Fleiri fréttir Slegist um hvalina Félagar í Sea Shepherd samtökunum fá blautar móttökur þegar þeir hrella hvalveiðiskip Japana á Suður-Íshafinu. 2.2.2009 14:13 Fundu flak af frægu orrustuskipi Bandarískir fjársjóðsleitarmenn hafa fundið flakið af breska orrustuskipinu Victory sem fórst í fárviðri á Ermarsundi fyrir 264 árum. 2.2.2009 13:40 Guðlaugur í formannsslag Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hyggst bjóða sig fram til formanns í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins sem fram fer dagana 26. til 29. mars í Laugardalshöll. Guðlaugur mun tilkynna um framboð sitt á morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. 2.2.2009 13:31 Kragh krefst frávísunar Athafnamaðurinn Þorsteinn Kragh, sem er ákærður fyrir stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar, hefur krafist frávísunar á dómsmálinu og sakar lögregluna um að hafa þverbrotið á réttindum sínum. 2.2.2009 13:12 Femínistar fagna ríkisstjórn Jóhönnu Femínistafélag Íslands fagnar nýrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við völdum í gær. „Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins er kona skipuð forsætisráðherra og í fyrsta sinn er jafnt kynjahlutfall ráðherra á Alþingi,“ eins og segir í ályktun félagsins. 2.2.2009 13:06 Hraðahindrun ölvuðum ökumanni ofviða Lögreglumenn komu að ökumanni sem átti í erfiðleikum með að komast yfir hraðahindrun á Selfossi nú um helgina. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki hafi komið til þess að lögreglumenn þyrftu að aðstoða manninn því hann reyndist vera undir talsverðum áfengisáhrifum og án ökuréttinda. 2.2.2009 12:54 Þingmenn VG skipta með sér verkum Þingflokkur Vinstri grænna kemur saman í fyrsta sinn eftir stjórnarskiptin klukkan 18 í kvöld og skiptir með sér verkum. Fyrir liggur að kjörinn verður nýr þingflokksformaður. Ögmundur Jónasson sem gegnt hefur embættinu allt frá því að fulltrúar flokksins tóku fyrst sæti á Alþingi árið 1999 lætur af störfum í kjölfar þess að hann var skipaður heilbrigðisráðherra í gær. 2.2.2009 12:51 Gaddafi nýr leiðtogi Afríkusambandsins Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi var í morgun kosinn framkvæmdastjóri Afríkusambandsins á fundi þess í Eþíópíu. Gaddafí hlaut yfirgnæfandi stuðning í embættið en einhverjir fundarmenn voru áhyggjufullir vegna þess hve hann hefði verið umdeildur og væri talinn hvikull. Gaddafi hefur verið virkur innan sambandsins. Hann hefur lengi stutt hugmyndir um nánara samstarf Afríkuríkja á vettvangi þess og lagt til milljónir í stuðning við fátækari sambandsríki. 2.2.2009 12:38 Mestu snjókomu í tvo áratugi spáð í Bretlandi Spáð er mestu snjókomu í tvo áratugi um nánast allt Stóra-Bretland í dag. Almenningssamgöngukerfið í Lundúnum og víðar er nær algjörlega lamað vegna ofankomu. 2.2.2009 12:32 Barist í Srí Lanka Níu almennir borgarar féllu og tuttugu særðust þegar sprengjum var varpað þrívegis á sjúkrahús á norð-austurhluta Srí Lanka. Árásirnar voru gerðar á síðasta sólahring. Uppreisnarmenn Tamíltígra hafa völdin á svæðinu. Stjórnarher landsins segist ekki hafa gert árásir á sjúkrahúsið. 2.2.2009 12:31 Öskuregn í Tokyo Ösku rigndi í morgun yfir úthverfi Tokyo þegar gos hófst í eldfallinu Asama. Fjallið er um hundrað og fjörutíu kílómetra norðvestur af höfuðborg Japans. Viðvörun hefur verið gefin út og fólki bannað að fara innan við fjóra kílómetra að fjallinu. Aska hefur fallið til jarðar í allt að hundrað sjötíu og fimm kílómetra fjarlægð frá fjallinu og grjóthnullungar fundist í þúsund metra fjarlægð. 2.2.2009 12:27 Ólafur í Mjólku: Hyggur á framboð í Kraganum Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, hyggst bjóða sig fram gegn Siv Friðleifsdóttur í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Ég hef ákveðið að taka slaginn,“ segir Ólafur aðspurður um framboð. 