. Tómasson fréttamaður og með henni verður Hafliði Halldórsson hestamaður, dómari og hrossaræktandi, sem mun skýra það sem fyrir augu ber, fara yfir keppnisreglur og greina frá ýmsum spennandi hliðum á hestamennsku og gæðingakeppni.

Úðaði málningu á bíla

Lögreglan í Hafnarfirði leitar að skemmdarvargi sem úðaði málningu á bifreiðar við Stórás í Hafnarfirði um miðnætti síðastliðna nótt. Þegar lögreglan kom á vettvang var vargurinn á bak og burt og er hans því leitað. Þá var einnig tilkynnt um rúðubrot á Dalshrauni í Hafnarfirði á svipuðum tíma og bílarnir voru skemmdir.

Herdís sér ekki eftir neinu

Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi segist ekki sjá eftir neinu sem hún hafi gert á undanförnum mánuðum.

Talningu atkvæða lokið í Reykjavík

Búið er að telja atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður. Alls hafa 30.837 atkvæði verið talin. Ólafur fékk flest atkvæði í kjördæminu. Næst á eftir honum kom Þóra Arnórsdóttir.

Ari Trausti útilokar ekki framboð á ný

Þótt Ólafur Ragnar Grímsson sé augljós sigurvegari kosninganna eru niðurstöðurnar ekki upplífgandi fyrir hann, segir Ari Trausti Guðmundsson, forsetaframbjóðandi. Hann útilokar ekki að bjóða sig fram til forseta aftur að fjórum árum liðnum. Ari Trausti ræddi við Jóhönnu Margréti Gísladóttur, fréttamann Stöðvar 2 og Vísis, um miðnættið í kvöld.

Ólafur er sigurvegari kosninganna

Ljóst er að Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið endurkjörinn sem forseti lýðveldisins. Eins og staðan er núna á landinu öllu fær Ólafur 51,5% atkvæða. Þóra Arnórsdóttir fær 33,7% atkvæða. Ari Trausti er í þriðja sæti með 8,9%. Herdís og Andrea fá báðar 2,5% atkvæða og Hannes rekur lestina með minna en eitt prósent atkvæða.

Fjallað um sigur Ólafs erlendis

Fjallað er um íslensku forsetakosningarnar á forsíðu fréttamiðilsins BBC. Þar er því slegið fram að Ólafur eigi fyrir höndum fimmta kjörtímabilið á Bessastöðum og að Þóra hafi þegar lýst sig sigraða.

Engar líkur að falsaðir seðlar séu í kössunum

Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hverfandi líkur á því að fölsuð atkvæði hafi komist í kjörkassana í forsetakosningunum í dag.

Þóra: Sigur að ná þriðjungi atkvæða

Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi og fjölmiðlamaður var kampakát eftir að fyrstu tölur voru kynntar í kvöld. "Það að ná meira en þriðjungi atkvæða er alveg ótrúlegur sigur,“ sagði hún í samtali við fréttamann á Stöð 2 og Vísi. Kjörsókn hefur verið afar dræm en Þóra sagðist ekki geta tjáð sig hvaða áhrif það hefði. "Hún hefur sjálfsagt eitthvað að segja en í hvaða átt get ég ekki sagt,“ sagði Þóra.

Ólafur leiðir í Reykjavík

Þegar 22.654 atkvæði hafa verið talin í Reykjavíkurkjördæmi norður leiðir Ólafur baráttuna með 45,1% fylgi. Þóra fylgir á hæla hans með 36,5%.

Minna en helmingur kaus í Reykjavík norður

Kosningaþáttakan var mjög lág í Reykjavíku norður kjördæmi. Þar mætti minna en helmingur kosningarbærra manna á kjörstað. 49,66% kusu. Í Reykjavíkurkjördæmi suður kusu 55,21%.

Ólafur enn með yfirburði í Reykjavík

Ólafur Ragnar Grímsson er enn með sterka stöðu þegar um 19 þúsund atkvæði hafa verið talin í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Hann er með um 50,5% atkvæði í Reykjavík suður en um 46% í Reykjavík norður.

Barn Þóru heitir Ásdís Hulda

Þóra opinberaði nafn nýfæddrar dóttur sinnar í kvöld. Hún á að heita Ásdís Hulda Svavarsdóttir. Í ræðu sem Þóra hélt á kosningavöku sinni í Hafnarhúsinu hélt hún því fram að stúlkan væri pottþétt á topp fimm lista yfir feitustu fimm vikna börn á landinu. Því þyrfti fólk ekki að hafa áhyggjur af velferð þessa unga fjölskyldumeðlims þó móðir hennar hefði verið í kosningabaráttu. Stúlkan hefur hingað til gengið undir nafninu Litla Ský.

Þóra segist hafa brotið blað í sögunni

Þóra Arnórsdóttir segist hafa brotið blað í Íslandssögunni með framboði sínu. Þetta sagði hún þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningavöku í Hafnarhúsinu í kvöld. Þar sagði hún að með framboðinu hefði verið og uppskar mikil fagnaðarlæti stuðningsmanna sinna.

Sjá næstu 50 fréttir