Erlent

Fæddi barn í millilandaflugi

Kornabarrn. Myndin er úr safni.
Kornabarrn. Myndin er úr safni.
Frönsk kona eignaðist barn í flugvél sem var á leiðinni frá Mílanó á Ítalíu til Parísar í Frakklandi í gær samkvæmt fréttavefnum ansa.it.

Þar kemur fram að konan hafi fengið hríðir á miðri leið. Vélin lenti svo að lokum á Charles de Gaulle flugvellinum í París.

Læknateymi kom þá um borð í flugvélina og aðstoðaði konuna við að eignast barnið, sem reyndist vera strákur.

Farþegar flugvélarinnar fögnuðu ákaft að fæðingu lokinni og klöppuðu fyrir konu og barni, sem heilast vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×