Erlent

Enginn hermaður drepinn í Írak í ágúst

Frá Írak. Myndin er úr safni.
Frá Írak. Myndin er úr safni.
Nýliðinn ágúst mánuður er fyrsti mánuðurinn sem enginn bandarískur hermaður lætur lífið í stríðinu í Írak frá því Bandaríkin réðust inn í landið í mars árið 2003.

Þetta kemur fram á vef BBC en þar er vitnað í vefsíðuna icasualties.org sem tekur reglulega saman tölur yfir hermenn sem eru drepnir í landinu.

Douglas Crissman, hershöfðingi í bandaríska hernum, fagnar þessum fregnum og segir þetta merki um aukinn stöðugleika í landinu og sýni aukinn styrk íraskra öryggissveita.

Líklega eru þetta góðar fréttir fyrir bandarísk yfirvöld sem stefna á að draga allt sitt herlið til baka frá Írak í árslok. Alls eru 48 þúsund hermenn í landinu í dag en 4500 hermenn hafa látið lífið í átökum þar í landi frá því þeir réðust þangað inn fyrir um átta árum síðan.

Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti þá mega íbúar landsins enn búa við hryðjuverkaógnir. Þannig létust 32 borgarar í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg landsins, fyrr í vikunni.

Þá létust minnsta kosti 60 borgarar þann fimmtánda ágúst. Því hefur mánuðurinn verið blóðugur fyrir borgara landsins þrátt fyrir að herinn hafi sloppið vel frá árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×