Fleiri fréttir

Ofsótti íbúa við Garðaflöt

Karlmaður var handtekinn við hús við Garðaflöt í Garðabæ um hálfátta í morgun. Hann hafði ráðist á íbúa í húsinu sem hann hefur verið að ofsækja. Maðurinn var færður í fangaklefa, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um málavexti.

Fundu hestshaus á stöng í Seljahverfi

Kona sem var að viðra hundinn sinn í Jafnaseli í Breiðholti í morgun gekk fram á hrosshaus og stöng. Svo virðist sem hausinn hafi upphaflega verið festur á stöngina því að efsti endinn á stönginni var blóðugur þegar lögreglan kom að. Hann virðist svo hafa dottið af stönginni og lá í jörðinni þegar konan sá hann. Lögregla fjarlægði stöngina og hausinn. Ekki er enn vitað hver kom hausnum fyrir á þessum stað og engin skilaboð fylgdu. Þá hefur heldur enginn gefið sig fram með upplýsingar um málið. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar geta hringt í síma 4441000.

Birtu myndir af líki Whitney Houston - aðdáendur æfir

Bandaríska slúðurblaðið the National Enquirer hefur gert aðdáendur poppstjörnunnar Whitney Houston vægast sagt brjálaða en í nýjasta tölublaðinu er mynd af líki söngkonunnar á forsíðu. Á myndinni sést Whitney í líkkistu sinni en talið er að hún hafi verið tekin þegar nánasta fjölskylda hennar fékk að líta hana augum í hinsta sinn. Ekki er vitað hver tók myndina.

Vill ræða veginn um Oddskarð á Alþingi

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar fer fram á sérstaka umræðu á Alþingi um öryggi vegfarenda um Oddskarð, á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, eins fljótt og auðið er.

Einmana dauði í Japan

Lögreglan í Japan fann þrjú lík í íbúðarhúsnæði í borginni Saitama fyrr vikunni. Fundurinn er sagður tengjast honum svokölluðu "einmana dauðsföllum“ sem verða sífellt algengari í Japan.

Hollenski prinsinn í dauðadái

Talið er að Hollenski prinsinn Johan Friso eigi aldrei eftir að vakna úr dái eftir að hann lenti í snjóflóði í Austurríki í síðustu viku.

Vilja banna Passíusálmana vegna gyðingahaturs

Rabbíinn Abraham Cooper, aðstoðarforseti hjá Simon Wiesenthal stofnuninni í Los Angeles, hefur ritað Páli Magnússyni útvarpsstjóra bréf þar sem þess er krafist að Ríkisútvarpið hætti að flytja Passíusálma Hallgríms Péturssonar, eins og tíðkast ætíð á páskum. Stofnunin berst fyrir réttindum gyðinga um heim allan en Simon Wiesenthal sjálfur helgaði líf sitt leitinni að stríðsglæpamönnum nasista.

10 ára hetja bjargaði ársgömlu barni frá drukknun

Það mátti ekki tæpara standa þegar tíu ára gömul stúlka bjargaði ársgömlu barni frá drukknun í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í gær. Stúlkan, sem heitir Anika Mjöll Júlíusdóttir, var á sundæfingu þegar atvikið gerðist.

al-Qaeda lýsir yfir ábyrgð á voðaverkum í Írak

Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa lýst yfir ábyrgð á hrynu sprengju- og skotárása í Írak í gær. Alls létust 55 manns í árásunum en þær áttu sér stað við lögreglustöðvar og öryggistálma í hverfum Shia-múslima.

Dóttir Viktoríu krónprinsessu komin með nafn

Viktoría, krónprinsessa Svía, og Daníel eiginmaður hennar hafa gefið nýfæddri dóttur sinni nafn. Prinsessan mun heita Estelle Silvia Ewa Mary, eftir því sem sænskir fjölmiðlar greindu frá í morgun. Viktoría ól stúlkubarnið á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í gærmorgun og héldu þau strax til Haga-hallarinnar síðar um daginn. Gamlir og nýir stjórnmálaforingjar hafa óskað Viktoríu og Daníel til hamingju á Facebook og Twitter.

Þjóðsöngur Hildar fyrir Japansleikinn

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og skiptinemi frá Háskóla Íslands í Tókýó, söng íslenska þjóðsönginn, Lofsöng, fyrir leik Íslands og Japans í Osaka í morgun.

Forseti Singapúr ánægður með hugrakka Íslendinga

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með kollega sínum frá Singapúr, Dr. Tony Tan Keng Yam, en Ólafur er nú staddur í Singapúr. Á fundinum, sem fram fór í forsetahöllinni, var rætt um sameiginlega hagsmuni Íslands og Singapúr í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir verndun auðæva hafsins að því er frem kemur í tilkynningu frá embættinu. Forsetarnir voru sammála um að þessi brýnu verkefni fælu í sér aukna þörf á samstarfi eyríkja. Ísland og Singapúr gætu í þeim efnum, í ljósi sögu sinnar og árangurs, haft ákveðna forystu.

Óttast að fyrirtæki flýi úr miðborginni

Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða hækkun á bílastæðagjöldum í miðborg Reykjavíkur. Fultrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minnihluta, segir hækkunina of bratta og óttast að hún verði til þess að hrekja fyrirtæki úr miðborginni. Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir hins vegar að ráðstöfunin sé til þess fallin að bæta flæði í bílastæðamálum og auðvelda akandi gestum miðborgarinnar að fá stæði.

Lögreglan braut upp hurð að fíkniefnasamkvæmi

Lögregla var kölluð að fjölbýlishúsi í borginni í nótt vegna hávaða frá samkvæmi þar. Þegar húsráðandi opnaði fyrir lögreglumönnum fundu þeir strax kannaislykt auk þess sem þeir sáu hvar gestur í samkvæminu var í miklum flýti að hella einhverjum efnum ofan í klósettið og sturta.

Bensínlítrinn kostar yfir 255 krónur hjá N1

Olíufélagið N1 hefur hækkað bensínlítrann um fimm krónur og kostar hann nú röskar 255 krónur. Dísillítrinn var líka hækkaður um tæpar fimm krónur hjá N1 og kostar nú 263,50 kr.

Fyrri ferð Herjólfs fellur niður í dag

Fyrri ferð Herjólfs fellur niður í dag föstudag vegna stórsjávar. Ölduhæð var 9 metrar á Surtseyjardufli og 6,8 metrar á Grindarvíkurdufli. Í tilkynningu segir að betra útlit sé með seinni ferð Herjólf.

Formaður gagnrýnir vinnubrögð Alþingis

Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni.

Reykræsta þurfti bakarí í nótt

Bakaríi í Álfheimum í Reykjavík fyllltist af reyk í nótt. Kallað var á slökkviliðið um þrjúleitið og kom þá í ljós að eldur logaði glatt í ruslatunnu fyrir utan bakaríið og hafði reykinn lagt inn um glugga.

Vonskuveður á loðnumiðunum

Vonsku veður var í nótt við Suðurströndina og mikil ölduhæð þannig að loðnuskipin gátu ekki athafnað sig út af Ölfusárósum, þar sem gangan er núna.

Stór dráttarbíll valt á Fjarðarheiði

Ökumaður og farþegi slösuðust, en þó ekki alvarlega, þegar stór dráttarbíll með tengivagn valt á hliðina á Fjarðarheiði ofan við Seyðisfjörð, í vonsku veðri og hálku í gærkvöldi.

Bensínlítrinn hjá Shell í tæpar 253 krónur

Bensínlítrinn hjá Shell er kominn upp í tæpar 253 krónur, sem er rúmlega tveimur krónum hærra verð en hjá öðrum félögum. Dísiloían er hinsvegar á svipuðu róli og hjá öðrum, eða liðlega 258 krónur lítrinn.

Enginn handtekinn vegna ránsins á Akureyri

Lögreglan á Akureyri var fram eftir öllu kvöldi í gær að vinna úr vísbendingum um ránið, sem framið var í Fjölumboðinu við Geirsgötu á Akureyri um hádegisbil í gær.

Fjölskylda Whitney Houston óttast grafræningja

Fjölskylda söngkonunnar Whitney Houston hefur ráðið öryggisverði allan sólarhringinn til að vakta gröf Houston í New Jersey vegna ótta um að grafræningjar muni láta þar geipar sópa.

Mikil aukning á fjölda þeirra sem fá húsaleigubætur

Mikil aukning hefur orðið á fjölda þeirra einstaklinga sem fá húsaleigubætur á undanförnum fimm árum. Rúmlega 9.500 manns fengu slíkar bætur árið 2007 en fjöldinn var kominn í rúmlega 14.000 manns í fyrra.

Geir Jón í pólitík

Geir Jón Þórisson, lögreglumaður og fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, gefur kost á sér sem annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Geir Jóni. Kosið verður á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þann 17. mars.

Með ólíkindum að engin slasaðist alvarlega í rútuslysi

Það þykir með ólíkindum að engin skuli hafa slasast alvarlega þegar lítill rútubíll, með átta farþega auk ökumanns, valt út af veginum i Oddsskarði í gærkvöldi og fór þrjár veltur áður en hún nam staðar á hliðinni.

Bréf Jóns mögulega refsivert á Íslandi

Jón Baldvin Hannibalsson var kærður fyrir kynferðisbrot gagnvart Guðrúnu Harðardóttur, ungri frænku eiginkonu sinnar, árið 2005. Ríkissaksóknari taldi bréf frá Jóni Baldvini til hennar geta fallið undir brot á lögum um blygðunarsemi, en málið var látið niður falla vegna þess að verknaðurinn þótti ekki refsiverður í Venesúela. Sagt er frá málinu í Nýju lífi, sem kom út í gær.

EFTA mun skera úr um heimildir ÁTVR

EFTA-dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit á heimildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til að hafna því að taka áfengistegundir í sölu. Áfengisheildsalar hafa deilt hart á stofnunina fyrir að neita að selja áfengistegundir vegna umbúðanna.

Vert að skoða Perluna undir safn

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur það áhugaverðan kost að Perlan í Öskjuhlíðinni verði nýtt sem húsnæði fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Hún hefur óformlega rætt þennan kost við stjórnarmann Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveitan, sem er eigandi Perlunnar, hefur í hyggju að selja húsnæðið, eins og komið hefur fram í fréttum.

Kannabisefni og græðlingar

Allnokkurt magn af fíkniefnum fannst í húsleit lögreglu í Mosfellsbæ á þriðjudag. Um var að ræða 900 grömm af marijúana og um 1,4 kíló af öðru kannabisefni. Fíkniefnin fundust í þurrkunaraðstöðu í risi hússins.

Ný prinsessa fædd í Svíþjóð

Sænskir bakarar voru í allan gærdag önnum kafnir við að baka hefðbundnar prinsessutertur í tilefni fæðingar nýrrar prinsessu.

Viðurkennir siðleysi sitt fúslega

Enn eitt kynlífshneykslið hefur bæst á ferilskrá franska stjórnmálamannsins og hagfræðingsins Dominique Strauss-Kahn, sem hefur á skömmum tíma hrapað úr háum embættum og situr nú uppi með litla von um að geta nokkurn tímann endurheimt æruna.

Hrófla ekki við Obama

Mitt Romney er engan veginn öruggur lengur með sigur í forkosningum Repúblikanaflokksins. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum er Rick Santorum kominn með nokkurn veginn jafnt fylgi meðal flokksmanna. Báðir mælast með um þriðjungs fylgi en Newt Gingrich og Ron Paul með 15 prósent hvor.

Læknar lýstu skurðaðgerð á Twitter

Skurðlæknar í Houston í Bandaríkjunum brutu blað í sögu læknisvísinda þegar hjartaskurðagerð var lýst í beinni útsendingu á samskiptasíðunni Twitter.

Enginn slasaðist illa í rútuslysi í Oddskarði

Enginn slasaðist illa þegar rúta með átta farþegum fór út af veginum í Oddskarði rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Björgunarsveitirnar Brimrún á Eskifirði og Gerpir á Norðfirði voru kallaðar út og fluttu björgunarsveitarmenn farþegana á heilsugæsluna á Eskifirði.

Sjá næstu 50 fréttir