Erlent

Dani tekinn með rúm 130 kíló af hassi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hass.
Hass.
Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn í borginni Nykøbing í Danmörku í dag með 132 kíló af hassi. Maðurinn, sem er vörubílstjóri, hafði smyglað hassinu frá Þýskalandi.

Hassið fannst við sameiginlegt eftirlit tollsins og lögreglunnar á Sjálandi. Fíkniefnahundur var notaður við leitina sem leitaði sérstaklega í vörubílum sem á vegi hans urðu.

Hundurinn brást við þegar að hann kom að bíl hins 28 ára gamla bílstjóra, sem er frá Danmörku, og gaf merki um að ekki væri allt með felldu. Bílstjórinn var svo handtekinn og leitað var betur í vörubílnum hans sem leiddi til þess að efnið fannst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×