2.2.2009 12:00 Harma breytingar á heilsugæslu Stjórn Fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga harmar þá ákvörðun yfirstjórnar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að fækka stöðugildum hjúkrunarfræðinga um 12, sem og að gjörbylta starfsemi Miðstöðvar heilsuverndar barna og Miðstöðvar mæðraverndar sem báðar verða lagðar niður. 2.2.2009 11:56 Gáfust upp á að prenta peninga Seðlabankinn í Zimbabwe reyndi í dag að hressa upp á dollara sinn með því að skera tólf núll aftan af honum. 2.2.2009 11:03 Össur kominn með lyklavöld í utanríkisráðuneytinu Össur Skarphéðinsson tók við embætti utanríkisráðherra í gær af svilkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar. Formleg lyklavöld fékk hann í morgun þegar Ingibjörg afhenti honum lykla af ráðuneytinu. 2.2.2009 11:02 Kaldrifjaður forstöðumaður skattasviðs Fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði Þorláksson, telur það heldur kaldrifjað að fyrrum forstöðumaður skattasviðs Landsbankans, Kristján Gunnar Valdimarsson, hafi farið með umsjón fjögurra eignarhaldsfélaga sem öll eru skrásett á karabísku eyjunni Tortola. 2.2.2009 10:45 Þing kemur saman á morgun Samkomulag nýju ríkisstjórnarflokkanna felur meðal annars í sér að Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, verði forseti Alþingis. Guðbjartur telur líklegt að þing komi saman á morgun í fyrsta skipti eftir stjórnarskiptin. Á þeim tímamótum lætur Sturla Böðvarsson af embætti forseta en gera má ráð fyrir umtalsverðum breytingum á nefndarskipan og ljóst er að nýir nefndarmenn verða kjörnir. 2.2.2009 10:27 Ásdís Halla íhugar forystuframboð í Reykjavík Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, íhugar framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Samkvæmt heimildum Vísis stefnir hún á að leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. 2.2.2009 09:47 Nældu sér í saur á náttúrugripasafninu í London Steingerður risaeðlusaur var það eina sem nokkrir þjófar höfðu upp úr krafsinu þegar þeir létu greipar sópa á náttúrugripasafninu í London. 2.2.2009 08:07 Ísraelar vörpuðu sprengjum á Gaza í gær Ísraelskar orrustuþotur gerðu árás á öryggismiðstöð í þorpi á Gaza-svæðinu í gærkvöldi auk þess að varpa sprengjum á munna smyglganga við egypsku landamærin. Enginn særðist í árásinni en Ísraelar hringdu á undan sér og vöruðu við árásinni. Um var að ræða hefndaraðgerð eftir að liðsmenn Hamas-samtakanna skutu flugskeytum yfir til Ísrael og særðu nokkra hermenn fyrr í gær. 2.2.2009 07:35 Japanska eldfjallið Asama gýs Gos hófst í japanska eldfjallinu Asama snemma í morgun en það er um 140 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Tókýó. Viðvörun hefur verið gefin út og er fólki bannað að vera á ferli nær fjallinu en fjóra kílómetra. Aska úr gosinu er tekin að falla til jarðar í allt að 175 kílómetra fjarlægð frá fjallinu. Asama, sem er eitt af 108 virkum eldfjöllum í Japan og gaus síðast árið 2004. 2.2.2009 07:32 Sex ár frá Kólumbíuslysinu í gær Fánar voru dregnir í hálfa stöng í gær við Kennedy-geimferðamiðstöðina til að minnast geimfaranna sjö sem fórust þegar Kólumbía splundraðist í þann mund sem hún kom til baka inn í lofthjúp jarðar eftir ferðalag sitt en þetta er í eina skiptið í bandarískri geimferðasögu sem slys hefur orðið á heimleið. 2.2.2009 07:28 Fjöldi fíkniefnamála í Árósum tvöfaldast Fjöldi fíkniefnamála í Árósum í Danmörku hefur meira en tvöfaldast síðan árið 1995. Þetta segir lögreglan á Austur-Jótlandi og bætir því við að fjöldi unglinga á aldrinum 15 til 19 ára, sem komast í kast við lögin, hafi á sama tíma fimmfaldast. 2.2.2009 07:27 Bretar hugsanlega í samhæft verkfall Samhæft verkfall starfsfólks í breska orkugeiranum gæti skollið á í þessari viku, fari sem horfir. Þetta segir breska blaðið Telegraph í grein um vaxandi óánægju Breta sem margir hverjir telja stjórnvöld útiloka innlenda starfskrafta og nýta sér þess í stað gloppur í Evrópulöggjöf til að ráða erlent starfsfólk gegn mun lægri launum. 