Innlent

"Við erum ekki í stríði við neinn"

Einar "Boom“ Marteinsson
Einar "Boom“ Marteinsson
„Við erum ekki í stríði við neinn," segir Einar „Boom" Marteinsson, formaður vélhjólaklúbbsins MC Iceland, sem lögregla óttast að muni innan skamms lenda í átökum við annan vélhjólaklúbb, Black Pistons, sem starfræktur er hér á landi. Black Pistons er opinber áhangendaklúbbur vélhjólasamtakanna Outlaws og klúbburinn hér var stofnaður af Jóni Trausta Lútherssyni, forvera Einars á formannsstóli MC Iceland, áður Fáfnis.

Einar undrast í samtali við Fréttablaðið að yfirvöld kalli klúbbinn skipulögð glæpasamtök þótt enginn dómur hafi fallið á hann. Hann vill þó ekkert segja frekar um málið.

Lögregla fullyrðir að meðlimir MC Iceland muni um helgina fá fullgildingu sem liðsmenn Hells Angels, eða Vítisengla, og að athöfnin muni fara fram í Ósló. Einar vill hvorki tjá sig um það né hvort þeir séu á leið utan. - sh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×