Fleiri fréttir

Frystihúsið í Flatey gert upp - Úr hrognasöltun í ferðamennsku

Frystihúsið í Flatey á Breiðafirði gengur nú í endurnýjun lífdaga en Lísa Kristjánsdóttir segir ýmsar hugmyndir uppi um nýtt hlutverk þess. Félagið Þrísker, sem Lísa fer fyrir, stendur fyrir framkvæmdunum. "Það eru uppi hugmyndir um að hafa þarna biðsal, veitingasölu eða safn, nú eða allt þetta,“ segir Lísa.

Eiður á að auka miðasöluna

„Stavros Adamidis, forseti AEK, er að vonast eftir því að með kaupunum á Eiði Smára Guðjohnsen muni sala á árskortum félagsins aukast,“ segir Dimitris Moros, íþróttafréttamaður hjá gríska dagblaðinu Ta Nea.

Lögregluútkall vegna hávaða í borholu

Íbúar í grennd við hverasvæðið við Hveramörk í Hveragerði eru orðnir svo langþreyttir á hávaða frá borholu Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu, að þeir hringdu í gærkvöldi í lögreglu til að kvarta undan hávaðanum.

Örfá mál endurupptekin

Hæstarétti barst 41 beiðni um endurupptöku máls á tímabilinu 1. janúar 2000 til 1. janúar 2011. Rétturinn samþykkti fjórar þeirra, en fimm voru afturkallaðar. Eftir standa 32 beiðnir sem hafnað var á umræddu tímabili

Gæti orðið nagli í líkkistu fernufyllibyttna

Carl B. Hamilton, þingmaður Þjóðarflokksins í Svíþjóð, leggur til að viðskiptavinir Systembolaget, sænsku áfengisverslunarinnar, geti fengið vörurnar sendar heim. Bindindissamtökin IOGT-NTO telja tillöguna ganga óþarflega langt og segja að þetta geti orðið nagli í líkkistu fernufyllibyttnanna.

Innbrot í pitsustað í Grímsbæ

Brotist var inn í pitsustað í verslunarmiðstöðinni Grímsbæ í Fossvoginum í Reykjavík í nótt og þaðan stolið skúffunni úr sjóðsvélinni með skiptimynt og fleiru.

Gamall reykkofi brann til grunna

Gamall reykkofi við bæinn Bitru i Kræklingahlíð, norðan Akureyrar, gjöreyðilagðist í eldi í gærkvöldi.

Flugmenn sömdu, yfirvinnubanni aflétt

Flugmenn hjá Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning við félagið til þriggja ára, hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi og afléttu um leið yfirvinnubanni flugmanna.

Öflugur jarðskjálfti í Úsbekistan

Öflugur jarðskjálfti upp á 6,4 á Richter skók Ferghana dalinn í Úsbekistan og annar skjálfti upp á 6,2 á Richter varð í nágrannríkinu Kirgistan í gærdag.

Hyggst stefna Bolungarvíkurkaupstað

Fyrirtækið Kjarnabúð íhugar nú að stefna Bolungvíkurkaupstað eftir að lóð, þar sem fyrirtæki áformaði að reisa tuttugu hús fyrir ferðamenn, var úthlutað fyrirtækinu Icelandic Sea Angling í byrjun þessa mánaðar.

Samþykki breytingar innan sex vikna

Stjórnvöld verða að samþykkja innan sex vikna að setja þak á stærð og verð íbúða sem Íbúðalánasjóður fjármagnar. Tímafresturinn kemur mér á óvart, segir velferðarráðherra. Stjórnvöld höfðu frest til tillagna til fyrsta nóvember.

Fullir fá aðra meðferð á bráðavakt

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir fyrirhugaða rannsókn á tengslum áfengissýki og dánarmeina afar mikilvæga. Persónuvernd hafnar að leyfa rannsóknina þar til betur liggur fyrir hvernig tryggja eigi öryggi viðkvæmra upplýsinga um einstaklinga sem fengu meðferð við áfengissýki.