2.2.2009 07:20 Varað við fannfergi um allt Bretland Breskir veðurfræðingar vara við mestu snjókomu í 20 ár um nánast allt Stóra-Bretland í dag. Ekki er nóg með að allt að 30 sentimetra djúpum jafnföllnum snjó sé spáð heldur gera veðurstofur landsins einnig ráð fyrir fimbulkulda alla vikuna. 2.2.2009 07:17 Missti stjórn á bíl og hafnaði á grindverki Ökumaður slapp ómeiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum á Hringbrautinni í Reykjavík um tvöleytið í nótt og lenti á grindverki á milli akbrautanna, rétt austan við Umferðarmiðstöðina. 2.2.2009 07:15 Eldur í vörubrettastæðu og rusli Eldur var kveiktur í vörubrettastæðu á athafnasvæði Bykó í Kópavogi á tólfta tímanum í gærkvöldi og náði hann að læsa sig í vörugám, þannig að eldur kviknaði í innihaldi hans. Slökkviliðinu tókst að hindra að eldurinn breiddist í nálægar byggingar, en töluverðan tíma tók að slökkva í innihaldi gámsins og varð að taka allt út úr honum til að slökkva örugglega í glæðum. 2.2.2009 07:12 Brenndist á fæti í hver Maður brenndist á fæti þegar jörðin gaf sig skyndilega undan honum þar sem hann var á göngu skammt ofan við Gufudal við Hveragerði í gærkvöldi. Annar fótur hans sökk upp að hné en mikill jarðhiti var undir yfirborðinu. 2.2.2009 07:07 Hátt í tíu handteknir vegna hraðbankaþjófnaðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur frá því í gærkvöldi handtekið hátt í tíu manns, grunaða um að hafa tekið þátt í að að stela heilum 500 kílóa hraðbanka úr anddyri verslunarmiðstöðvarinnar Sunnumarkar í Hveragerði í fyrrinótt. 2.2.2009 07:05 Ólýðræðisleg skipun ráðherra "Þarna er verið að styrkja sérfræðiþekkingu innan ríkisstjórnarinnar, en þessar skipanir eru ekki mjög lýðræðislegar. Þessir nýju ráðherrar eru ekki kosnir til þings og hafa því ekki lýðræðislegt umboð þjóðarinnar. Maður veltir því fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir búi ekki yfir nógu öflugu fólki á þessum sviðum til að taka þessi ráðherraembætti að sér,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um skipun utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn sem kynnt var í gær. 2.2.2009 06:00 Stjórnendur kallaðir til vitnis Lögmenn Hafnarfjarðarbæjar ætla að kalla hluta stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Bjarna Ármannsson, fyrrverandi stjórnarformann Reykjavik Energy Invest (REI), sem vitni í dómsmáli vegna sölu á hlut í Hitaveitu Suðurnesja (HS). 2.2.2009 05:00 Brýnt að hraða uppgjöri banka Nýr viðskiptaráðherra í stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, Gylfi Magnússon, segir sín fyrstu verk í starfi óhjákvæmilega verða tengd fjármálamarkaðinum enda vandamálin á þeim vettvangi fjölmörg. „Fyrst og fremst þarf að manna Fjármálaeftirlitið,“ segir Gylfi. „Þá þarf að hraða vinnu við að gera upp gömlu bankana og skilja milli þeirra og þeirra nýju, svo nýju bankarnir verði starfhæfir.“ Að auki þurfi að leysa úr vandamálum ýmissa smærri fjármálastofnana, sem séu í nokkru uppnámi. - hhs 2.2.2009 04:00 Ánægður með lækkun vaxta „Það sem ég sakna helst í verkefnaskránni er ákvörðun um að hverfa frá ríkisbankafyrirkomulaginu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins um verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar. „Það þarf að virkja erlenda kröfuhafa til að koma að eignarhaldi bankanna. Ég hefði viljað sjá nýja ríkisstjórn gefa merki um að það verði gert og að ekki verði byggt hér upp nýtt ríkisbankakerfi.