Innlent

Jóhanna ætlar ekki að vanda um fyrir Ólafi Ragnari

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar ekki að biðja Ólaf Ragnar Grímsson forseta að gæta orða sinna í framtíðinni. Þetta kom fram hjá Jóhönnu á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Orð forsetans hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið en hann hefur tvívegis á skömmum tíma þurft að bera til baka ummæli sem höfð hafa verið eftir honum í erlendum fjölmiðlum.

Þá ollu ummæli sem forsetinn lét falla á fundi með sendiherrum hér á landi fyrir jól nokkru fjaðrafoki. Eiður Guðnason fyrrverandi sendiherra skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem forsetinn var sakaður um að segja ósatt í sambandi við það mál.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði á sama fundi í dag að það væri dapurlegt að samskipti fyrrverandi sendiherra og forsetans séu með þeim hætti sem raun ber vitni um. Jóhanna samsinnti því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×