Fleiri fréttir

Ashton heimsækir Gaza

Yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, barónessan Catherine Ashton, heimsækir í dag Gaza-ströndina í Palestínu og verður hún þar með einn hæst setti vestræni stjórnmálamaðurinn sem þangað kemur frá því Hamas samtökin náðu þar völdum fyrir nokkrum árum.

Sígarettuþjófar teknir

Tveir innbrotsþjófar voru gripnir glóðvolgir við innbrot í verslun í Sundunum í Reykjavík um hálf fjögur leitið í nótt. Vitni varð þeirra var og hringdi á lögreglu.

Skemmdir unnar á fjarskiptamöstrum

Grunur leikur á að skemmdarverk hafi verið unnin á rafköplum í fjarskiptamöstrum í grennd við Veðurstofuna við Bústaðaveg upp úr klukkan fjögur í nótt. Þar voru rafkaplar sviðnir með þeim afleiðingum að örbylgjusendingar með sjónvarpsefni féllu niður.

Útiloka ekki að kveikt hafi verið í

Miklar skemmdir urðu á gömlu fiskimjölsverksmiðjunni í Sandgerði í fyrrinótt þegar eldur kom þar upp. Slökkviliðið í Sandgerði var kallað út klukkan fjögur um nóttina og var þá mikill hiti og reykur innan dyra. Kallað var í liðsauka frá Brunavörnum Suðurnesja og var slökkvistarfi lokið á sjötta tímanum.

Þingmaður sjálfstæðisflokks lýsir stuðningi en þingmaður VG efast

„Ég er með efasemdir um slíka starfsemi á vellinum," segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, spurður um viðhorf hans til þess að E.C.A. Program fái að reka hér starfsemi í tengslum við rekstur orrustuþotna og þátttöku í heræfingum. Hann segist hins vegar ekki hafa skoðað málið og tjáir sig því ekki frekar um það.

Fá ekki að skila lyklunum að sinni

Ekki stendur til að breyta lögum til að þeir sem eru í skuldavanda vegna íbúðaláns geti einfaldlega skilað inn lyklunum og verið skuldlausir eftir, sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra í gær.

Lögregluþjónn kveikti í húsum

Danskur lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að hafa undanfarnar vikur kveikt að minnsta kosti átta sinnum í húsum, bílskúrum og bifreiðum í Silkiborg, fjörutíu þúsund manna bæ á Jótlandi, skammt frá Árósum.

Styttist í pólitíska ákvörðun

Flugmálastjórn er langt komin við að meta umsókn hollenska fyrirtækisins E.C.A. Program um að skrásetja um 20 óvopnaðar orrustuþotur hér á landi. „Það styttist í að hægt sé að taka pólitíska ákvörðun um hvort ríkisstjórn og Alþingi vilji að undirbúningi málsins verði haldið áfram,“ sagði Ingvar Sverrisson, aðstoðarmaður samgönguráðherra.

Segja málaliðaher auvirðilegt fyrirbæri

Samtök hernaðarandstæðinga (SHA) telja að einkarekinn flugher hollenska fyrirtækisins E.C.A. með 20 óvopnaðar orrustuþotur, sem leigðar verði til heræfinga, eigi ekkert erindi hér á landi.

Ellefu áfram í Gullegginu

Ellefu viðskiptaáætlanir hafa verið valdar til að taka þátt í Gullegginu 2010, frumkvöðlakeppni Innovit.

Hafa áhyggjur af búfjárbyltingunni

Framleiðsla og neysla á kjöti hefur þrefaldast á síðustu þremur áratugum og allt stefnir í að hún tvöfaldist frá því sem nú er til ársins 2050, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem vitnað er í á vefmiðlinum Science Daily.

Efnahagslífið enn brothætt

efnahagsmál Bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ákvað á þriðjudag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum.

Bæta í sjóðina

Eik Banki í Færeyjum hefur samið við dönsk stjórnvöld um aðgang að ríkistryggðum lánum upp á 9,1 milljarð danskra króna, jafnvirði 209 milljarða íslenskra. Lánið er hluti af stuðningi danskra stjórnvalda við fjármálafyrirtæki. Eik Banki hyggst nýta lánin til að endurfjármagna eldri lán sem eru á gjalddaga á þessu og næsta ári og bæta lausafjárstöðu sína.

Evrópuríki selja pyntingartól

Mannréttindasamtökin Amnesty International hvetja Evrópusambandið til að loka öllum lagalegum smugum sem evrópsk fyrirtæki hafa notað til að selja pyntingartól til ríkja sem líkleg þykja til að nota slíkan búnað.

Segir bin Laden aldrei nást á lífi

Eric H. Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist sannfærður um að Osama bin Laden verði aldrei dreginn fyrir bandarískan dómstól.

Litháar bjóðast til þess að deila ESB reynslu með Íslendingum

Utanríkisráðherra Litháens, Evaldas Ignatavičius, fundaði á dögunum með Elínu Flygering, sem er nýskipaður sendiherra Íslands í Litháen, en í samtali þeirra á milli bauðst utanríkisráðherrann til þess að aðstoða Íslendinga í umsóknarferlinu til ESB.

Segir kröfugreiðslu einsdæmi í gjaldþrotaskiptasögunni

Lögfræðingurinn Sigurður G. Guðjónsson, fékk greidda 200 þúsund króna kröfu í Fons fyrir nokkrum dögum síðan en sjálfur sagði hann í viðtali við Sölva Tryggvason á Skjá einum að það væri einsdæmi í gjaldþrotaskiptasögunni.

Samtök lánþega gagnrýna skjaldborgina harðlega

Talsmaður Samtaka lánþega segist harma auðsýnt máttleysi stjórnvalda við að taka á þeim bráða vanda sem steðjar að íslenskum heimilum og hvetur ríkisstjórnina til að sýna að minnsta kosti mátt til að fara að þeim lögum sem þegar eru sett í landinu.

Íslendingur vann 66 milljónir

Íslendingur er 66 milljónum ríkari eftir að hann vann í Víkingalottóinu í kvöld en fyrsta vinningnum deilir hann engu að síður með tveimur öðrum heppnum spilurum frá Danmörku og Noregi.

Stofnfjáreigendur í Húnaþingi spyrja um persónulegar ábyrgðir annarra

Stofnfjáreigendur í Húnaþingi, sem bíða þess að gengið verði að eignum þeirra, leita svara við því hvort þeir sem keyptu bréf í nafni einkahlutafélaga, séu lausir undan persónulegum ábyrgðum. Meðal þeirra eru þrír starfsmenn Sparisjóðs Keflavíkur, allt fruminnherjar, sem skulda hátt í einn milljarð króna.

Braut golfkylfu á pólskum karlmanni

Fjórir menn voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir hættulega líkamsárás með golfkylfu. Sá sem hafði sig mest frammi hlaut sex mánaða fangelsisdóm en hann er skilorðsbundinn til fjögurra mánaða. Hinir, sem eru með hreint sakavottorð, hlutu 60 daga fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára.

Lárviðarljóð um hásin Beckhams

Lárviðarskáld Bretlands Carol Ann Duffy hefur gert hásin Davids Beckham ódauðlega með því að yrkja um hana ljóð. Á ensku heitir hásinin Achilles tendon.

Gylfi: Stjórn Íslandsbanka ber ábyrgð á ráðningu bankastjóra

„Það er ótvírætt mín skoðun að það eigi að auglýsa í stöður hjá fyrirtækjum sem eru að meirihluta í eigu ríkisins,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um ráðningu Birnu Einarsdóttur áfram í stöðu bankastjóra Íslandsbanka. Ákveðið var á síðasta stjórnarfundi Íslandsbanka að ráða Birnu áfram, án þess að staðan væri auglýst.

Nýju kaupleigukerfi komið á fót hjá Íbúðalánasjóði

Nýju kaupleigukerfi verður komið á fót hjá Íbúðalánasjóði vegna eigna sem hann á nú þegar með öruggri leigu og kauprétti. Bætt lög sett um húsnæðissamvinnufélög. Húsnæðisbætur í stað vaxta- og húsaleigubóta.

VG alfarið á móti einkaher- Suðurnesjamönnum til skelfingar

Litlar líkur eru á því að hugmyndir um einkarekinn flugher á Íslandi verði að veruleika ef þingmenn Vinstri Grænna hafa eitthvað um það að segja. Hollenska fyrirtækið á bakvið hugmyndina talar 200 milljarða fjárfestingu hér á landi, en litlar upplýsingar fást um fyrirtækið.

Rússnesk ritskoðun

Tuttugu og fimm ára gamall bassaleikari í breskri hljómsveit var rekinn úr járnbrautarlest í Portsmouth þar sem hann sat og skrifaði lista yfir lög sem hljómsveitin ætlaði að leika á næsta giggi sínu.

Út með þig stelpa

Níutíu og tveggja ára gömul bresk ekkja hefur loks fengið samþykki dómstóla fyrir því að reka sextuga dóttur sína og sjötíu og sex ára tengdason burt af bóndabænum sem þau hafa deilt undanfarin ár.

Hægt að skapa 26 þúsund ársverk

Hægt yrði að skapa 26 þúsund ársverk á næstu árum í fjárfestingarverkefnum sem næmu 280 - 380 milljörðum króna á næstu árum, segir framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins. Atvinnumál voru til umræðu á fundi framkvæmdastjórnarinnar í gær. Þar á bæ krefjast menn

Ritstjóri DV hóar í fjárfestahóp

Reynir Traustason, ritstjóri DV, er að safna saman hópi fjárfesta til þess að kaupa DV, fréttavefinn DV.is og Mannlíf. „Ég er að safna saman fjárfestum og ætla þannig að hafa áhrif á það hverjir fá blaðið. Ég sjálfur er inni í því með verulega peninga,“ segir Reynir.

Heimamenn í Úganda taka við

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur í auknu mæli ráðið innlenda verkefnisstjóra til starfa á vegum stofnunarinnar í Úganda. Aðeins tveir íslenskir verkefnisstjórar eru nú að störfum í landinu en þeir sinna ekki beinni framkvæmd verkefna heldur eftirfylgni og eftirliti. Þetta kemur fram í fréttabréfi Þróunarsamvinnustofnunar.

Foreldrar Baracks Obama á Hawaii

Í tilefni af fyrirhugaðri heimsókn Baracks Obama til Indónesíu hefur verið talsvert rifjað upp lífshlaup hans en sem barn bjó hann bæði á Hawaii og í Indónesíu.

Rektorar áhyggjufullir yfir frekari niðurskurði

Rektorar lýsa yfir þungum áhyggjum sínum af áætlunum um enn frekari niðurskurð til háskólamenntunar í landinu og benda á að opinber framlög til háskólastigsins séu hlutfallslega miklu lægri hér en á hinum

Landlæknisembættið verður 250 ára á morgun

Landlæknisembættið fagnar 250 ára afmæli sínu á morgun. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir að gríðarlegur árangur hafi náðst í heilbrigðismálum frá því að embættið var stofnað.

Blackwater fær ekki samning í Afganistan

Ríkisendurskoðun í Bandaríkjunum hefur bannað eins milljarðs dollara samning Bandaríkjahers við öryggisfyrirtækið Blackwater um þjálfun afganskra lögreglumanna.

Einkarekinn flugher kallar á mikla undirbúningsvinnu

Semja þarf sérstakar reglugerðir í samgönguráðuneytinu ef hugmyndir hollensks fyrirtækis sem vill skrá 20 herþotur hér á landi og nota þær til heræfinga eiga að verði að veruleika. Um 200 milljarða fjárfestingu er að ræða ef allt gengur eftir.

Sameinast í baráttu gegn einelti

Dagur án eineltis verður haldinn í fyrsta skipti á vegum Reykjavíkurborgar í dag og hefst með táknrænni athöfn á Tjarnarbakkanum klukkan 14. Þar verða nemendur úr nokkrum skólum borgarinnar samankomnir og mun barnakór taka lagið. Viðstaddir fá miða í hönd og verða beðnir um að skrifa jákvæð skilaboð út í samfélagið til að hengja á tré en að því loknu verður efnt til málþings í Ráðhúsinu.

Stjórnir lífeyrissjóða þarf að endurskoða sem fyrst

Það er sorgleg staðreynd að lítil sem engin breyting hafi orðið á stjórnum sex stærstu lífeyrissjóða landsins eftir efnahagshrunið segir Eygló Harðardóttir þingmaður framsóknar. Val á stjórnarmönnum í lífeyrissjóðina sé ólýðræðislegt og það þurfi að endurskoða sem fyrst.

Sjá næstu 50 fréttir