Fleiri fréttir Gosóróinn í lægð þessa stundina Gosóróinn í Fimmvörðuhálsi er í lægð núna. Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hann virðist minnka og vaxa á víxl. Því er ómögulegt að spá fyrir um framhald málsins. Enn mælast smáskjálftar á svæðinu. Um hádegisbil höfðu um 30 smáskjálftar mælst siðan á miðnætti í nótt. 21.3.2010 17:03 Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins lokað Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík í Mýrdal hefur verið lokað eftir að aðgerðarstjórn almannavarna aflétti rýmingaráætlun að mestu leyti. Íbúar á fjórtán bæjum mega enn ekki snúa til síns heima og verður þeim sem á þurfa að halda útveguð gisting. 21.3.2010 16:45 Þarf að fylgjast vel með öskufalli Yfirdýralæknir og Matvælastofnun mælist til þess við bændur að þeir fylgist vel með öskufalli vegna hættu sem búfénaði getur stafað af mengun sem öskunni fylgir. Þá er nauðsynlegt að fylgjast með gæðum vatns þar sem bæir eru með einkavatnsveitur. 21.3.2010 16:28 Ný rýmingaráætlun vegna eldgossins - 14 bæir enn rýmdir Á fundi Almannavarnanefndar sem haldinn var á Hellu í dag var tekin ákvörðun um þær rýmingar sem verða í gildi í nótt vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þær rýmingar sem verða í gildi í nótt eru eftirfarandi: 21.3.2010 16:19 Lokunum aflétt á Suðurlandsvegi Öllum lokunum hefur verið aflétt á Suðurlandsvegi en þar hefur umferð verið takmörkuð frá því eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Þessi ákvörðun var tekin á aðgerðarstjórnarfundi sem haldinn var á Hellu klukkan þrjú í dag. 21.3.2010 15:51 Fyrsta vél frá Boston í loftið klukkan hálf fimm Fyrsta Icelandair vélin sem beðið hefur í Boston vegna eldgossins í Eyjafjallajökli fer í loftið klukkan hálffimm að íslenskum tíma. Guðjón Arngrímsson segir að hinar vélarnar tvær fylgi síðan í kjölfarið. Um fimmhundruð manns hafa beðið í Boston í dag. 21.3.2010 15:48 Samhæfingarfundur vegna gossins Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna verður haldinn stöðufundur með vísindamönnum og öðrum sérfræðingum vegna eldgossins núna klukkan þrjú á Hellu. Á fundinum verður lagt mat á stöðuna og hvernig gosið hefur þróast. 21.3.2010 15:14 Gosið enn í fullum gangi Eldgosið í Eyjafjallajökli er enn í fullum gangi að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að gosóróinn hafi minnkað um tíu leytið í morgun en síðan rauk hann aftur upp um ellefu leytið og hefur hann gengið í púlsum eftir það en ávallt verið meiri en þegar hann var minnstur klukkan tíu. 21.3.2010 15:07 Gossprungan í Fimmvörðuhálsi - myndskeið TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar náði einstæðum myndum af gosinu í nótt. Í frétt á heimasíðu Gæslunnar segir að vegna hugsanlegrar ösku var farið að Krísuvík og þaðan til suðurs og 10 sjómílur suður fyrir Surtsey. Þaðan var haldið austur að jöklinum og síðan til norðurs. 21.3.2010 13:45 Alfreð Þorsteinsson skipar heiðurssæti hjá Framsóknarflokknum Framsóknarmenn í Reykjavík héldu í gær málefnaþing til undirbúnings borgarstjórnarkosningunum í vor.Þar var rætt um breytingar á frístundakortinu, skilgreiningu á grunnþjónustu, nýjar hugmyndir u 21.3.2010 13:08 Vegurinn opnaður á milli Þjórsár og Víkur - umferð takmörkuð undir jökli Opnað hefur verið fyrir umferð á milli Þjórsár og Víkur að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Umferðin er þó takmörkuð enn sem komið er og er fólk vinsamlegast beðið um að vera ekki að stoppa á leiðinni. 21.3.2010 12:54 Innanlandsflug liggur niðri til kvölds Allt innanlandsflug liggur niðri þangað til klukkan 18.15 í kvöld vegna eldgossins. Fólk er hvatt til að kynna sér tímasetningar á flugi á textavarpinu. 21.3.2010 12:20 Alvarlegt ef gosið hefur áhrif á flugsamgöngur „Fyrstu áhyggjurnar þegar ég heyrði af þessu tengdust fluginu,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 21.3.2010 12:09 Formaður norska Framfaraflokksins heillaður af gosinu Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að hún sé heilluð af miklum kröftum íslenskrar náttúru. Siv er stödd hér á landi ásamt 120 flokksfélögum sínum segir norska blaðið Verdens Gang. 21.3.2010 11:41 Lögreglan lokaði veitingastað á Laugavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði veitingastað á Laugavegi á fjórða tímanum í nótt vegna þess að eigendur höfðu ekki tilskilin leyfi til þess að starfrækja veitingastaðinn. 21.3.2010 10:18 Þykkan mökk lagði frá gosstöðvunum í morgun - myndir Gosóróinn í Eyjafjallajökli virðist hafa náð hámarki um 7-8 í morgun en aðeins hefur dregið úr honum síðan, samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálftasérfræðingi á Veðurstofunni. 21.3.2010 09:45 Um 500 manns bíða í Boston eftir flugi til Íslands Um 500 manns bíða í Boston í Bandaríkjunum eftir því að ná flugi til Íslands. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi og lokun flugvalla hefur valdið mikilli truflun á flugi Icelandair. 21.3.2010 09:20 Gossprungan 0,5 - 1 kílómetri á lengd Gossprungan á Fimmvörðuhálsi er 0,5-1 km á lengd. Á tímabilinu frá klukkan 04 til 07 var kvikustrókavirkni mjög jöfn. 21.3.2010 08:45 Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi. 21.3.2010 08:26 Ein umfangsmesta rýmingaraðgerð á Íslandi - myndskeið Talið er að um sex hundruð manns hafi yfirgefið heimili sín vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 21.3.2010 07:28 Eyjafjallajökull uaktywnil sie i nastapila erupcja Eyjafjallajökull uaktywnil sie i nastapila erupcja. Zdecydowano ewakulowac zgodnie z planem. Z nastepujacych miejscowosci zostali ewakulowani ludzie. 21.3.2010 06:23 Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða. 21.3.2010 06:15 Bændum heimilt að fara inn á lokuð svæði í birtingu Bændum heimilt að fara inn á lokuð svæði undir Eyjafjallajökli í birtingu til þess að sinna búpeningi í birtingu. Bændur óttuðust mjög í nótt um að búfé stafaði ógn af öskufalli frá gosinu. 21.3.2010 06:05 Aukafréttatími á Stöð 2 í hádeginu á morgun Stöð 2 verður með aukafréttatíma í hádeginu á morgun. Þar verða sýndar myndir af gosinu, myndir sem teknar voru í Hvolsskóla í nótt, myndir úr samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð og ítarlega verður gert grein fyrir stöðu mála. 21.3.2010 05:55 Gosið ekki í ís Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira. 21.3.2010 05:41 Sprungan norðarlega í Fimmvörðuhálsi - myndskeið Gossprungan er norðarlega í Fimmvörðuhálsi, á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, segir Landhelgisgæslan eftir að þyrla á hennar vegum hefur flogið yfir. 21.3.2010 04:30 Fólk rólegt í fjöldahjálparstöðinni í Hvolsskóla - myndskeið „Þetta gengur vel. Það er allt í rólegheitum hjá okkur,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir, vettvangsstjóri hjá Rauða krossinum, sem stödd var í fjöldahjálparstöðinni í Hvolsskóla á Hvolsvelli þegar Vísir náði tali af henni. 21.3.2010 03:54 Gríðarlegan gosmökk leggur frá gosstöðvunum Gríðanlegan gosmökk leggur frá gösstöðvunum í Eyjafjallajökli, segir Kristján Már Unnarsson fréttamaður sem staddur er i grunnskólanum á Hvolsvelli og fylgist með því sem þar fer fram. Hann segir að ekki sjáist til gosstöðvanna frá Hvolsvelli vegna gosmakkarins. Hvasst er á Hvolsvelli og virðist áttin vera þannig að mökkinn leggi að Hvolsvelli. Þyrla flaug yfir svæðið fyrir fáeinum mínútum en gat heldur ekki séð neitt til gosstöðvanna vegna gosmakkarins. 21.3.2010 03:28 Flugbann yfir eldstöðvunum Þremur flugvélum Icelandair sem voru á leið frá Seatle, Orlando og New York í Bandaríkjunum, var snúið frá því að koma til íslands vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Flugvélunum frá Seattle og og Orlando var snúið til Boston en flugvélinni frá New York var snúið til Glasgow í Skotlandi. 21.3.2010 03:11 Gos hafið í Eyjafjallajökli Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf. 21.3.2010 03:00 Saka Íslendinga um ólögleg viðskipti með hvalkjöt Hvalaverndunarsamtökin WDCS segja að Íslendingar hafi brotið alþjóðasamþykktir með því að selja hvalkjöt til Danmerkur og Lettlands. Samtökin hafa gefið út skýrslu um hvalveiðar Íslendinga á árunum í ár og í fyrra. Þau segjast hafa aðgang að íslenskum leyniskjölum um málið. 20.3.2010 23:23 Karlmaður stunginn á Mánagötu Karlmaður um fertugt var stunginn með eggvopni í hálsinn við Mánagötu í Reykjavík snemma í morgun. Hann hlaut alvarlega áverka og var fluttur á Landspítalann við Hringbraut. 20.3.2010 20:59 Dani tekinn með rúm 130 kíló af hassi Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn í borginni Nykøbing í Danmörku í dag með 132 kíló af hassi. Maðurinn, sem er vörubílstjóri, hafði smyglað hassinu frá Þýskalandi. 20.3.2010 20:30 Tvöfaldur næst í lottóinu Fyrsti vinningur í lottóinu gekk ekki út í kvöld og verður potturinn því tvöfaldur næst. Tveir voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar og fær hver um sig tæpar 369 þúsund krónur. 20.3.2010 19:57 Grunur um að ríkissjóður hafi verið svikinn um skatt Ríkisskattstjóri hyggst skoða hvort hlutabréfakaup, sala fyrirtækja og eignarhaldsfélaga hafi verið talin fram. Grunur leikur á að ríkissjóður hafi oft verið svikinn um skatt af hagnaði af þessum viðskiptum. Til stendur að skoða fjögurra ára tímabil líkt og gert var við framtöl einstaklinga. Í vikunni kom fram hjá Greiningardeild Ríkisskattstjóra að einstaklingar hafi 20.3.2010 19:38 Natalía er fundin Natalía Rós Jósepsdóttir, sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær er fundin. 20.3.2010 19:10 Íslenskur þjóðfundur veitir metsöluhöfundi innblástur Kanadíski metsöluhöfundurinn Carl Honoré, höfundur bóka sem þýddar hafa verið á yfir þrjátíu tungumálum, ætlar að gera íslensku hugmyndinni um þjóðfund góð skil í nýjustu bók sinni. Honoré mætti að eigin frumkvæði á síðasta þjóðfund sóknaráætlunar fyrir Ísland, sem fjallaði um tækifæri fyrir Reykjavík og haldinn var í Rimaskóla í dag. 20.3.2010 19:00 Sex ára drengur fékk grjót á sig Sex ára gamall drengur slasaðist þegar grjót féll á hann um klukkan fjögur í dag. Drengurinn var ásamt vini sínum við leik við Grjótá þegar grjót hrundi úr árbakkanum. Drengurinn féll í ána en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni dreif að fólk úr nágrenninu sem gat komið honum til aðstoðar. Drengurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Neskaupsstað. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans. 20.3.2010 17:47 Rólegra undir Eyjafjallajökli í dag Rólegra hefur verið undir Eyjafjallajökli í dag en undanfarna daga. Skjálftarnir mældust allt upp í 1400 á sólarhring fyrr í vikunni á mælum hjá 20.3.2010 17:13 1000 börn skráð í sumarbúðir KFUM og -K í dag Opnað var fyrir skráningu í sumarbúðirnar Vatnaskóg, Vindáshlíð, Ölver, Kaldársel og Hólavatn í dag. 20.3.2010 16:18 Annríki vegna sjúkraflutninga Sjúkraflutningamenn á vegum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í 40 sjúkraflutninga það sem af er degi. Engin stórslys hafa orðið á fólki, en um hefur útköll vegna smáslysa og veikinda hefur verið að ræða að sögn sjúkraflutningamanna. Þá hafa nokkur útköll verið farin vegna flutninga á milli spítala. 20.3.2010 16:06 Sigurjón nýr formaður Frjálslynda flokksins Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður, var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins í dag. Í frétt á vef Frjálslynda flokksins segir að Sigurjón hafi þakkað traustið og farið lofsamlegum orðum um fráfarandi formann, Guðjón Arnar Kristjánsson. 20.3.2010 15:55 Ögra dönsku samfélagi Vítisenglar ögra danska samfélaginu stórkostlega með því að opna stuðningsmannahóp fyrir unglinga á aldrinum 14 - 18 ára, segir Lars Barfoed, dómsmálaráðherra Danmerkur, í samtali við fréttastofu Danmarks Radio. 20.3.2010 15:16 Forsætisráðherra Grikklands óttast ekki greiðsluþrot Grikkir hafa stigið nauðsynleg skref til þess að takast á við fjárlagahalla ríkissjóðs og munu ekki lenda í greiðsluþroti, segir Andreas Papandreou, forsætisráðherra landsins. 20.3.2010 14:25 Bjarni: Möguleikar Íslendinga betri en annarra þjóða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingar eigi betri möguleika á því að vinna sig út úr kreppunni en önnur lönd. Þetta kom fram í máli Bjarni þegar að hann hélt opnunarávarp á fundi sem rúmlega eitthundrað flokksmenn norska Fremskrittspartiet héldu í Reykjavík í morgun. 20.3.2010 13:27 Sjá næstu 50 fréttir
Gosóróinn í lægð þessa stundina Gosóróinn í Fimmvörðuhálsi er í lægð núna. Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hann virðist minnka og vaxa á víxl. Því er ómögulegt að spá fyrir um framhald málsins. Enn mælast smáskjálftar á svæðinu. Um hádegisbil höfðu um 30 smáskjálftar mælst siðan á miðnætti í nótt. 21.3.2010 17:03
Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins lokað Fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins á Hvolsvelli, Hellu og í Vík í Mýrdal hefur verið lokað eftir að aðgerðarstjórn almannavarna aflétti rýmingaráætlun að mestu leyti. Íbúar á fjórtán bæjum mega enn ekki snúa til síns heima og verður þeim sem á þurfa að halda útveguð gisting. 21.3.2010 16:45
Þarf að fylgjast vel með öskufalli Yfirdýralæknir og Matvælastofnun mælist til þess við bændur að þeir fylgist vel með öskufalli vegna hættu sem búfénaði getur stafað af mengun sem öskunni fylgir. Þá er nauðsynlegt að fylgjast með gæðum vatns þar sem bæir eru með einkavatnsveitur. 21.3.2010 16:28
Ný rýmingaráætlun vegna eldgossins - 14 bæir enn rýmdir Á fundi Almannavarnanefndar sem haldinn var á Hellu í dag var tekin ákvörðun um þær rýmingar sem verða í gildi í nótt vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þær rýmingar sem verða í gildi í nótt eru eftirfarandi: 21.3.2010 16:19
Lokunum aflétt á Suðurlandsvegi Öllum lokunum hefur verið aflétt á Suðurlandsvegi en þar hefur umferð verið takmörkuð frá því eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Þessi ákvörðun var tekin á aðgerðarstjórnarfundi sem haldinn var á Hellu klukkan þrjú í dag. 21.3.2010 15:51
Fyrsta vél frá Boston í loftið klukkan hálf fimm Fyrsta Icelandair vélin sem beðið hefur í Boston vegna eldgossins í Eyjafjallajökli fer í loftið klukkan hálffimm að íslenskum tíma. Guðjón Arngrímsson segir að hinar vélarnar tvær fylgi síðan í kjölfarið. Um fimmhundruð manns hafa beðið í Boston í dag. 21.3.2010 15:48
Samhæfingarfundur vegna gossins Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna verður haldinn stöðufundur með vísindamönnum og öðrum sérfræðingum vegna eldgossins núna klukkan þrjú á Hellu. Á fundinum verður lagt mat á stöðuna og hvernig gosið hefur þróast. 21.3.2010 15:14
Gosið enn í fullum gangi Eldgosið í Eyjafjallajökli er enn í fullum gangi að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að gosóróinn hafi minnkað um tíu leytið í morgun en síðan rauk hann aftur upp um ellefu leytið og hefur hann gengið í púlsum eftir það en ávallt verið meiri en þegar hann var minnstur klukkan tíu. 21.3.2010 15:07
Gossprungan í Fimmvörðuhálsi - myndskeið TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar náði einstæðum myndum af gosinu í nótt. Í frétt á heimasíðu Gæslunnar segir að vegna hugsanlegrar ösku var farið að Krísuvík og þaðan til suðurs og 10 sjómílur suður fyrir Surtsey. Þaðan var haldið austur að jöklinum og síðan til norðurs. 21.3.2010 13:45
Alfreð Þorsteinsson skipar heiðurssæti hjá Framsóknarflokknum Framsóknarmenn í Reykjavík héldu í gær málefnaþing til undirbúnings borgarstjórnarkosningunum í vor.Þar var rætt um breytingar á frístundakortinu, skilgreiningu á grunnþjónustu, nýjar hugmyndir u 21.3.2010 13:08
Vegurinn opnaður á milli Þjórsár og Víkur - umferð takmörkuð undir jökli Opnað hefur verið fyrir umferð á milli Þjórsár og Víkur að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Umferðin er þó takmörkuð enn sem komið er og er fólk vinsamlegast beðið um að vera ekki að stoppa á leiðinni. 21.3.2010 12:54
Innanlandsflug liggur niðri til kvölds Allt innanlandsflug liggur niðri þangað til klukkan 18.15 í kvöld vegna eldgossins. Fólk er hvatt til að kynna sér tímasetningar á flugi á textavarpinu. 21.3.2010 12:20
Alvarlegt ef gosið hefur áhrif á flugsamgöngur „Fyrstu áhyggjurnar þegar ég heyrði af þessu tengdust fluginu,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. 21.3.2010 12:09
Formaður norska Framfaraflokksins heillaður af gosinu Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að hún sé heilluð af miklum kröftum íslenskrar náttúru. Siv er stödd hér á landi ásamt 120 flokksfélögum sínum segir norska blaðið Verdens Gang. 21.3.2010 11:41
Lögreglan lokaði veitingastað á Laugavegi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði veitingastað á Laugavegi á fjórða tímanum í nótt vegna þess að eigendur höfðu ekki tilskilin leyfi til þess að starfrækja veitingastaðinn. 21.3.2010 10:18
Þykkan mökk lagði frá gosstöðvunum í morgun - myndir Gosóróinn í Eyjafjallajökli virðist hafa náð hámarki um 7-8 í morgun en aðeins hefur dregið úr honum síðan, samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálftasérfræðingi á Veðurstofunni. 21.3.2010 09:45
Um 500 manns bíða í Boston eftir flugi til Íslands Um 500 manns bíða í Boston í Bandaríkjunum eftir því að ná flugi til Íslands. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi og lokun flugvalla hefur valdið mikilli truflun á flugi Icelandair. 21.3.2010 09:20
Gossprungan 0,5 - 1 kílómetri á lengd Gossprungan á Fimmvörðuhálsi er 0,5-1 km á lengd. Á tímabilinu frá klukkan 04 til 07 var kvikustrókavirkni mjög jöfn. 21.3.2010 08:45
Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi. 21.3.2010 08:26
Ein umfangsmesta rýmingaraðgerð á Íslandi - myndskeið Talið er að um sex hundruð manns hafi yfirgefið heimili sín vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 21.3.2010 07:28
Eyjafjallajökull uaktywnil sie i nastapila erupcja Eyjafjallajökull uaktywnil sie i nastapila erupcja. Zdecydowano ewakulowac zgodnie z planem. Z nastepujacych miejscowosci zostali ewakulowani ludzie. 21.3.2010 06:23
Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða. 21.3.2010 06:15
Bændum heimilt að fara inn á lokuð svæði í birtingu Bændum heimilt að fara inn á lokuð svæði undir Eyjafjallajökli í birtingu til þess að sinna búpeningi í birtingu. Bændur óttuðust mjög í nótt um að búfé stafaði ógn af öskufalli frá gosinu. 21.3.2010 06:05
Aukafréttatími á Stöð 2 í hádeginu á morgun Stöð 2 verður með aukafréttatíma í hádeginu á morgun. Þar verða sýndar myndir af gosinu, myndir sem teknar voru í Hvolsskóla í nótt, myndir úr samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð og ítarlega verður gert grein fyrir stöðu mála. 21.3.2010 05:55
Gosið ekki í ís Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira. 21.3.2010 05:41
Sprungan norðarlega í Fimmvörðuhálsi - myndskeið Gossprungan er norðarlega í Fimmvörðuhálsi, á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, segir Landhelgisgæslan eftir að þyrla á hennar vegum hefur flogið yfir. 21.3.2010 04:30
Fólk rólegt í fjöldahjálparstöðinni í Hvolsskóla - myndskeið „Þetta gengur vel. Það er allt í rólegheitum hjá okkur,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir, vettvangsstjóri hjá Rauða krossinum, sem stödd var í fjöldahjálparstöðinni í Hvolsskóla á Hvolsvelli þegar Vísir náði tali af henni. 21.3.2010 03:54
Gríðarlegan gosmökk leggur frá gosstöðvunum Gríðanlegan gosmökk leggur frá gösstöðvunum í Eyjafjallajökli, segir Kristján Már Unnarsson fréttamaður sem staddur er i grunnskólanum á Hvolsvelli og fylgist með því sem þar fer fram. Hann segir að ekki sjáist til gosstöðvanna frá Hvolsvelli vegna gosmakkarins. Hvasst er á Hvolsvelli og virðist áttin vera þannig að mökkinn leggi að Hvolsvelli. Þyrla flaug yfir svæðið fyrir fáeinum mínútum en gat heldur ekki séð neitt til gosstöðvanna vegna gosmakkarins. 21.3.2010 03:28
Flugbann yfir eldstöðvunum Þremur flugvélum Icelandair sem voru á leið frá Seatle, Orlando og New York í Bandaríkjunum, var snúið frá því að koma til íslands vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Flugvélunum frá Seattle og og Orlando var snúið til Boston en flugvélinni frá New York var snúið til Glasgow í Skotlandi. 21.3.2010 03:11
Gos hafið í Eyjafjallajökli Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf. 21.3.2010 03:00
Saka Íslendinga um ólögleg viðskipti með hvalkjöt Hvalaverndunarsamtökin WDCS segja að Íslendingar hafi brotið alþjóðasamþykktir með því að selja hvalkjöt til Danmerkur og Lettlands. Samtökin hafa gefið út skýrslu um hvalveiðar Íslendinga á árunum í ár og í fyrra. Þau segjast hafa aðgang að íslenskum leyniskjölum um málið. 20.3.2010 23:23
Karlmaður stunginn á Mánagötu Karlmaður um fertugt var stunginn með eggvopni í hálsinn við Mánagötu í Reykjavík snemma í morgun. Hann hlaut alvarlega áverka og var fluttur á Landspítalann við Hringbraut. 20.3.2010 20:59
Dani tekinn með rúm 130 kíló af hassi Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn í borginni Nykøbing í Danmörku í dag með 132 kíló af hassi. Maðurinn, sem er vörubílstjóri, hafði smyglað hassinu frá Þýskalandi. 20.3.2010 20:30
Tvöfaldur næst í lottóinu Fyrsti vinningur í lottóinu gekk ekki út í kvöld og verður potturinn því tvöfaldur næst. Tveir voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar og fær hver um sig tæpar 369 þúsund krónur. 20.3.2010 19:57
Grunur um að ríkissjóður hafi verið svikinn um skatt Ríkisskattstjóri hyggst skoða hvort hlutabréfakaup, sala fyrirtækja og eignarhaldsfélaga hafi verið talin fram. Grunur leikur á að ríkissjóður hafi oft verið svikinn um skatt af hagnaði af þessum viðskiptum. Til stendur að skoða fjögurra ára tímabil líkt og gert var við framtöl einstaklinga. Í vikunni kom fram hjá Greiningardeild Ríkisskattstjóra að einstaklingar hafi 20.3.2010 19:38
Natalía er fundin Natalía Rós Jósepsdóttir, sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir í gær er fundin. 20.3.2010 19:10
Íslenskur þjóðfundur veitir metsöluhöfundi innblástur Kanadíski metsöluhöfundurinn Carl Honoré, höfundur bóka sem þýddar hafa verið á yfir þrjátíu tungumálum, ætlar að gera íslensku hugmyndinni um þjóðfund góð skil í nýjustu bók sinni. Honoré mætti að eigin frumkvæði á síðasta þjóðfund sóknaráætlunar fyrir Ísland, sem fjallaði um tækifæri fyrir Reykjavík og haldinn var í Rimaskóla í dag. 20.3.2010 19:00
Sex ára drengur fékk grjót á sig Sex ára gamall drengur slasaðist þegar grjót féll á hann um klukkan fjögur í dag. Drengurinn var ásamt vini sínum við leik við Grjótá þegar grjót hrundi úr árbakkanum. Drengurinn féll í ána en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni dreif að fólk úr nágrenninu sem gat komið honum til aðstoðar. Drengurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Neskaupsstað. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan hans. 20.3.2010 17:47
Rólegra undir Eyjafjallajökli í dag Rólegra hefur verið undir Eyjafjallajökli í dag en undanfarna daga. Skjálftarnir mældust allt upp í 1400 á sólarhring fyrr í vikunni á mælum hjá 20.3.2010 17:13
1000 börn skráð í sumarbúðir KFUM og -K í dag Opnað var fyrir skráningu í sumarbúðirnar Vatnaskóg, Vindáshlíð, Ölver, Kaldársel og Hólavatn í dag. 20.3.2010 16:18
Annríki vegna sjúkraflutninga Sjúkraflutningamenn á vegum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa farið í 40 sjúkraflutninga það sem af er degi. Engin stórslys hafa orðið á fólki, en um hefur útköll vegna smáslysa og veikinda hefur verið að ræða að sögn sjúkraflutningamanna. Þá hafa nokkur útköll verið farin vegna flutninga á milli spítala. 20.3.2010 16:06
Sigurjón nýr formaður Frjálslynda flokksins Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður, var kjörinn formaður Frjálslynda flokksins í dag. Í frétt á vef Frjálslynda flokksins segir að Sigurjón hafi þakkað traustið og farið lofsamlegum orðum um fráfarandi formann, Guðjón Arnar Kristjánsson. 20.3.2010 15:55
Ögra dönsku samfélagi Vítisenglar ögra danska samfélaginu stórkostlega með því að opna stuðningsmannahóp fyrir unglinga á aldrinum 14 - 18 ára, segir Lars Barfoed, dómsmálaráðherra Danmerkur, í samtali við fréttastofu Danmarks Radio. 20.3.2010 15:16
Forsætisráðherra Grikklands óttast ekki greiðsluþrot Grikkir hafa stigið nauðsynleg skref til þess að takast á við fjárlagahalla ríkissjóðs og munu ekki lenda í greiðsluþroti, segir Andreas Papandreou, forsætisráðherra landsins. 20.3.2010 14:25
Bjarni: Möguleikar Íslendinga betri en annarra þjóða Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingar eigi betri möguleika á því að vinna sig út úr kreppunni en önnur lönd. Þetta kom fram í máli Bjarni þegar að hann hélt opnunarávarp á fundi sem rúmlega eitthundrað flokksmenn norska Fremskrittspartiet héldu í Reykjavík í morgun. 20.3.2010 13:27