Fleiri fréttir

Fernt felldi Kaupþing

Fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Kaupþings sagði fjórar ástæður fyrir falli Kaupþings, og að yfirtakan á Glitni væri ekki ein þeirra. Hann var látinn sverja drengskaparheit fyrir Landsdómi að kröfu verjanda Geirs H. Haarde og er sá eini sem hefur gert slíkt í réttarhöldunum.

Rannsókn á Íbúðalánasjóði tefst til hausts

Stjórnsýsla Rannsóknarnefnd Alþingis, sem gert var að rannsaka starfsemi Íbúðalánssjóðs frá árinu 2004 til ársloka 2010, náði ekki að ljúka starfi sínu á tilsettum tíma þar sem verkefnið reyndist mun umfangsmeira en í fyrstu var talið.

Átti að minnka kerfið 2006 til 2007

Grípa hefði átt til aðgerða til að minnka íslenska bankakerfið á seinni hluta ársins 2006, ef vilji var fyrir hendi að gera það. Fundargerðir Seðlabanka voru einhliða upplifun þeirra sem þær rituðu á atburðum sem þeir vildu að hefðu átt sér stað. Þetta sagði Sigurjón Þ. Árnason fyrir Landsdómi í gær.

Er að vinna fyrir sérstakan saksóknara

Stefán Svavarsson var innri endurskoðandi Seðlabanka Íslands um þriggja ára skeið. Hann lét af störfum árið 2008. Hann taldi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af eignum bankanna á þeim tíma. Þeir hefðu sýnt góða afkomu, verið með mjög góða eiginfjárstöðu og reikningar þeirra áritaðir af alþjóðlegum endurskoðunarfyrirtækjum, sagði hanní vitnaleiðslum í gær. Í reikningunum hefði auk þess komið fram að þeir væru gerðir í samræmi við alþjóðlega reikniskilastaðla. Ef innviðir eignasafna bankanna hefðu verið slæmir hefði engin leið verið fyrir þann sem las reikninga þeirra að átta sig á því.

10% vilja úr þjóðkirkjunni

Um tíundi hver meðlimur í dönsku þjóðkirkjunni hugsar sér að segja sig úr henni ef hjónavígslur samkynhneigðra verða lögleyfðar.

Ársæll kom gögnum til DV

Ársæll Valfells, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, kom gögnum um Guðlaug Þór Þórðarson þingmann frá Fjármálaeftirlitinu til DV. Lögreglurannsókn fer nú fram vegna málsins.

Viðmið um framboð varhugaverð

„Það er margt til bóta í frumvarpinu en jafnframt margt í óvissu.“ Þetta segir Lárus Ólafsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, SVÞ, um frumvarp um breytingu á úthlutun tollkvóta á landbúnaðarvörum.

Júpíter og Venus eiga stefnumót saman

Tvær björtustu plánetur sólkerfisins, Júpíter og Venus, skína nú skærar í vesturhimni. Síðustu daga hafa pláneturnar nálgast hvor aðra hratt og næstu daga munu þær eiga náið stefnumót saman.

Einn mesti listafundur allra tíma í Flórens

Vísindamenn og listfræðingar sem leitað hafa árum saman að horfnu málverki eftir Leonardo da Vinci hafa fundið málningarleifar sem eru áþekkar þeim sem meistarinn forni notaðist við.

Fjárdráttur í Háskóla Íslands

Háttsettum starfsmanni Háskóla Íslands hefur verið vikið frá störfum en maðurinn er grunaður um fjárdrátt. Ekki liggur fyrir um hve miklar upphæðir ræðir en málið mun vera í rannsókn. Heimildir fréttastofu herma að grunur leiki á að fjárdrátturinn nái aftur til ársins 2007.

Kláminu um að kenna?

Móðir unglingsstúlku segir að nauðganir í samböndum séu staðreynd. Dóttir hennar upplifði ofbeldi af þessu tagi í fjögur ár - frá því að hún var 14 til 18 ára.

Gríðarlegir tekjuhagsmunir undir í rammaáætlun

Samorka telur að ríkisstjórnin sé út frá pólitískum forsendum að stöðva allt að átján virkjunarkosti í rammaáætlun með því að víkja frá faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnar. Stjórnvöld gætu með þessu útilokað virkjanir sem gætu skilað nærri sextíu milljarða króna raforkusölutekjum á ári.

Japanskir skiptinemar minntust hamfara á Háskólatorgi

Japanskir skiptinemar og nemendur við Háskóla Íslands minntust hamfaranna í Japan á Háskólatorgi í dag. Þeir segja Japani vera mjög þakkláta Íslendingum fyrir stuðning og samúð eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Jóhanna Margrét Gísladóttir.

Leitast eftir að loka á glufu í gjaldeyrishöftunum

Nú stendur yfir umræða á Alþingi um herðingu á gjaldeyrishöftunum þar sem leitast er eftir að loka á gjaldeyrisútflæði í gegnum glufu á höftunum. Búist er við að frumvarpið verði samþykkt í kvöld. Greiningaraðili segir breytinguna minnka traust erlendra aðila.

Götur Reykjavíkur fá andlitslyftingu

Reykjavíkurborg mun veita hundrað milljónum króna aukalega til gatnaframkvæmda í borginni í sumar. Margar götur eru komnar í slæmt ástand eftir vetrarþunga og lítið viðhald.

Hundar greina krabbamein með mikill nákvæmni

Gunnar Bjarni Ragnarsson, krabbameinslæknir á LSH, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag. Hann ræddi um hæfileika hunda til að greina krabbamein.

Skýrslutökum lokið í dag

Skýrslutökum er lokið í dag í máli saksóknara Alþingis gegn Geir Haarde. Sex vitni komu fyrir dóminn og var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar fyrst þeirra.

Mikið mannfall í Homs í dag

Að minnsta kosti 47 almennir borgarar eru sagðir hafa látið lífið í sýrlensku borginni Homs eftir að hersveitir hliðhollar stjórnvöldum gerðu árás á borgina.

Ætluðu með Icesave til fleiri landa

Til stóð að hefja innlánasöfnun á Icesave-reikningum víðar en í Bretlandi og Hollandi eftir því sem tíminn leið. Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, fullyrti þetta þegar hann gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag.

Vonast til að frumvarp um hert gjaldeyrishöft verði að lögum í kvöld

Nú síðdegis eða í kvöld verður lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um gjaldeyrishöft og er gert ráð fyrir að það fái hraðferð í gegnum þingið og verði orðið að lögum þegar markaðir opna í fyrramálið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er markmiðið með frumvarpinu að reyna að hefta það að erlendir eigendur húsnæðisbréfa geti tekið út bæði afborganir og vexti af bréfunum í erlendri mynt.

Lögreglan lýsir eftir kerru

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir kerru sem var stolið frá Búagrund á Kjalarnesi á tímabilinu 8. - 10. mars sl. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar kerran er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1180 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is Þess má jafnframt geta að undanfarið hafa lögreglu borist nokkrar tilkynningar um kerruþjófnað og því ættu kerrueigendur að leita leiða til að geyma þær með öruggum hætti, ef þess er nokkur kostur.

Sigurjón: Sameiningarhugmyndir Hreiðars vonlausar

Hugmyndir Hreiðars Más Sigurðssonar um sameiningar í bankakerfinu á árinu 2008 voru vonlausar að mati Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi forstjóra Landsbankans. Sigurjón sagði þetta fyrir dómi í dag.

Gunnar Andersen bað Ársæl um að senda gögn til DV

Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands, segir að hann hafi verið milligöngumaður þegar gögn láku frá Landsbankanum en Gunnar Andersen fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur verið kærður til lögreglu vegna þess. Gögnin vörðuðu fjármál Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns. Ársæll segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að maður nokkur hafi bankað á dyrnar hjá sér og beðið sig um að skila sendingu til Gunnars Andersen.

Falsaður þúsundkall í Elko

Falsaður þúsund króna seðill fannst við uppgjör í verslun Elko á Leifsstöð um helgina. Að sögn lögreglu virðist um einangrað tilvik vera að ræða. Engu að síður biður lögreglan á Suðurnesjum fólk um að vera vakandi fyrir hugsanlegum "prettum af þessu tagi“ eins og það er orðað.

Hamborgaraóðir Íslendingar - 27 þúsund borgarar seldir

Það er óhætt að segja Íslendingar séu sjúkir í hamborgara ef marka má eftirspurnina í hamborgara frá veitingastaðnum Metró. Um 24 þúsund hamborgarar hafa selst á vefsíðunni hópkaup.is í dag en þar er hægt að kaupa hamborgara á 99 krónur í staðinn fyrir 350 krónur. Tilboðið gildir í 24 klukkutíma og lýkur á miðnætti. Í október í fyrra var samskonar tilboð í gangi á síðunni og þá seldust yfir 40 þúsund hamborgarar eða um fjögur og hálft tonn á einum sólarhring.

Ölvaður túristi stal póstbíl á Leifsstöð

Póstbíl var stolið þar sem hann stóð í gangi fyrir utan Flugstöð Leifs Eiríkssonar á laugardagsmorguninn síðastliðinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að bílstjórinn hafi brugðið sér inn í Leifsstöð með dagblöð og þegar hann kom til baka var bíllinn horfinn.

Of seint að minnka bankana 2008

Hafi menn haft áhuga á þvi að minnka íslenskt bankakerfi, þá átti það átti að gerast á seinni hluta ársins 2006 og á árinu 2007. Þetta sagði Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, fyrir Landsdómi í dag.

Töldu að Landsbankinn gæti staðið af sér þjóðnýtingu Glitnis

Sérfræðingar Landsbankans töldu að bankinn gæti staðið af sér þá lækkun hlutabréfaverðs sem yrði á bankanum ef ríkissjóður tæki yfir 75% hlut í Glitni. Þetta fullyrti Halldór J. Kristjánsson, annar bankastjóra Landsbankans, þegar hann var spurður út í málið í dag.

Söngvakeppni í skugga mannréttindabrota

Nokkrum mánuðum áður en Aserbaídsjan vann Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva síðastliðið vor flúðu hundruð friðsæmra mótmælenda undan ofbeldi lögreglu í miðborg Bakú, höfuðborg landsins. Í tilkynningu frá Amnesty International segir að 125 milljónir manna fylgist með söngvakeppninni sem fer fram í Bakú í maí næstkomandi en samtökin segja að keppnin fari fram í skugga mannréttindabrota þar sem friðsamir mótmælendur séu handteknir og beittir ofbeldi og blaðamönnum sé hótað og rænt. Amnesty krefst þess að allir samviskufangar í Aserbaídsjan verði tafarlaust leystir úr haldi.

Framkvæmdastjóra Lagastoðar enn haldið sofandi

Líðan framkvæmdastjóra Lagastoðar, sem slasaðist lífshættulega í hnífaárás yfir viku síðan, er enn óbreytt. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er honum haldið sofandi í öndunarvél og er alvarlega slasaður.

Níu mánaða meðganga á 90 sekúndum

Ungt par í Bandaríkjunum ákvað að festa það á filmu þegar dóttir þeirra er á leiðinni í heiminn. Þau settu meðfylgjandi myndband síðan á YouTube og hefu það vakið mikla athygli en þar sést hvernig sú litla stækkar og stækkar í móðurkviði. Á nítíu sekúndum má því fylgjast með meðgöngunni allri og uns Amelie litla kemur í heiminn. Sjón er sögu ríkari, smellið á hlekkinn hér að ofan til að sjá.

Landsdómur: Sjötta samantekt - myndskeið

Fréttamennirnir Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fylgjast með framvindu mála í Landsdómi í beinum sjónvarpsútsendingum á Vísi í allan dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá síðustu samantekt þeirra þar sem þeir fara yfir stöðuna klukkan 15 og þegar Sigurjón Þ. Árnason mætir í Þjóðmenningarhúsið.

Haldið sofandi eftir bílslys

Kona sem lenti í umferðarslysi á Álftanesvegi á föstudaginn er haldið sofandi í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu er hún alvarlega slösuð. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slysið sem varð um klukkan hálf níu um morguninn. Fimm sjúkrabílar voru sendir á staðinn ásamt tækjabíl frá slökkviliðinu en beita þurfti klippum til að ná konunni út úr bílnum. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins.

Vinnur að greinargerð um ársreikninga bankanna fyrir hrun

Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi Seðlabankans sagði fyrir Landsdómi í dag að orð sín eins og þau koma fram í Rannsóknarskýrslu bankanna hafi verið slitin úr samhengi. Stefán sagði að orð sín um alls kyns sviðsmyndir hefðu farið inn í skýrsluna eins og hann hafi verið að tala um bankana. "Sem mér, satt best að segja, fannst ekki gott.“

Vonuðu að lausafjárkreppan væri að baki

Landsdómur hringdi í Halldór J. Kristjánsson, annan af fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, á öðrum tímanum í dag. Halldór er í Kanada vegna starfa sinna og átti ekki heimangengt í dóminn.

Landsdómur: Fimmta samantekt - myndskeið

Fréttamennirnir Þorbjörn Þórðarson og Breki Logason fylgjast með framvindu mála í Landsdómi í beinum sjónvarpsútsendingum á Vísi í allan dag.

Halldór: Ekki hægt að verja sameiningu Landsbankans og Glitnis

Lausafjárvandi Glitnis á árinu 2008 var miklu meiri en lausafjárvandi Landsbankans. Stjórnendur bankans töldu það því ekki forsvaranlegt að sameina Landsbankann og Glitni nema að til kæmi lausafé í formi langtímaláns frá ríkinu. Þetta kom fram í máli Halldórs J. Kristjánsson fyrir Landsdómi í dag. Halldór er búsettur erlendis. Hann kom ekki til landsins heldur gaf hann skýrslu í gegnum síma.

Sló annan í höfuðið með strákústi

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás fyrir utan iðnaðarhúsnæði á Selfossi síðasta sumar en hann sló annan mann í höfuðið með strákústi með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut skurð á höfði og brot á handlegg.

Sjá næstu 50 fréttir