Erlent

Mótmælendur stöðvuðu tónleika Fílharmoníuhljómsveitar Ísraels

Fílharmoníuhljómsveit Ísraels.
Fílharmoníuhljómsveit Ísraels.
Mótmælendur stöðvuðu sinfóníutónleika Fílharmoníuhljómsveitar Ísraels í Royal Albert Hall í kvöld.

Breska ríkisútvarpið þurfti að rjúfa útsendingu vegna mótmælanna, en svo virðist sem andstæðingar Ísraels hafi byrjað að baula á miðjum tónleikunum, til þess að mótmæla meðferð Ísraela gagnvart Palestínu.

Einleikarinn Gil Shaham var að fara leika fiðlukonsert undir stjórn Zubin Mehta þegar mótmælendur byrjuðu að baula og hrópa.

Hægt er að nálgast frekari fréttir um málið á vef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×