Innlent

Íslendingar taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Líbíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson undirritaði reglugerðina í dag. Mynd/ GVA.
Össur Skarphéðinsson undirritaði reglugerðina í dag. Mynd/ GVA.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra undirritaði í dag reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn Líbíu. Með reglugerðinni framfylgir Ísland ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um Líbíu og ákvörðunum framkvæmdanefndar um þvingunaraðgerðir.

Reglugerðin felur í sér vopnaviðskiptabann, skoðunarheimildir á farmi í farartækjum til og frá Líbíu, landgöngubann og frystingu fjármuna Muammar Gaddafi einræðisherra Líbýu, fjölskyldu hans og náinna samstarfsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×