Innlent

Fjárdráttur hjá Hval hf

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Fyrrverandi fjármálastjóri Hvals hf er grunaður um að hafa dregið að sér tugi milljóna króna. Talið er að brotin gætu náð allt að fimm ár aftur í tímann.

Guðmundur Steinbach hjá Hval hf segir brotin hafa komist upp í mars síðast liðnum. Strax í kjölfarið var fjármálastjóranum sagt upp störfum og rannsókn hófst á bókhaldi félagsins. Guðmundur vill ekki gefa upp hver maðurinn er að svo stöddu.

Í fréttum RÚV í hádeginu kom fram að fjármálastjórinn hafi þegar játað á sig brotin.

Maðurinn hefur ekki ekki verið kærður til lögreglu. Fréttir herma að stjórnendur Hvals muni ekki leggja fram kæru fyrr en rannsókninni lýkur. Guðmundur segir rannsóknina langt komna. „Við vitum ekki nákvæmlega hvenær henni lýkur, en það verður fljótlega“ segir Guðmundur.

Að öðru leyti vildi Guðmundur ekki tjá sig frekar um málið. Ekki náðist samband við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf við vinnslu fréttarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.