“ 2.2.2009 04:00 Ánægður með nýjar áherslur „Ég fagna því sérstaklega að það standi til að gera veigamiklar breytingar á gjaldþrotalöggjöfinni og varðandi greiðsluaðlögun heimila,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Áhersluatriði nýrrar stjórnar fara vel saman við það sem við hjá Alþýðusambandinu höfum lagt áherslu á á undanförnum vikum. En ríkisstjórnin hefur skamman tíma til stefnu. Því ríður á að fulltrúar ríkisstjórnar og aðilar vinnumarkaðar snúi bökum saman og finni leiðir út úr því skelfilega ástandi sem ríkir í atvinnumálum landsmanna.“ - hhs 2.2.2009 03:00 Fólk í kröggum fær sparnað greiddan út Nýmynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hyggst setja lög um séreignarsparnað svo sjóðsfélagar sem komnir eru í fjárhagskröggur geti fengið fyrirgreiðslu úr honum tímabundið til þess að borga skuldir sínar. 2.2.2009 03:00 GSM-endurvinnsla í Grafarvogi Gylfi Gylfason í Símabæ í Hverafold hefur sett á fót GSM-endurvinnslu í búðinni. Endurvinnslan hefur tekið mikinn kipp í kreppunni. „Það er bara svo mikil taktbreyting í þjóðfélaginu núna. Farsímasnobbið er að deyja út,“ segir hann. 2.2.2009 02:45 Þykir vænt um Geir Jóhanna Sigurðardóttir sagði að sér þætti vænt um Geir H. Haarde fráfarandi forsætisráðherra þegar hún tók við lyklum af forsætisráðuneytinu úr höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í kvöld. Hún sagði Geir gæddann mörgum mannkostum og bað Þorgerði að skila kveðju til formannsins. 1.2.2009 19:19 Segir Jóhönnu ekki fara vel af stað Björn Bjarnason fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra segir Jóhönnu Sigurðardóttur ekki hafa farið vel af stað á blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnin var kynnt. Þar segir Björn að hún hafi sakað sig um að vera sveifaseinn sem ráðherra og vísaði þar til frumvarps um skuldaaðlögun. 1.2.2009 19:48 Ætlar að endurskoða útgefnar veiðiheimildir Steingrímur J. Sigfússon fjármála-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í nýrri ríkisstjórn segir eitt af sínum fyrstu verkefnum verða að fara yfir aukningu á ákveðnum veiðiheimildum sem gefnar hafa verið út á þessu ári og því næsta. 1.2.2009 19:28 Kolbrún komin með lyklana Kolbrún Halldórsdóttir tók við embætti umhverfisráðherra í dag, sunnudaginn 1. febrúar 2009, af Þórunni Sveinbjarnardóttur sem gegnt hefur embætti umhverfisráðherra síðan 24. maí 2007. 1.2.2009 19:53 Össur fær lyklana í fyrramálið Össur Skarphéðinsson mun taka við lyklavöldum í Utanríkisráðuneytinu af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur klukkan 11:00 í fyrramálið. Össur sest þá í stól utanríkisráðherra en mun einnig gegna embætti iðnaðarráðherra. 1.2.2009 19:44 Rúmlega hundrað létust eftir sprengingu í eldsneytisbíl Að minnsta kosti 111 manns létust þegar eldsneytisflutningabíll sprakk í loft upp í Keníu í morgun. 200 til viðbótar særðust í eina af mannskæðasta slysi í sögu landsins. 1.2.2009 19:01 Gamalt vín á nýjum belgjum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar gamalt vín á nýjum belgjum. Hún útilokar samt ekki að flokkurinn muni styðja eitthvað að fumvörpum nýju stjórnarinnar. 1.2.2009 18:49 Samstaða á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins Fjölmennur miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins var haldinn í dag í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík. Mikil stemning og samstaða ríkti á fundinum og kom m.a. fram mikil ánægja með framgöngu nýrrar forystu og þingflokks framsóknarmanna í stjórnarmyndunarviðræðum undanfarna daga. 1.2.2009 17:10 Áframhaldandi samstarf við AGS mikilvægt Jóhanna Sigurðardóttir var beitt á blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar á Hótel Borg fyrir stundu. Þar sagði hún að allir sínir ráðherrar þyrftu að vinna hratt, af festu og ábyrgð til þess að heimilin í landinu sjái að ný ríkisstjórn ætli að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Hún sagði einnig grundvallaratriði að halda áfram samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 1.2.2009 16:46 Sjá næstu 50 fréttir
