Innlent

Már á opnum fundi Alþingis

Opni fundurinn með seðlabankastjóra fer fram í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti. Fréttablaðið/GVA
Opni fundurinn með seðlabankastjóra fer fram í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti. Fréttablaðið/GVA
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á opinn fund þriggja nefnda Alþingis klukkan 10 í dag. Þar mun hann gera grein fyrir störfum peningastefnunefndar Seðlabankans undangengið ár og svara fyrirspurnum.

Efnahags- og skattanefnd, fjárlaganefnd og viðskiptanefnd Alþingis halda fundinn en ásamt Má verða á fundinum Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur og Rannveig Sigurðardóttir, ritari peningastefnunefndar.

Í tilkynningu frá Seðlabanka segir að fundurinn sé liður í reglulegri upplýsingagjöf bankans til Alþingis.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×