Erlent

Bretar hegða sér illa á erlendi grundu

Lily Allen er ein af þeim Bretum sem hefur verið dugleg að drekka í Frakklandi.
Lily Allen er ein af þeim Bretum sem hefur verið dugleg að drekka í Frakklandi. Mynd/Getty

Slæm hegðun Breta utan landsteina þeirra hefur leitt til mikillar aukningar á handökum Breta á Spáni og Frakklandi samkvæmt nýjustu könnunum. Orsakast hin slæma hegðun fyrst og fremst af ofdrykkju og dólgsláta í kjölfar hennar.

Alls voru 2032 Bretar handteknir á milli apríl 2006 og mars 2007 á Spáni sem er 32 prósent aukning frá árinu áður. Í Frakklandi var aukningin 42 prósent.

Bretar eru líklegastir til að lenda á spítala á Tælandi af öllum löndum sem þeir heimsækja. Oftast er spítalavistin af völdum mótorhjólaslysa Breta þar í landi.

Handtökurnar á Spáni eru oft á tíðum vegna mikillar nautnahyggju samkvæmt vefmiðli Sky. Algengt er að strákar sýni vöðvana og stúlkur reyni að klæðast eins stuttum pilsum og mögulegt er út á lífinu á Spáni.

Yfirvöld í Bretlandi leggja áherslu á mikilvægi þess að vera tryggður á ferðalögum til þess að koma sér úr vandræðum. Kannanir sýna þó að Bretar stefni á að eyða minna á ferðalögum vegna efnahagskreppunnar sem gæti leitt til þess að þeir tryggi sig síður á ferðalögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×