Slegist um hvalina Félagar í Sea Shepherd samtökunum fá blautar móttökur þegar þeir hrella hvalveiðiskip Japana á Suður-Íshafinu. 2.2.2009 14:13
Fundu flak af frægu orrustuskipi Bandarískir fjársjóðsleitarmenn hafa fundið flakið af breska orrustuskipinu Victory sem fórst í fárviðri á Ermarsundi fyrir 264 árum. 2.2.2009 13:40
Guðlaugur í formannsslag Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hyggst bjóða sig fram til formanns í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins sem fram fer dagana 26. til 29. mars í Laugardalshöll. Guðlaugur mun tilkynna um framboð sitt á morgun, samkvæmt heimildum fréttastofu. 2.2.2009 13:31
Kragh krefst frávísunar Athafnamaðurinn Þorsteinn Kragh, sem er ákærður fyrir stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar, hefur krafist frávísunar á dómsmálinu og sakar lögregluna um að hafa þverbrotið á réttindum sínum. 2.2.2009 13:12
Femínistar fagna ríkisstjórn Jóhönnu Femínistafélag Íslands fagnar nýrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem tók við völdum í gær. „Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins er kona skipuð forsætisráðherra og í fyrsta sinn er jafnt kynjahlutfall ráðherra á Alþingi,“ eins og segir í ályktun félagsins. 2.2.2009 13:06
Hraðahindrun ölvuðum ökumanni ofviða Lögreglumenn komu að ökumanni sem átti í erfiðleikum með að komast yfir hraðahindrun á Selfossi nú um helgina. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki hafi komið til þess að lögreglumenn þyrftu að aðstoða manninn því hann reyndist vera undir talsverðum áfengisáhrifum og án ökuréttinda. 2.2.2009 12:54
Þingmenn VG skipta með sér verkum Þingflokkur Vinstri grænna kemur saman í fyrsta sinn eftir stjórnarskiptin klukkan 18 í kvöld og skiptir með sér verkum. Fyrir liggur að kjörinn verður nýr þingflokksformaður. Ögmundur Jónasson sem gegnt hefur embættinu allt frá því að fulltrúar flokksins tóku fyrst sæti á Alþingi árið 1999 lætur af störfum í kjölfar þess að hann var skipaður heilbrigðisráðherra í gær. 2.2.2009 12:51
Gaddafi nýr leiðtogi Afríkusambandsins Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi var í morgun kosinn framkvæmdastjóri Afríkusambandsins á fundi þess í Eþíópíu. Gaddafí hlaut yfirgnæfandi stuðning í embættið en einhverjir fundarmenn voru áhyggjufullir vegna þess hve hann hefði verið umdeildur og væri talinn hvikull. Gaddafi hefur verið virkur innan sambandsins. Hann hefur lengi stutt hugmyndir um nánara samstarf Afríkuríkja á vettvangi þess og lagt til milljónir í stuðning við fátækari sambandsríki. 2.2.2009 12:38
Mestu snjókomu í tvo áratugi spáð í Bretlandi Spáð er mestu snjókomu í tvo áratugi um nánast allt Stóra-Bretland í dag. Almenningssamgöngukerfið í Lundúnum og víðar er nær algjörlega lamað vegna ofankomu. 2.2.2009 12:32
Barist í Srí Lanka Níu almennir borgarar féllu og tuttugu særðust þegar sprengjum var varpað þrívegis á sjúkrahús á norð-austurhluta Srí Lanka. Árásirnar voru gerðar á síðasta sólahring. Uppreisnarmenn Tamíltígra hafa völdin á svæðinu. Stjórnarher landsins segist ekki hafa gert árásir á sjúkrahúsið. 2.2.2009 12:31
Öskuregn í Tokyo Ösku rigndi í morgun yfir úthverfi Tokyo þegar gos hófst í eldfallinu Asama. Fjallið er um hundrað og fjörutíu kílómetra norðvestur af höfuðborg Japans. Viðvörun hefur verið gefin út og fólki bannað að fara innan við fjóra kílómetra að fjallinu. Aska hefur fallið til jarðar í allt að hundrað sjötíu og fimm kílómetra fjarlægð frá fjallinu og grjóthnullungar fundist í þúsund metra fjarlægð. 2.2.2009 12:27
Ólafur í Mjólku: Hyggur á framboð í Kraganum Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku, hyggst bjóða sig fram gegn Siv Friðleifsdóttur í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Ég hef ákveðið að taka slaginn,“ segir Ólafur aðspurður um framboð. 2.2.2009 12:00
Harma breytingar á heilsugæslu Stjórn Fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga harmar þá ákvörðun yfirstjórnar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að fækka stöðugildum hjúkrunarfræðinga um 12, sem og að gjörbylta starfsemi Miðstöðvar heilsuverndar barna og Miðstöðvar mæðraverndar sem báðar verða lagðar niður. 2.2.2009 11:56
Gáfust upp á að prenta peninga Seðlabankinn í Zimbabwe reyndi í dag að hressa upp á dollara sinn með því að skera tólf núll aftan af honum. 2.2.2009 11:03
Össur kominn með lyklavöld í utanríkisráðuneytinu Össur Skarphéðinsson tók við embætti utanríkisráðherra í gær af svilkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar. Formleg lyklavöld fékk hann í morgun þegar Ingibjörg afhenti honum lykla af ráðuneytinu. 2.2.2009 11:02
Kaldrifjaður forstöðumaður skattasviðs Fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði Þorláksson, telur það heldur kaldrifjað að fyrrum forstöðumaður skattasviðs Landsbankans, Kristján Gunnar Valdimarsson, hafi farið með umsjón fjögurra eignarhaldsfélaga sem öll eru skrásett á karabísku eyjunni Tortola. 2.2.2009 10:45
Þing kemur saman á morgun Samkomulag nýju ríkisstjórnarflokkanna felur meðal annars í sér að Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, verði forseti Alþingis. Guðbjartur telur líklegt að þing komi saman á morgun í fyrsta skipti eftir stjórnarskiptin. Á þeim tímamótum lætur Sturla Böðvarsson af embætti forseta en gera má ráð fyrir umtalsverðum breytingum á nefndarskipan og ljóst er að nýir nefndarmenn verða kjörnir. 2.2.2009 10:27
Ásdís Halla íhugar forystuframboð í Reykjavík Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, íhugar framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. Samkvæmt heimildum Vísis stefnir hún á að leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. 2.2.2009 09:47
Nældu sér í saur á náttúrugripasafninu í London Steingerður risaeðlusaur var það eina sem nokkrir þjófar höfðu upp úr krafsinu þegar þeir létu greipar sópa á náttúrugripasafninu í London. 2.2.2009 08:07
Ísraelar vörpuðu sprengjum á Gaza í gær Ísraelskar orrustuþotur gerðu árás á öryggismiðstöð í þorpi á Gaza-svæðinu í gærkvöldi auk þess að varpa sprengjum á munna smyglganga við egypsku landamærin. Enginn særðist í árásinni en Ísraelar hringdu á undan sér og vöruðu við árásinni. Um var að ræða hefndaraðgerð eftir að liðsmenn Hamas-samtakanna skutu flugskeytum yfir til Ísrael og særðu nokkra hermenn fyrr í gær. 2.2.2009 07:35
Japanska eldfjallið Asama gýs Gos hófst í japanska eldfjallinu Asama snemma í morgun en það er um 140 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Tókýó. Viðvörun hefur verið gefin út og er fólki bannað að vera á ferli nær fjallinu en fjóra kílómetra. Aska úr gosinu er tekin að falla til jarðar í allt að 175 kílómetra fjarlægð frá fjallinu. Asama, sem er eitt af 108 virkum eldfjöllum í Japan og gaus síðast árið 2004. 2.2.2009 07:32
Sex ár frá Kólumbíuslysinu í gær Fánar voru dregnir í hálfa stöng í gær við Kennedy-geimferðamiðstöðina til að minnast geimfaranna sjö sem fórust þegar Kólumbía splundraðist í þann mund sem hún kom til baka inn í lofthjúp jarðar eftir ferðalag sitt en þetta er í eina skiptið í bandarískri geimferðasögu sem slys hefur orðið á heimleið. 2.2.2009 07:28
Fjöldi fíkniefnamála í Árósum tvöfaldast Fjöldi fíkniefnamála í Árósum í Danmörku hefur meira en tvöfaldast síðan árið 1995. Þetta segir lögreglan á Austur-Jótlandi og bætir því við að fjöldi unglinga á aldrinum 15 til 19 ára, sem komast í kast við lögin, hafi á sama tíma fimmfaldast. 2.2.2009 07:27
Bretar hugsanlega í samhæft verkfall Samhæft verkfall starfsfólks í breska orkugeiranum gæti skollið á í þessari viku, fari sem horfir. Þetta segir breska blaðið Telegraph í grein um vaxandi óánægju Breta sem margir hverjir telja stjórnvöld útiloka innlenda starfskrafta og nýta sér þess í stað gloppur í Evrópulöggjöf til að ráða erlent starfsfólk gegn mun lægri launum. 2.2.2009 07:20
Varað við fannfergi um allt Bretland Breskir veðurfræðingar vara við mestu snjókomu í 20 ár um nánast allt Stóra-Bretland í dag. Ekki er nóg með að allt að 30 sentimetra djúpum jafnföllnum snjó sé spáð heldur gera veðurstofur landsins einnig ráð fyrir fimbulkulda alla vikuna. 2.2.2009 07:17
Missti stjórn á bíl og hafnaði á grindverki Ökumaður slapp ómeiddur þegar hann missti stjórn á bíl sínum á Hringbrautinni í Reykjavík um tvöleytið í nótt og lenti á grindverki á milli akbrautanna, rétt austan við Umferðarmiðstöðina. 2.2.2009 07:15
Eldur í vörubrettastæðu og rusli Eldur var kveiktur í vörubrettastæðu á athafnasvæði Bykó í Kópavogi á tólfta tímanum í gærkvöldi og náði hann að læsa sig í vörugám, þannig að eldur kviknaði í innihaldi hans. Slökkviliðinu tókst að hindra að eldurinn breiddist í nálægar byggingar, en töluverðan tíma tók að slökkva í innihaldi gámsins og varð að taka allt út úr honum til að slökkva örugglega í glæðum. 2.2.2009 07:12
Brenndist á fæti í hver Maður brenndist á fæti þegar jörðin gaf sig skyndilega undan honum þar sem hann var á göngu skammt ofan við Gufudal við Hveragerði í gærkvöldi. Annar fótur hans sökk upp að hné en mikill jarðhiti var undir yfirborðinu. 2.2.2009 07:07
Hátt í tíu handteknir vegna hraðbankaþjófnaðar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur frá því í gærkvöldi handtekið hátt í tíu manns, grunaða um að hafa tekið þátt í að að stela heilum 500 kílóa hraðbanka úr anddyri verslunarmiðstöðvarinnar Sunnumarkar í Hveragerði í fyrrinótt. 2.2.2009 07:05
Ólýðræðisleg skipun ráðherra "Þarna er verið að styrkja sérfræðiþekkingu innan ríkisstjórnarinnar, en þessar skipanir eru ekki mjög lýðræðislegar. Þessir nýju ráðherrar eru ekki kosnir til þings og hafa því ekki lýðræðislegt umboð þjóðarinnar. Maður veltir því fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir búi ekki yfir nógu öflugu fólki á þessum sviðum til að taka þessi ráðherraembætti að sér,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um skipun utanþingsráðherra í nýrri ríkisstjórn sem kynnt var í gær. 2.2.2009 06:00
Stjórnendur kallaðir til vitnis Lögmenn Hafnarfjarðarbæjar ætla að kalla hluta stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Bjarna Ármannsson, fyrrverandi stjórnarformann Reykjavik Energy Invest (REI), sem vitni í dómsmáli vegna sölu á hlut í Hitaveitu Suðurnesja (HS). 2.2.2009 05:00
Brýnt að hraða uppgjöri banka Nýr viðskiptaráðherra í stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, Gylfi Magnússon, segir sín fyrstu verk í starfi óhjákvæmilega verða tengd fjármálamarkaðinum enda vandamálin á þeim vettvangi fjölmörg. „Fyrst og fremst þarf að manna Fjármálaeftirlitið,“ segir Gylfi. „Þá þarf að hraða vinnu við að gera upp gömlu bankana og skilja milli þeirra og þeirra nýju, svo nýju bankarnir verði starfhæfir.“ Að auki þurfi að leysa úr vandamálum ýmissa smærri fjármálastofnana, sem séu í nokkru uppnámi. - hhs 2.2.2009 04:00
Ánægður með lækkun vaxta „Það sem ég sakna helst í verkefnaskránni er ákvörðun um að hverfa frá ríkisbankafyrirkomulaginu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtaka atvinnulífsins um verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar. „Það þarf að virkja erlenda kröfuhafa til að koma að eignarhaldi bankanna. Ég hefði viljað sjá nýja ríkisstjórn gefa merki um að það verði gert og að ekki verði byggt hér upp nýtt ríkisbankakerfi.“ 2.2.2009 04:00
