Örfá mál endurupptekin 20. júlí 2011 07:30 Dómarar í Hæstarétti taka ákvörðun um endurupptöku mála sem þeir sjálfir hafa dæmt. Á 11 árum voru aðeins fjórar beiðnir af 35 samþykktar. Ráðherra telur endurskoðun á lögum þar um koma til greina. Hæstarétti barst 41 beiðni um endurupptöku máls á tímabilinu 1. janúar 2000 til 1. janúar 2011. Rétturinn samþykkti fjórar þeirra, en fimm voru afturkallaðar. Eftir standa 32 beiðnir sem hafnað var á umræddu tímabili. Í þeim 32 málum sem Hæstiréttur tók upp að nýju á þessum ellefu árum tóku þrír dómarar ákvörðun um afgreiðslu málsins í öllum tilvikum nema einu, þar var um að ræða ákvörðun fullskipaðs dóms. Í tíu tilvikum höfðu dómarar sem tóku ákvörðun um endurupptöku ekki dæmt málið, en í sextán hafði einn dómari af þremur tekið þátt í að dæma það. Í fimm tilvikum höfðu hins vegar tveir af þremur dómurum áður dæmt í málinu og í því tilfelli er dómurinn var fullskipaður höfðu þrír dómarar dæmt málið fyrir dómi. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um breytingu á meðferð sakamála. Álfheiður Ingadóttir, fyrsti flutningsmaður, segir að núverandi fyrirkomulag sé úr sér gengið. Það gangi ekki að dómarar sem komið hafi að málinu áður meti hvort það skuli tekið upp að nýju. „Það ætti að vera búið að kasta þessu fyrir róða fyrir lifandis löngu.“ Í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn Álfheiðar um málið, á þingi í vor, sagði ráðherrann vel koma til greina að breyta lögum um endurupptöku mála sem Hæstiréttur hefur áður dæmt. Í frumvarpinu er kveðið á um að komið verði á fót endurupptökunefnd sem taki afstöðu til þess hvort Hæstiréttur taki upp mál að nýju eður ei. Formaður nefndarinnar skuli uppfylla hæfisskilyrði hæstaréttardómara. Þá verði úrskurðir nefndarinnar gerðir opinberir en Álfheiður segir það brotalöm í núverandi kerfi að afstaða Hæstaréttar til endurupptökubeiðni er ekki gerð opinber eins og gildir um aðrar ákvarðanir réttarins. Álfheiður segir þetta fyrirkomulag þekkjast í Noregi. Það tryggi að óháðir aðilar meti málin. - kóp Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hæstarétti barst 41 beiðni um endurupptöku máls á tímabilinu 1. janúar 2000 til 1. janúar 2011. Rétturinn samþykkti fjórar þeirra, en fimm voru afturkallaðar. Eftir standa 32 beiðnir sem hafnað var á umræddu tímabili. Í þeim 32 málum sem Hæstiréttur tók upp að nýju á þessum ellefu árum tóku þrír dómarar ákvörðun um afgreiðslu málsins í öllum tilvikum nema einu, þar var um að ræða ákvörðun fullskipaðs dóms. Í tíu tilvikum höfðu dómarar sem tóku ákvörðun um endurupptöku ekki dæmt málið, en í sextán hafði einn dómari af þremur tekið þátt í að dæma það. Í fimm tilvikum höfðu hins vegar tveir af þremur dómurum áður dæmt í málinu og í því tilfelli er dómurinn var fullskipaður höfðu þrír dómarar dæmt málið fyrir dómi. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um breytingu á meðferð sakamála. Álfheiður Ingadóttir, fyrsti flutningsmaður, segir að núverandi fyrirkomulag sé úr sér gengið. Það gangi ekki að dómarar sem komið hafi að málinu áður meti hvort það skuli tekið upp að nýju. „Það ætti að vera búið að kasta þessu fyrir róða fyrir lifandis löngu.“ Í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn Álfheiðar um málið, á þingi í vor, sagði ráðherrann vel koma til greina að breyta lögum um endurupptöku mála sem Hæstiréttur hefur áður dæmt. Í frumvarpinu er kveðið á um að komið verði á fót endurupptökunefnd sem taki afstöðu til þess hvort Hæstiréttur taki upp mál að nýju eður ei. Formaður nefndarinnar skuli uppfylla hæfisskilyrði hæstaréttardómara. Þá verði úrskurðir nefndarinnar gerðir opinberir en Álfheiður segir það brotalöm í núverandi kerfi að afstaða Hæstaréttar til endurupptökubeiðni er ekki gerð opinber eins og gildir um aðrar ákvarðanir réttarins. Álfheiður segir þetta fyrirkomulag þekkjast í Noregi. Það tryggi að óháðir aðilar meti málin. - kóp
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira