Fleiri fréttir

Löggan stoppaði 160 ökumenn í nótt

Um hundrað og sextíu ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni í gærkvöld og nótt í umferðareftirliti lögreglunnar. Sjö ökumenn reyndust ölvaðir við stýrið eða undir áhrifum fíkniefna og eiga þeir ökuleyfissviptingu yfir höfði sér að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Fjórir til viðbótar voru handteknir og fluttir á lögreglustöð en þeir voru farþegar í bíl ökumanns sem var undir áhrifum fíknefna. Líkt og ökumaðurinn voru þeir allir í annarlegu ástandi en fíkniefni fundust í bílnum.

Ólafur Ragnar fundaði með páfa

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gaf Benedikt sextánda páfa, styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur í morgun. Þá veitti páfinn forsetanum sérstaka einkaáheyrn.

Félagar í MC Iceland stöðvaðir af öryggisástæðum

"Við tökum ákvörðun um það hvort þeim verður hleypt inn í landið eftir að við höfum kannað erindi þessara manna,“ segir Erling Skogen, varðstjóri lögreglunnar á Gardemoen-flugvelli, í viðtali við Vísi.

Fáir vissu af tilraunum til að koma Icesave í dótturfélag

Gunnar Viðar, forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Landsbankans, segir að afar fáir starfsmann bankans hafi vitað um viðræður Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins vegna yfirfærslu innstæðna á Icesave-reikningum í Bretlandi í dótturfélag.

Regluverði Landsbankans haldið utan við raunverulegan gang mála

Þórður Örlygsson, regluvörður Landsbankans, fékk ófullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi sínu sem skyldi í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008. Meðal þess sem starf Þórðar fólst í var að fylgja reglum bankans um innherjaviðskipti. Hann var einn þeirra sem tilkynnti um hugsanlegar verðmyndandi upplýsingar til Kauphallar.

Innanríkisráðuneytið undir eitt og sama þakið

Um helgina flyst starfsemi innanríkisráðuneytisins frá Hafnarhúsinu að Sölvhólsgötu í Reykjavík. Í frétt á vef ráðuneytisins er beðist velvirðingar á þeirri truflun sem verða kann í dag og fram eftir á mánudag vegna þessa. „Þeir sem þurfa að ná í starfsmenn í Hafnarhúsi geta komið skilaboðum áleiðis í gegnum afgreiðslu ráðuneytisins í Skuggasundi í síma 545 9000.“

Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf

Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna.

"Við erum ekki í stríði við neinn"

"Við erum ekki í stríði við neinn," segir Einar "Boom" Marteinsson, formaður vélhjólaklúbbsins MC Iceland, sem lögregla óttast að muni innan skamms lenda í átökum við annan vélhjólaklúbb, Black Pistons, sem starfræktur er hér á landi. Black Pistons er opinber áhangendaklúbbur vélhjólasamtakanna Outlaws og klúbburinn hér var stofnaður af Jóni Trausta Lútherssyni, forvera Einars á formannsstóli MC Iceland, áður Fáfnis.

Ingimundur: Sagði víst frá Icesave-þaki á fundi samráðshópsins

Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, var fyrsta vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, var haldið áfram.

Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs

Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins.

Aðalmeðferð yfir meintum skotárásarmönnum

Aðalmeðferð er hafin yfir sexmenningum, sem eru ákærðir fyrir að hafa skotið á dyr heimilis í Fossvoginum á aðfangadegi á síðasta ári. Talið er að um uppgjör hafi verið ræða þar sem deilt var um fíkniefni.

Leiga allt að tvöfalt hærri en viðmiðin

Allt að 108 prósenta munur er á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu og neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. Kemur þetta fram í nýrri verðkönnun Neytendasamtakanna (NS) á húsaleigu hér á landi.

Sex teknir fyrir ölvunarakstur

Sex ökumenn voru teknir úr umferð vegna ölvunaraksturs á höfuðborgarsvæðinu í nótt og einn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.

Fílabeinsströndin á barmi borgarastyrjaldar

Fílabeinsströndin er á barmi borgarastyrjaldar að mati starfsmanna Sameinuðu þjóðanna eftir að sex konur, sem tóku þátt í göngu þar sem krafist var afsagnar forseta landsins, voru skotnar til bana í höfuðborg landsins Abidjan í vikunni.

Bauð upp á kynlífssýningu í skólastofunni

Skólastjóri bandaríska háskólans, Norðvestur, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með sálfræðikennara í skólanum sem réð konu til þess að nota kynlífstæki fyrir framan nemendur í bekknum.

Nýr forsætisráðherra Egyptalands

Egypska herráðið hefur samþykkt afsögn forsætisráðherrans, Ahmed Shafiq og tilnefnt Essam Saharaf sem nýjan forsætisráðherra og falið honum að mynda nýja ríkisstjórn.

Braust inn í kirkju

Óprúttinn þjófur braust inn í kaþólska kirkju síðustu helgi og stal þar öllu steini léttara.

Kínverjar stórefla herinn

Kínverjar tilkynntu í dag að yfirvöld ætli að stórauka fjármagn til varnarmála í landinu, eða um tæplega 100 milljarða dollara.

Uppreisnarmenn vilja flugbann yfir Líbíu

Þjóðarráð Líbíu, sem var stofnað í Benghazi eftir að uppreisnarmenn náðu borginni á sitt vald, biðla til alþjóðasamfélagsins um að koma í veg fyrir að Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbíu, beiti herþotum sínum á uppreisnarmenn.

Eldur í potti

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var hvatt að fjölbýlishúsi í Breiðholti laust eftir miðnætti þar sem mikill reykur var í íbúðinni.

Bandarískur njósnari reyndist á lífi - Er í Íran

Milliríkjadeila er risin á milli Bandaríkjanna og Írans eftir að í ljós kom að írönsk yfirvöld hafa haft njósnara, sem vann hjá bandarísku ríkisstjórninni, í haldi í fjögur ár. Í fyrstu var talið að hann væri látinn.

350 misreyndir skákmenn tefla

Skákhátíð í Reykjavík hefst formlega í dag með þremur síðustu umferðunum á Íslandsmóti skákfélaga sem fram fara í dag og á morgun í Rimaskóla. Þar tefla um 350 manns á öllum aldri, allt frá stórmeisturum til lítt reyndra.

Lögregla rannsakar mál Gunnars

Konurnar átta sem ásaka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðislega áreitni hafa nú gefið sig fram til lögreglu. Skýrslutökum er að ljúka og mun Gunnar væntanlega verða kallaður í skýrslutöku í kjölfarið.

Reknir í örfáar vikur svo að þeir fái bætur

„Þetta heitir tímabundin rekstrarstöðvun og er mjög þekkt í fiskinum,“ segir Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, um uppsagnir 38 starfsmanna stofnunarinnar.

Fleiri segjast nú keppa við ríkið

Rúmur helmingur fyrirtækja telur sig eiga í beinni eða óbeinni samkeppni við hið opinbera, samkvæmt könnun Viðskiptaráðs Íslands.

Nóbelshafi sakar ráðamenn um óheilindi

Muhammed Junus, Nóbelsverðlaunahafi og bankastjóri í Bangladess, hefur mótmælt því harðlega að stjórnvöld í Bangladess ætli að reka hann úr starfi sínu sem bankastjóri Grameen-bankans.

Umdeilanlegur ávinningur breytinga

Fyrirhugaðar breytingar í skólamálum Reykjavíkurborgar hafa mætt mikilli andstöðu frá foreldrum, fagfólki og fulltrúum minnihlutans. Allt frá upphafi hafa ýmsir hópar kvartað yfir mörgum þáttum sem að málinu snúa. Foreldrafélög og félög kennara og skólastjórnenda hafa meðal annars lýst yfir áhyggjum af því hvort litið sé framhjá faglegum sjónarmiðum en þess í stað hafi áherslan verið á fjárhagslegu hliðina og sparnað.

Réðst ítrekað á barnsmóður sína

Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Þá var hann dæmdur til að greiða henni 400 þúsund krónur í bætur.

Helgi andvígur stjórnlagaráði

Skipan stjórnlagaráðs mundi skapa vont fordæmi og leita ber annarra leiða til að endurskoða stjórnarskrána, að mati Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem hyggst ekki styðja tillögu stjórnarflokkanna um stjórnlagaráð.

Már á opnum fundi Alþingis

Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á opinn fund þriggja nefnda Alþingis klukkan 10 í dag. Þar mun hann gera grein fyrir störfum peningastefnunefndar Seðlabankans undangengið ár og svara fyrirspurnum.

Íslendingar taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Líbíu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra undirritaði í dag reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn Líbíu. Með reglugerðinni framfylgir Ísland ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um Líbíu og ákvörðunum framkvæmdanefndar um þvingunaraðgerðir.

Um 400 þúsund baðgestir sóttu Ylströndina

Áætlað er að um 400 þúsund baðgestir hafi sótt Ylströndina í Nauthólsvík í fyrra. Ylströndin var opnuð árið 2000 og fékk Bláfánann árið 2003 en hann er alþjóðleg vottun sem veitt er rekstraraðilum baðstranda og smábátahafna fyrir framúrskarandi vistvæna umgengni og meðhöndlun úrgangs. Örverufræðileg gæði baðvatnsins hafa reynst góð. Þetta kom fram hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur á ráðstefnu um Umhverfismengun á Íslandi í liðinni viku. Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með Ylströndinni en hún flokkast sem náttúrulaug.

Fjörutíu ár frá því Íslendingar keyptu uppstoppaðan geirfugl

Á morgun eru fjörutíu ár frá því íslenskur blaðamaður og fuglafræðingur festu kaup á uppstoppuðum Geirfugli á uppboði hjá Sotheby's í Lundúnum. Fuglinn var keyptur fyrir söfnunarfé og kostaði sem svaraði þá til verðs á einbýlishúsi. Geirfuglinn var útdauður með öllu um miðja 19. öldina. Á einni viku tókst að safna fyrir líklegu verði fuglsins, eða tveimur milljónum, góðu húsverði 1971.

Sjá næstu 50 fréttir