Innlent

Réðst ítrekað á barnsmóður sína

Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp dóminn í gær.
Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp dóminn í gær.
Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Þá var hann dæmdur til að greiða henni 400 þúsund krónur í bætur.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í ágúst 2009 ráðist á konuna á heimili hennar, gripið í höfuð hennar og slegið því niður í eldhúsborð íbúðarinnar. Þá sneri hann konuna niður í gólfið, samkvæmt ákæru. Konan hlaut talsverða áverka.

Daginn eftir réðst hann aftir inn í íbúðina og inn í svefnherbergi konunnar. Hann vakti hana og sneri upp á fæturna á henni þegar hún neitaði honum um leyfi til að sofa á sófa í stofunni.

Nokkru síðar réðst hann á konuna á bifreiðaplani við Háskólann á Akureyri, felldi hana í jörðina, sparkaði í bak hennar og barði hana ítrekað í hnakkann. Þá segir að hann hafi tekið af henni farsímann og kastað honum að henni þannig að síminn eyðilagðist.

Enn hlaut konan ýmsa áverka, þar með talið skerta hreyfigetu í baki.

Loks réðst maðurinn inn til hennar tveim dögum síðar og fór ekki fyrr en lögreglan handtók hann.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×