Ánægður með nýjar áherslur „Ég fagna því sérstaklega að það standi til að gera veigamiklar breytingar á gjaldþrotalöggjöfinni og varðandi greiðsluaðlögun heimila,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Áhersluatriði nýrrar stjórnar fara vel saman við það sem við hjá Alþýðusambandinu höfum lagt áherslu á á undanförnum vikum. En ríkisstjórnin hefur skamman tíma til stefnu. Því ríður á að fulltrúar ríkisstjórnar og aðilar vinnumarkaðar snúi bökum saman og finni leiðir út úr því skelfilega ástandi sem ríkir í atvinnumálum landsmanna.“ - hhs 2.2.2009 03:00
Fólk í kröggum fær sparnað greiddan út Nýmynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hyggst setja lög um séreignarsparnað svo sjóðsfélagar sem komnir eru í fjárhagskröggur geti fengið fyrirgreiðslu úr honum tímabundið til þess að borga skuldir sínar. 2.2.2009 03:00
GSM-endurvinnsla í Grafarvogi Gylfi Gylfason í Símabæ í Hverafold hefur sett á fót GSM-endurvinnslu í búðinni. Endurvinnslan hefur tekið mikinn kipp í kreppunni. „Það er bara svo mikil taktbreyting í þjóðfélaginu núna. Farsímasnobbið er að deyja út,“ segir hann. 2.2.2009 02:45
Þykir vænt um Geir Jóhanna Sigurðardóttir sagði að sér þætti vænt um Geir H. Haarde fráfarandi forsætisráðherra þegar hún tók við lyklum af forsætisráðuneytinu úr höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í kvöld. Hún sagði Geir gæddann mörgum mannkostum og bað Þorgerði að skila kveðju til formannsins. 1.2.2009 19:19
Segir Jóhönnu ekki fara vel af stað Björn Bjarnason fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra segir Jóhönnu Sigurðardóttur ekki hafa farið vel af stað á blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnin var kynnt. Þar segir Björn að hún hafi sakað sig um að vera sveifaseinn sem ráðherra og vísaði þar til frumvarps um skuldaaðlögun. 1.2.2009 19:48
Ætlar að endurskoða útgefnar veiðiheimildir Steingrímur J. Sigfússon fjármála-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra í nýrri ríkisstjórn segir eitt af sínum fyrstu verkefnum verða að fara yfir aukningu á ákveðnum veiðiheimildum sem gefnar hafa verið út á þessu ári og því næsta. 1.2.2009 19:28
Kolbrún komin með lyklana Kolbrún Halldórsdóttir tók við embætti umhverfisráðherra í dag, sunnudaginn 1. febrúar 2009, af Þórunni Sveinbjarnardóttur sem gegnt hefur embætti umhverfisráðherra síðan 24. maí 2007. 1.2.2009 19:53
Össur fær lyklana í fyrramálið Össur Skarphéðinsson mun taka við lyklavöldum í Utanríkisráðuneytinu af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur klukkan 11:00 í fyrramálið. Össur sest þá í stól utanríkisráðherra en mun einnig gegna embætti iðnaðarráðherra. 1.2.2009 19:44
Rúmlega hundrað létust eftir sprengingu í eldsneytisbíl Að minnsta kosti 111 manns létust þegar eldsneytisflutningabíll sprakk í loft upp í Keníu í morgun. 200 til viðbótar særðust í eina af mannskæðasta slysi í sögu landsins. 1.2.2009 19:01
Gamalt vín á nýjum belgjum Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar gamalt vín á nýjum belgjum. Hún útilokar samt ekki að flokkurinn muni styðja eitthvað að fumvörpum nýju stjórnarinnar. 1.2.2009 18:49
Samstaða á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins Fjölmennur miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins var haldinn í dag í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð í Reykjavík. Mikil stemning og samstaða ríkti á fundinum og kom m.a. fram mikil ánægja með framgöngu nýrrar forystu og þingflokks framsóknarmanna í stjórnarmyndunarviðræðum undanfarna daga. 1.2.2009 17:10
Áframhaldandi samstarf við AGS mikilvægt Jóhanna Sigurðardóttir var beitt á blaðamannafundi nýrrar ríkisstjórnar á Hótel Borg fyrir stundu. Þar sagði hún að allir sínir ráðherrar þyrftu að vinna hratt, af festu og ábyrgð til þess að heimilin í landinu sjái að ný ríkisstjórn ætli að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Hún sagði einnig grundvallaratriði að halda áfram samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. 1.2.2009 16:46
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent