Fleiri fréttir

Brjóstaskoran bönnuð í skákkeppnum

Evrópska skáksambandið hefur innleitt nýjar reglur varðandi klæðaburð þátttakenda í skákkeppnum. Brjóstaskorur er ekki leyfðar og pils mega ekki vera of stutt.

Reykjavík Fashion Festival í undirbúningi

Mörg af stærstu tískutímaritum heims hafa boðað komu sína á Reykjavík Fashion Festival sem verður haldin í lok mánaðarins. Ísland í dag kynnti sér undirbúning hátíðarinnar.

Ekki með í Drekaútboði - vill ekki pólitíska áhættu

Annað norsku olíufélaganna, sem tóku þátt í fyrsta olíuleitarútboði Íslands fyrir þremur árum, hefur lýst því yfir að það ætli ekki að taka þátt í öðru Drekaútboðinu, sem nú stendur yfir. Það segist ætla að einbeita sér að Noregi og ekki vilja taka pólitíska og viðskiptalega áhættu í landgrunni annars ríkis.

Góð ferilskrá skiptir sköpum í ráðningarferlinu

Atvinnuumsóknir upp á tugi blaðsíðna eru ekki vænlegar til árangurs í atvinnuleit, segir ráðgjafi hjá Capacent. Góð ferilskrá er lykillinn að því að fólk komist áfram á ráðningarferlinu þegar samkeppni er mikil.

Rolex-ræningi úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. mars

Pólverji, sem grunaður er um rán í úraverslun Michelsen á Laugavegi í október í fyrra, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald til 21. mars. Maðurinn var handtekinn í Sviss í síðasta mánuði ásamt félaga sínum sem einnig er grunaður um aðild að ráninu.

Gæsluvarðhald staðfest yfir brennuvargi

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem talinn er hafa kveikt í íbúð sinni í janúar. Ríkissaksóknari sagði fyrir héraðsdómi að með hliðsjón af alvarleika sakarefnis og þess að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn gangi ekki lausir þegar svo stendur á sé þess krafist að ákærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi meðan mál hans sé til meðferðar hjá dómstólum. Á þetta féllst Hæstiréttur og skal maðurinn sæta gæsluvarðhaldi uns dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til fjórða apríl.

Stúlku bjargað úr sjónum

Stúlku var bjargað úr sjónum við Austurbakka í Reykjavík á fimmta tímanm í dag. Björgunarsveitamenn voru kallaðir út til að aðstoða stúlkuna en henni var bjargað upp áður en til aðstoðar þeirra þurfti að koma. Frekari upplýsingar um málið hafa ekki fengist.

Með 100 grömm af kókíni í endaþarmi

Kona var dæmd fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Konan játaði að hafa smyglað tæplega 100 grömmum af kókaíni í endaþarmi sínum þegar hún kom með flugi frá Amsterdam hingað til lands í maí í fyrra. Konan var handtekin á Keflavíkurflugvelli en annar maður var ákærður í málinu en sá er talinn hafa komið kókaíninu fyrir. Ekki náðist að birta honum ákæru þar sem hann er búsettur í Danmörku. Dómari ákvað því að skilja málið í sundur og verður hann sóttur til saka þegar það tekst að birta honum ákæruna. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið samvinnuhús við rannsókn málsins og var litið til þess við ákvörðun refsingar.

Dæmdur í yfir 6000 ára fangelsi

Fyrrum hermaður frá Gvatemala var í morgun dæmdur í sex þúsund ára fangelsi í fyrir hlut sinn í fjöldamorðum í landinu árið 1982. Maðurinn, Pedro Pimentel Rios, var framseldur til landsins frá Bandaríkjunum í fyrra en hann er fimmti maðurinn sem er dæmdur í fangelsi fyrir 250 morð í bænum Dos Erres í borgarastyrjöldinni árið 1982. Sameinuðu þjóðirnar áætla að yfir 200 þúsund manns hafi verið drepnir í landinu á árunum 1966 - 1996, eða á meðan borgarstyrjöldin stóð yfir.

Sá stærsti í heimi hættur að stækka

Íslandsvinurinn og hæsti maður í heimi, Tyrkinn Sultan Kosen, er hættur að stækka en þetta er mat lækna við Virginíuháskóla í Bandaríkjunum. Í maí árið 2010 fór Sultan í læknismeðferð vegna sjúkdóms sem nefnist, acromegaly, sem er lýsir þér þannig að æxli getur myndast á heiladingli. Þar fékk hann lyf við sjúkdómnum sem drógu úr hormónaframleiðslu hans og urðu til þess að hann hætti stækka. Hann þarf þó ekki að kvarta yfir hæð sinni því hann er 2 metrar og 47 sentimetrar á hæð. Auk þess að vera sá stærsti í heimi er hann með stærstu hendur og fætur í heimi en hann notar skó númer 60.

Vitnaleiðslum lokið - Geir gaf skýrslu

Vitnaleiðslum er lokið í aðalmeðferð Alþingis gegn Geir Haarde. Um klukkan hálffjögur í dag var svo byrjað aftur á því að taka skýrslu af Geir Haarde og lauk henni um stundarfjórðungi síðar.

Steingrími var brugðið

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir að sér hafi verið brugðið þegar hann áttaði sig á því að innlánssöfnun Landsbankans væri í útibúi en ekki dótturfélagi.

Hafði efasemdir um heilindi breska fjármálaeftirlitsins

Árni Mathiesen segist hafa verulegar efasemdir um heilindi breska fjármálaeftirlitsins í samskiptum við Íslendinga þegar til stóð að koma Icesave inn í dótturfélag Landsbankans í Bretlandi. "Ég hef miklar efasemdir um heilindi breska fjármálaeftirlitsins við okkur á þessum tíma,“ sagði Árni fyrir Landsdómi í dag.

Allt stopp á borgarstjóraveggnum - Davíð síðastur upp

„Það er enginn í meirihlutanum sem er alveg miður sín vegna þess að þetta er ekki komið á hreint," segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, um þá ákvörðun að hætt hefur verið að gera brjóstmyndir af borgarstjórum Reykjavíkurborgar - í bili að minnsta kosti.

Nefndarfundi slitið út af Facebook færslu Vigdísar Hauks

Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sleit í morgun fundi skömmu eftir að hann hófst þegar í ljós kom að Vigdís Hauksdóttir þingkona Framsóknarflokksins hafði sett inn færslu á Facebook síðu sína þar sem hún sagði að á fundi nefndarinnar hefði verið ákveðið að slá af þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni.

Talað um að Landsbankamenn hefðu auglýst ríkisábyrgð á Icesave

Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist ekki vita hvort stjórnendur Landsbankans hafi litið svo á að ríkisábyrgð væri á Icesave-reikningunum. Þetta sagði Árni fyrir Landsdómi í dag þegar saksóknari spurði hann út í afstöðu hans.

Vill gera upptökur úr Landsdómi aðgengilegar fyrir almenning

Lúðvík Geirsson þingmaður Samfylkingarinnar hvatti í dag til þess á Alþingi að þingið beiti sér fyrir því að upptökur úr Landsdómi verði gerðar opinberar um leið og dómsmálinu ljúki. Hann segir það skýlaus kröfu að almenningur fái aðgang að upptökunum, ótækt sé að þurfa að reiða sig á endursögn á málinu í fjölmiðlum.

Baldur farinn í fangelsi - óskaði sjálfur eftir að hefja afplánun

Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur hafið afplánun á tveggja ára fangelsisdómi sem hann hlaut í Hæstirétti í febrúar. Samkvæmt heimildum fréttastofu óskaði Baldur sjálfur eftir að hefja afplánun en hann hefur verið í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg síðustu daga en verður færður fljótlega á Kvíabryggju eða Bitru.

Rolex-ræninginn í héraðsdómi

Pólverji sem grunaður er um rán í úraverslun Michelsen á Laugavegi í október í fyrra er kominn til landsins og er dómari nú að taka afstöðu til kröfu Ríkissaksóknara um gæsluvarðhald yfir honum. Maðurinn var ásamt félaga sínum sem einnig er grunaður í málinu handtekinn í Sviss í síðasta mánuði.

Eiginfjárstaðan virtist góð

Allar vísbendingar bentu til þess að eiginfjárstaða bankanna væri í lagi fyrir hrun, sagði Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, fyrir Landsdómi í dag. Árni hóf að gefa skýrslu í dag, en hann er næstsíðasta vitnið sem kemur fyrir dóminn.

Sérstakur yfirheyrði menn í London í síðustu viku

Um tíu menn voru yfirheyrðir í London í síðustu viku í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á Kaupþingi. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari staðfestir í samtali við fréttastofu að yfirheyrslurnar hafi farið fram en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Vill selja borgara fyrir vestan

Fyrirtækið Prikið ehf., sem rekur samnefndan veitingastað í Bankastræti í Reykjavík, hefur óskað eftir leyfi frá Ísafjarðarbæ til að staðsetja hamborgarabíl á svæðinu fyrir framan upplýsingamiðstöðina í Edinborgarhúsinu yfir páskahelgina, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta.

Tveir mánuðir þar til ákvörðun verður tekin um ákæru

Að minnsta kosti tveir mánuðir eru í að Ríkissaksóknari taki ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í máli Egils Einarssonar, betur þekktum sem Gillzenegger, og unnustu hans, en þau voru kærð fyrir nauðgun á síðasta ári.

Segir Landsbankamenn hafa viljað færa Icesave í dótturfélag

"Ég held að það hafi verið vilji frá bankanum að gera þetta,“ sagði Jón Þorsteinn Oddleifsson frá Landsbankanum aðspurður um það hvort til hafi staðið að færa Icesave innistæðurnar í Bretlandi úr útibúi yfir í dótturfélag.

Kona barin ítrekað með áhaldi í háskólanum á Hólum

Nemandi í háskólanum á Hólum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús í Reykjavík á sunnudagsmorgun eftir alvarlega líkamsárás á nemendagörðum skólans. Nemandinn, sem er kona á þrítugsaldri, var barin ítrekað í andlitið með áhaldi en árásarmaðurinn hefur játað á sig verknaðinn.

Rolex-ræningi á leið til landsins í dag - von á hinum síðar

Pólverji sem grunaður er um rán í úraverslunin Michelsen á Laugavegi í október í fyrra er væntanlegur til landsins í dag en hann var ásamt félaga sínum sem einnig er grunaður í málinu handtekinn í Sviss í síðasta mánuði. Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir hjá Ríkissaksóknara segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum um leið og hann kemur til landsins. Síðan tekur við rannsókn á þætti mannsins í ráninu.

Seðlabankinn fékk ekki upplýsingar um krosseignatengsl

Fjármálaeftirlitið neitaði að láta Seðlabankann hafa upplýsingar um einstaka lántakendur bankanna í aðdraganda hrunsins vegna bankaleyndar. Af þessum sökum gat Seðlabankinn ekki áttað sig á krosseignatengslum í bankakerfinu. Þetta sagði Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, þegar hann bar vitni fyrir Landsdómi í dag.

Þurfti að kúka í miðri sýningu

Ótrúlega fyndið atvik kom upp á stærstu hundasýningu í heimi á dögunum þegar einn keppandinn þurfti að gera þarfir sínar í miðri keppni. Í keppninni þurftu hundarnir að klára ákveðna braut á sem bestum tíma og virtist hundurinn, Libby, vera á góðum tíma þegar hann þurfti að svara kalli náttúrunnar. Eigandinn skammaðist sín hrikalega og hlógu áhorfendur af þessu skondna atviki. Einn af aðstoðarmönnunum afhenti eigandanum bréf til að þrífa skítinn upp. En dómara ráku Libby úr keppni og fékk hann ekki að klára brautina. Þetta fyndna atvik má sjá í með fylgjandi myndskeiði.

Fyrrverandi bankastjórar í djúpri afneitun

"Fyrrverandi bankastjórar sem halda því fram að þeir hafi mögulega getað lifað af eru í mjög djúpri afneitun," sagði Tryggvi Pálsson, ritari samráðshóps um fjármálastöðugleika og forstöðumaður fjármálasviðs Seðlabankans, fyrir Landsdómi í dag.

Fæðingum fækkaði nokkuð í fyrra miðað við árið á undan

Fæðingum á árinu 2011 fækkaði örlítið ef miðað er við árið á undan. Á síðasta ári fæddust 4.496 börn en árið á undan voru börnin 4.907. Fæðingartalan í fyrra er þó svipuð og meðaltal undanfarinna áratuga og er 2011 árgangurinn í 26. sæti miðað við stærð ef litið er allt aftur til ársins 1951, að því er fram kemur í frétt hjá Hagstofunni.

Strax merki um vandamál árið 2003

Það er þumalputtaregla að ef banki eykur útlán um meira en 15 prósent á ári, þá er það merki um of mikla áhættu. Þetta sagði Tryggvi Pálsson, sem var ritari samráðshóps um fjármálastöðugleika, þegar hann bar vitni í Landsdómi í dag. Tryggvi sagði að íslensku bankarnir hefðu vaxið miklu meira en þetta. Bankarnir hefðu einkum vaxið á árunum 2003 – 2004 og þá hefði ör vöxtur þeirra strax verið farinn að valda þeim vandræðum.

Einungis konur kosnar í stjórn Samstöðu

Einungis konur voru kosnar í stjórn Samstöðu- flokks lýðræðis og velferðar, gjarnan kennd við Lilju Mósesdóttur, á fundi aðildarfélags flokksins í Reykjavík í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir