Fleiri fréttir

Þjóðverjar fari frekar en Grikkir

Sautján Nóbelsverðlaunahafar í hagfræði lýstu því yfir nýverið að evrusvæðið muni lifa af skuldakreppu Grikkja og fleiri nauðstaddra evruríkja.

Leyfðu gróf mannréttindabrot

Thomas Hammarberg, mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, gagnrýnir stjórnvöld margra Evrópuríkja harðlega fyrir aðgerðir þeirra í svonefndri baráttu gegn hryðjuverkum.

Aðstoða uppreisnarmenn

Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) munu taka forystu í málefnum Líbíu og munu aðstoða uppreisnarmenn í landinu eftir föngum. Þetta kom fram í máli Bans Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á alþjóðlegri ráðstefnu í París, þar sem leiðtogar sextíu ríkja hittust til að ræða framtíð Líbíu.

Svar Seðlabankans ekki fullnægjandi

Hagsmunasamtök heimilanna telja svör Seðlabankans sem hann sendi frá sér á þriðjudaginn ekki fullnægjandi. Bankinn hafi ekki getað bent á eina skýra lagaheimild fyrir reglum sínum um framkvæmd verðtryggingar.

Íslenski barinn rýmdur vegna piparúðadólgs

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að reykræsta Íslenska barinn á Pósthússtræti nú í kvöld eftir að einhver óprúttinn aðili sprautaði piparúða inni á staðnum.

Fæddi barn í millilandaflugi

Frönsk kona eignaðist barn í flugvél sem var á leiðinni frá Mílanó á Ítalíu til Parísar í Frakklandi í gær samkvæmt fréttavefnum ansa.it.

Enginn hermaður drepinn í Írak í ágúst

Nýliðinn ágúst mánuður er fyrsti mánuðurinn sem enginn bandarískur hermaður lét lífið í stríðinu í Írak frá því Bandaríkin réðust inn í landið í mars árið 2003.

Hundur hljóp á bíl

Sérkennilegt umferðaróhapp varð klukkan hálf sex í dag þegar stór hundur hljóp á bifreið á Holtavegi. Bíllinn var á leiðinni norður þegar hundurinn hljóp á faratækið samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is, en nánari tildrög slyssins liggja ekki fyrir.

Nýr leki í pípunum hjá Wikileaks

Wikileaks setti í gær rúmlega 500 megabita skjalapakka inná torrent síður. Skjalapakkinn er sagður innihalda áður óbirt skjöl. Pakkinn er hins vegar ramm-dulkóðaður og þó þúsundir manna hafi sótt hann á netinu getur enginn komist inn í hann. Wikileaks hefur tilkynnt að þegar fram líða stundir muni þeir birta lykilorð sem opnar pakkann á heimasíðu sinni.

Íslensk ungmenni norðurlandameistarar í kannabisneyslu

Margt bendir til þess að marijúananeysla unglinga fari vaxandi hér á landi að sögn forvarnarfulltrúa. Framboð á marijúana hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum en tæplega fjórðungur íslenskra ungmenna hefur prófað efnið.

Sterkur skjálfti skammt frá Goðabungu

Tveir skjálftar mældust skammt frá Goðabungu við Mýrdalsjökul skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Annarsvegar mældist skjálfti upp á 3,2 á richter en upptök hans voru 3,5 kílómetrar Norð-Austur af Goðabungu.

Vilja gera Hvalfjörð að útivistarperlu borgarbúa

Skógræktarfélögin vilja gera Hvalfjörð að næstu útivistarperlu borgarbúa og hafa í því skyni falast eftir því að kaupa jörðina Hvammsvík af Orkuveitu Reykjavíkur. Hartnær fjörutíu ár eru liðin frá því skógræktarfélög keyptu jörðina Fossá og hófu þar gróðursetningu trjáplantna.

Saka fjármálafyrirtækin um villandi upplýsingar

Hagsmunasamtök heimilanna saka fjármálafyrirtækin um að leggja fram villandi upplýsingar um afskriftir lána. Af rúmlega hundrað og fjörtíu milljörðum sem fjármálafyrirtækin flokka sem afskriftir eru hundrað og tuttugu tilkomnir vegna gengistryggðra lána.

Arna Sif fundin

Arna Sif Þórsdóttir er fundin á heilu og höldnu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lýst var eftir henni þar sem ekkert hafði til hennar spurst síðan á fimmtudaginn í síðustu viku.

Húsaleigukerfið mismunar námsmönnum

Námsmenn sem búa í námsmannaíbúðum eða heimavistum hafa rýmri rétt til húsaleigubóta en námsmenn sem leigja á almennum markaði. Húsaleigubætur eru að meginreglu miðaðar við ákveðna fjárhæð fyrir hverja íbúð. Hins vegar hafa námsmenn sem leigja saman herbergi eða tvíbýli á námsmannagörðum rétt á fullum húsaleigubótum, hver fyrir sig, að því gefnu að þeir hafi hver gert sinn leigusamninginn. Þessi ríkari réttur námsmanna sem búa á námsmannagörðum kemur fram í 5. mgr. 7. gr. laga um húsaleigubætur, sem kom inn í lögin árið 2001.

Gaddafi: Sökkvum Líbíu í eldhaf

Yfirlýsing frá Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, var lesin upp á sjónvarpsstöðinni al-Rai nú rétt í þessu. Í yfirlýsingunni lofar hann að berjast áfram. „Gerum þetta að löngum bardaga og sökkvum Líbíu í logandi eldhaf," sagði Gaddafi.

Slysavarnafélagið komið með öflugan netbúnað

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur fengið lánaðan búnað frá Mílú í stjórnstöðvarbíl sinn. Búnaðurinn sem um ræðir er örbylgjulinkur sem gerir björgunarsveitamönnum kleift að komast í samband við internetið, á stöðum þar sem slíkt er venjulega ekki mögulegt. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu tengist búnaðurinn neti í nágrenninu, annað hvort með 3G beini eða við netkerfi húss, og framlengir því þráðlaust í stjórnstöðvarbílinn sem getur verið staðsettur í margra kílómetra fjarlægð.

Bólusetning gegn leghálskrabbameini hefst í mánuðinum

Almenn bólusetning gegn HPV veirunni, sem veldur leghálskrabbameini, hefst hér á landi seinni hluta septembermánaðar. Þetta er í fyrsta sinn sem almenn bólusetning er veitt gegn veirunni. Í vetur verður stúlkum sem fæddar eru 1998 og 1999 boðin bólusetning og framvegis verða 12 ára stúlkur bólusettar árlega.

Gunaður um að kúga fé úr Berlusconi

Ítalskur kaupsýslumaður og eiginkona hans hafa verið handtekin, grunuð um að kúga fé út úr Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu vegna viðskipta hans við vændiskonur. Kaupsýslumaðurinn, Giampaolo Tarantini, hefur viðurkennt að hafa borgað fylgdarkonum fyrir að hafa mætt í teiti til forsætisráðherrans. Lögreglan segir að hann hafi síðan kúgað um hálfa milljón evra út úr forsætisráðherranum fyrir að segja rannsóknarlögreglumönnum að forsætisráðherrann hafi ekki vitað að konurnar væru vændiskonur. Berlusconi viðurkennir að hafa reitt féð af hendi en segist einungis hafa verið að hjálpa vini í nauð.

Nýjar valkyrjur í kórinn

Valkyrjurnar-kvennakór í Breiðholti óskar eftir nýliðum í kórinn. Allar lagvissar og hressar konur eru velkomnar.

Þingmannsbörnum fjölgar ört

Þeim fjölgar ört þingmannsbörnunum þessa dagana. Formönnum tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna, þeim Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, munu fæðast börn á næstunni.

Fjárdráttur hjá Hval hf

Fyrrverandi fjármálastjóri Hvals hf er grunaður um að hafa dregið að sér tugi milljóna króna. Talið er að brotin gætu náð allt að fimm ár aftur í tímann.

Ísfólkið verður Ísþjóðin

Lausn er fundin á deilu norska rithöfundarins Margit Sandemo og Ríkissjónvarpsins vegna sjónvarpsþáttarins Ísfólkið með Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. Þátturinn mun heita Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna 20 ára

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna verður tuttugu ára á morgun, en það var stofnað 2. september 1991 af foreldrum barna með krabbamein. Í tilefni af þessum tímamótum verður haldin afmælisveisla um helgina þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra heiðra félagsmenn með nærveru sinni.

Rúmlega 300 milljóna króna framkvæmdir við sundlaugarnar

Framkvæmdir við endurgerð sundlauganna í Reykjavík eru hafnar og hljóðar kostnaðaráætlun upp á 320 milljónir króna samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun frá 30. júní. Unnið er við nær allar laugar í Reykjavík og í dag var verkefnastaðan kynnt fyrir borgarráði.

Irene herjar á Ísland

Eins og flestir hafa eflaust orðið varir við hefur fellibylurinn Irene haldið innreið sína til landsins með tilheyrandi úrkomu. Irene telst tæplega fellibylur lengur, aðeins hefðbundin lægð.

Leiðrétting Drekaklúðurs komin á dagskrá Alþingis

Þrjú frumvörp, sem eru forsenda olíuleitarútboðs á Drekasvæðinu, hafa verið sett á dagskrá Alþingis á morgun, en þingið kemur þá saman til stutts haustsþings. Orkustofnun neyddist í sumar til að fresta útboðinu, sem átti að hefjast 1. ágúst, þar sem frumvörpin dagaði uppi á lokadögum þingsins í júní.

Reiðubúinn að stíga til hliðar

Starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands leggja til að nýr stjórnarformaður verði skipaður í stjórn skólans í nýrri sáttatillögu. Núverandi stjórnarformaður segist reiðubúinn að víkja úr sæti ef það leiði til lausna.

Skylt að birta ljósmyndir sem sýna skaðsemi reykinga

Skylt verður að birta ljósmyndir í lit á öllum umbúðum sem innihalda tóbaksvörur til að undirstrika skaðsemi vörunnar. Ákvæði um þetta eru í nýrri reglugerð sem tekur gildi í dag. Þó verður heimilt að flytja inn sígaréttur sem eru merktar í samræmi við eldri reglugerð allt til ársloka 2012 og hafa í sölu til 31. júlí 2013.

Ferðir Herjólfs falla niður

Vegna veðurs og mikillar ölduhæðar á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar hefur verið ákveðið að fella niður ferðir Herjólfs sem fara átti klukkan hálf tólf í dag frá Eyjum og klukkan eitt eftir hádegi frá Landeyjahöfn.

Matarkarfan ódýrust í Krónunni

Samkvæmt nýjustu verðkönnun Alþýðusambands Íslands var allt að 28 prósent verðmunur á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit sambandsins kannaði verð í átta matvöruverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan var ódýrust í Krónunni en dýrust í Nótatúni.

Með fölsuð skilríki í Leifsstöð

Karlmaður á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri voru stöðvuð við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli fyrir um tíu dögum síðan. Þau eru grunuð um að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við lögreglu en samkvæmt þeim eru þau frá Írak.

Þyrlan sótti fárveika konu

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan hálf sex í morgun eftir að beiðni barst frá lækni í Stykkishólmi vegna bráðveikrar konu. Þyrlan fór í loftið um klukkan sex og var flogið beint á flugvöllinn í Stykkishólmi en þar beið sjúkrabifreið með konuna. Var hún flutt yfir í þyrluna og farið að nýju í loftið um klukkan tíu mínútur í sjö. Þyrlan lenti svo á Landspítalanum í Fossvogi um hálf átta.

Hundrað bílar stöðvaðir

Lögregluþjónar á vegum umferðardeildar lögreglunnar hafa verið áberandi í umferðinni síðastliðna daga, einkum á morgnana, við eftirlit. Frá því á mánudaginn hafa hundrað ökumenn verið stöðvaðir í eftirliti sem miðar einkum að því að fylgjast með farsímanotkun ökumanna, svigakstri í þéttri umferð og stefnuljósanotkun.

Aldrei fleiri kennarar með réttindi

Alls voru 1.852 starfsmenn við kennslu í framhaldsskólum á Íslandi í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Tæplega 85% þeirra höfðu kennsluréttindi og hefur það hlutfall hækkað um 13,6 prósentustig á einum áratug, úr 71,3% skólaárið 2000-2001. Hlutfall réttindakennara hefur ekki verið svona hátt frá því að gagnasöfnun Hagstofunnar hófst fyrir rúmlega áratug.

Góðan daginn Reykvíkingar - myndband

Í dag er „Góðan daginn“ dagurinn haldinn í annað sinn en dagurinn er hugarfóstur Jóns Gnarr borgarstjóra í Reykjavík. Á vef Reykjavíkurborgar segir að í dag eigi maður að vera einstaklega góður við náunga sinn og bjóða honum góðan daginn. Það er gert til að auka náunga kærleik.

Útivistartími barna breytist

Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22.00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.

Funda um málefni Líbíu

Leiðtogar helstu ríkja heimsins munu hittast í dag til að ræða, hvernig hægt verður að aðstoða bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Líbíu, við að koma á lýðræði í landinu. Það eru Nicolas Sarkozy, frakklandsforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem boðuðu til fundarins. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir, sem og leiðtogar Kína og Rússlands. Leit stendur enn yfir að Múammar Gaddafí, fyrrum einræðisherra, en samkvæmt Saif-al Islam, elsta syni hans, munu þeir feðgar berjast við uppreisnarmenn til síðasta blóðdropa.

Börn fórust í flóðum

Að minnsta kosti hundrað og tver hafa látist í flóðum sem hafa gengið yfir Ibadan, í suðvestur Nígeríu. Þrjár brýr í nágrenni við bæinn skemmdust á föstudaginn í síðustu viku þegar það byrjaði að rigna af krafti og kaffærðust margar byggingar. Rauði krosinn í landinu segir að flestir hinn látnu séu börn. Flóð eru algeng í Nígeríu á þessum árstíma en nú gengur rigingatímabilið yfir. Sérfræðingar segja að það hafi rignt óvenjumikið í ár.

Bústaður brann til kaldra kola

Sumarbústaður brann til kaldra kola um fimmleytið í morgun í landi Litlu-Brekku, skammt frá Langá. Að sögn Bjarna Kristins Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð var bústaðurinn fallinn til grunna þegar slökkviliðið bar að garði en þeir komu á staðinn um tíu mínútum eftir að útkall barst. Að sögn Bjarna er ekki vitað til þess að nokkur hafi verið í bústaðnum þegar hann brann. Eldsupptök eru ókunn og verða rannsökuð.

Lán einstaklinga verið afskrifuð um 143,9 milljarða

Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær.

Sjá næstu 50 fréttir