Tún og akra þarf að vökva

Nú er svo komið að bændur eru farnir að huga að búnaði til að vökva akra og tún, segir Ægir Jóhannesson, bóndi að Jörfa í Víðidal.

Lækna vantar til uppbyggingar

Takmarkaður fjöldi sérþjálfaðra starfsmanna á sviði augnlækninga og tæknifrjóvgunar heftir vöxt lækningatengdrar ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar um lækningar yfir landamæri sem birt var á dögunum.

Varað við mislingafaraldri

Meira en tólf þúsund manns greindust með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins, fleiri en allt árið í fyrra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur varað við því að tilfellum fari fjölgandi, sérstaklega þar sem meira sé um mannfagnaði á sumrin. Stofnunin hvetur fólk því til að láta bólusetja sig fyrir sjúkdómnum.

Lögregla skoðar skróplistann

Lögreglan á Vestfjörðum er þessa dagana að skoða skróplista þann sem gefinn er út af Skráningarstofu um skoðun ökutækja. Fyrst í stað verða skráningarnúmer fjarlægð af ótryggðum ökutækjum. Þá geta ökumenn sem ekki hafa fært ökutæki sín til hefðbundinnar skoðunar átt á hættu að skráningarnúmer ökutækja þeirra verði fjarlægð án frekari aðvörunar.

Yfirvinnubanni verið aflýst

Flugmenn hjá Icelandair hafa náð nýjum kjarasamning við félagið. Skrifað var undir samninginn á níunda tímanum í gærkvöldi með fyrirvara um samþykki félagsmanna.

Upphafið að löngum viðræðum

„Eftir eitt ár getum við vonandi verið komin með samkomulag um nýja sjávarútvegsstefnu,“ sagði Maria Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eftir að hafa hlýtt á viðbrögð sjávarútvegsráðherra aðildarríkjanna við tillögum framkvæmdastjórnarinnar.

Vilja mann á loftstein 2025

Ómönnuð geimflaug Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) komst nýverið á braut um loftstein í loftsteinabeltinu á milli Mars og Júpíters.

Samræma þarf fitumörk barna

Hvenær er barn orðið svo þungt að heilsa þess skaðast? Og hvenær er skaðinn svo mikill að taka þarf barnið frá foreldrunum? Danski þjóðarflokkurinn segir að um þetta verði sveitarfélögin að vera sammála til þess að hægt sé að taka afstöðu til hvort alltof þung börn séu vanrækt.

Sjálfbær þróun næstu árin

Sjálfbær þróun sem dregur úr fátækt en varðveitir umhverfið verður meginviðfangsefni næstu fimm ára í starfi Ban Ki-moon hjá Sameinuðu þjóðunum.

Ísraelar stöðvuðu för skútu

Ísraelski herinn stöðvaði í gær för franskrar skútu sem stefndi í áttina að Gasaströnd. Ísraelsher segir skipverja ekki hafa sýnt neina mótstöðu.

Bregðast við neyðarástandi vegna þurrka

Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær að íslensk stjórnvöld muni verja 18,5 milljónum króna til neyðaraðstoðar í austanverðri Afríku, að tillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.

Feðgarnir segjast ekkert hafa vitað um hleranirnar

Í yfirheyrslum breskrar þingnefndar yfir eigendum og fyrrverandi framkvæmdastjóra vikublaðsins News of the World héldu þau öll því fram að þau hefðu ekkert vitað um ólöglegt athæfi á vegum blaðanna.

FBI handtók á annan tug tölvuhakkara

Gerðar voru 35 húsleitir víðsvegar um Bandaríkin í dag í umfangsmiklum aðgerðum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI þegar 16 einstaklingar voru handteknir. Hinir handteknu eru taldir vera tölvuhakkarar í Anonymous, laustengdum alþjóðlegum samtökum aðgerðasinna, sem undanfarna mánuði hafa beint spjótum sínum að fyrirtækjum og stjórnvöldum víðsvegar um heiminn.

Skamma stund tók að slökkva eldinn

Búið er að slökkva eldinn sem kom upp í reykhúsi sem við bæinn Bitru í Kræklingahlíð norðan Akureyrar á tíunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt lið slökkviliðs Akureyrar fór á staðinn og tók skamma stund að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu. Engin nálæg hús voru í hættu.

Kótelettufélagið: Vanhugsuð ummæli forseta ASÍ

„Þessi vanhugsuðu ummæli hryggja félagsmenn mjög. Forsetinn virðist gleyma því algjörlega að um innlenda framleiðslu er að ræða og íslenskt vinnuafl,“ segir í tilkynningu frá Kótelettufélagi Íslands. Félagsmenn eru afar ósáttir með Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, sem hefur hvatt almenning til að sniðganga lambakjöt vegna nýrrar verðskrár Landssambands sauðfjárbænda, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda.

Samningar í höfn

Á níunda tímanum í kvöld náðust samningar milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair um nýjan kjarasamning flugmanna Icelandair. Flugmenn félagsins felldu kjarasamning sem gerður var 30. júní.

Árás á starfsmann meðferðarheimilis litin alvarlegum augum

„Það er alveg ljóst þegar um er að ræða líkamsárás og ég tala nú ekki þegar ofan á þetta bætist að þeir komust yfir bifreið, sem er náttúrulega drápstæki í sjálfum sér í höndum unglinga, að það er háalvarlegur hlutur," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál fjögurra unglingsdrengja sem réðust á starfsmann meðferðarheimilis í Skagafirði á sunnudaginn og struku þaðan á stolinni bifreið.

Umhverfið æ mikilvægara

Rúmlega 90 prósent Evrópubúa segja umhverfið verða æ mikilvægara fyrir sig. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lét gera. Bágt efnahagsástand virðist ekki hafa dregið úr áhuga á umhverfisvernd og 89 prósent aðspurðra vilja láta setja meira fé í málaflokkinn.

Eldur við sveitabæ norðan Akureyrar

Allt tiltækt lið slökkviliðs Akureyrar var kallað út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í reykhúsi sem stendur við bæinn Bitru í Kræklingahlíð norðan Akureyrar. Þegar slökkvilið kom á staðinn á tveimur dælubílum logaði vel upp úr reykhúsinu. Engin nálæg hús voru í hættu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum.

Genin blönduðust utan Afríku

Nútímamenn blönduðust að einhverju leyti Neanderdalsmönnum í Evrópu samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á genamengi nútímamannsins.

Sakaður um 4.400 morð til viðbótar

Saksóknari í Þýskalandi rannsakar nú hvort dæmdur fangavörður nasista í síðari heimsstyrjöldinni hafi átt þátt í dauða 4.400 manna í Flossenbuerg-fangabúðunum í Þýskalandi.

Réðust á starfsmann meðferðarheimilis og struku

Fjórir unglingsdrengir réðust á starfsmann á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði síðastliðinn sunnudag. Því næst læstu þeir starfsmanninn inni, stálu peningum og struku á stolnum bíl. Frá þessu er greint á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að meiðsl starfsmannsins hafi verið minniháttar.

Telur dómstóla vanhæfa í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Dómstólar eru vanhæfir til að fjalla aftur um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Óháð rannsókarnefnd þurfi að rannsaka málið í heild sinni. Þetta segir blaðamaður sem rannsakaði Guðmundar- og Geirfinnsmálið og kallar það samvisku þjóðarinnar.

Fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi

Líkur eru á að fyrsta fimm stjörnu hótel landsins muni rísa vestan við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu árið 2015. Sex tilboð hafa borist í byggingu þess en tilboðsfresturinn rann út í gær.

Sjá næstu 50 fréttir