Fleiri fréttir

Hvalfjarðagöngin 10 ára í dag

Í dag eru tíu ár frá því að Hvalfjarðargöngin voru opnuð. Á vefsíðu Hvalfjarðarsveitar segir að um sé að ræða mestu samgöngubót sögunnar. Á þessum tíu árum hafi um 14 milljónir ökutækja farið um göngin.

Þorsteinn neitar öllu við yfirheyrslur

Samkvæmt heimildum Vísis neitar Þorsteinn Kragh öllum ásökunum við yfirheyrslu hjá lögreglu. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í síðustu viku eftir að hafa verið handtekinn í tengslum viði innflutningi á um 190 kílóum af hassi sem Hollendingur var tekinn með á Seyðisfirði í byrjun júní.

Pakistanar vilja að SÞ rannsaki morðið á Bhutto

Utanríkisráðherra Pakistan hefur farið formlega fram á það að Sameinuðu þjóðirnar komi á laggirnar nefnd til að rannsaka dauða Benazir Bhutto fyrrum forsætisráðherra landsins en hún var myrt í desember s.l.

Þrjú tekin dópuð undir stýri

Lögreglan í Árnessýslu tók tvær konur og einn karlmann úr umferð á bílum þeirra með skömmu millibili í uppsveitum sýslunnar, á sjöunda tímanum í gærkvöldi, öll grunuð um fíkniefnaneyslu.

Hlaupið úr Grænalóni í rénun

Hlaupið úr Grænalóni sunnan undir Vatnajökli, virðist nú í rénun og ljóst að það muni ekki skapa neina hættu.

Kæfði eiginkonu og tvö ungabörn

Lögreglan í Pennsylvaníu hefur handtekið 38 ára gamlan mann sem er grunaður um að hafa drepið fyrrverandi eiginkonu sína og tvö börn með því að kæfa þau til dauða.

Tjáir sig ekki um hugsanlega lögsókn Guðmundar

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, treysti sér ekki til þess að tjá sig um hugsanlega lögsókn Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar, á hendur Rúv. Hann segist ekki hafa séð fréttina þar sem Guðmundur var sakaður um að hafa tekið trúnaðargögn ófrjálsri hendi þegar hann hætti sem forstjóri og neitað að skila þeim.

Guðni ræður sér aðstoðarmann

Agnar Bragi Bragason, Reykvíkingur og Valsari, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðna Ágústssonar þingmanns Framsóknarflokksins. Agnar segist hlakka til að takast á við starfið.

Íranir falsa ljósmynd

Ljósmynd sem birtist á forsíðum stærstu dagblaða heims af eldflaugatilraunum Írana var fölsuð. Á myndinni sáust fjórar eldflaugar lyfta sér frá jörðu en í raunveruleikanum voru þær aðeins þrjár.

Sjóliðar lagfærðu minnismerki

Sjóliðar úr breskum tundurspilli sem liggur við Reykjavíkurhöfn gerðu endurbætur á minnismerki í Fossvogskirkjugarði í dag. Liðsforingi um borð segir það fremur sjaldgæft að sjóliðar um borð bjóði sig fram til slíkra verka.

Fjölgun á komu hælisleitanda

Þeir hælisleitendur sem lengst hafa beðið eftir úrlausn sinna mála hjá Útlendingastofnun komu hingað til lands árið 2005. Flestir hælisleitendur koma hingað til lands frá Schengen svæðinu.

Kannað hvað orsakaði bilun

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segir að bilun hafi komið upp hreyfli Boeing 757-200 vélar sem var á leið frá Amsterdam til Keflavíkur í dag.

Sagður hafa látist af eðlilegum orsökum

Blaðafulltrúi skemmtiferðaskipsins Aurora, Michelle Angel, segir við Vísi að farþegi hafi látist um borð í skipinu í nótt af náttúrulegum orsökum. Enginn grunur sé um að morð hafi verið framið.

Þórunn flýr undan sjónvarpsvélum

Samfylkingin er í úlfakreppu vegna klofnings í afstöðunni til stóriðjuuppbyggingar. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra flýr ítrekað undan sjónvarpsvélum þegar reynt er að spyrja hana hversvegna hún kallaði eftir aukafundi þingflokksins um málið.

VG: Hreinusnarátak farið úr böndunum

Vinstri grænir í Reykjavík telja brýnt að borgaryfirvöld gæti meðalhófs í hreinsunaraðgerðum sínum í miðborginni. Fulltrúi flokksins lagði fram bókun á fundi borgarráðs í morgun þar sem segir að svo virðist sem að hreinsunarátak borgarinnar hafi farið úr böndunum og málning þekji nú áratugagömul listaverk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sóleyju Tómasdóttur, varaborgarfulltrúa VG.

181 farþegi heill á húfi eftir rautt útkall í Keflavík

Allt tiltækt lið slökkviliðs og lögreglu var kallað út að Keflavíkurflugvelli fyrir stundu en þar lenti Boeing 757-200 vél Icelandair með einkennisstafina TF-FIZ. Vélin var með dautt á vinstri hreyfli en lendingin gekk vel.

„Fólkið á Íslandi hefur virkilega snert hjarta mitt"

„Ég er svo þakklátur fyrir allan þann stuðning sem fólkið á Íslandi hefur sýnt mér“ segir Paul Ramses sem dvelur nú á gistiheimili fyrir hælisleitendur í Róm. „Það sýnir okkur að Íslendingar eru friðelskandi þjóð og umhugað um mannréttindi sem er gott að vita og gott fyrir fólkið.“

Hvaðan komu auður og völd Vatnsfirðinga til forna?

Alþjóðlegur hópur fornleifafræðinga rannsakar hvers vegna Vatnsfjörður í Ísafjarðardjúpi varð eitt ríkasta og valdamesta höfðingjasetur landsins á miðöldum. Samhliða er þar rekinn fornleifaháskóli fyrir nemendur víðs vegar að úr heiminum.

Andstæðar fylkingar í Simbabve tala saman

Stjórnarflokkurinn í Simbabve, Zanu-PF og báðar fylkingar í stjórnarandstöðuflokknum MDC hafa byrjað viðræður í Suður-Afríku. Þetta eru fyrstu viðræður þeirra síðan forsetakosningarnar voru í lok júní.

Björgólfur vann meiðyrðamál

Ummæli Kristjáns S. Guðmundssonar um Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann Landsbankans, sem birtust í grein hans í Morgunblaðinu í október 2007 undir yfirskriftinni „Eimskip, óskabarn þjóðarinnar" voru dæmd ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Óprúttnir aðilar svíkja og pretta í nafni MS-félagsins

Árvökulir borgarar létu MS-félagið vita af því í dag að fólk væri að ganga í hús í Breiðholtinu í dag og biðja um lausafé í söfnunarbauk til styrktar félaginu. Berglind Ólafsdóttir hjá MS-félaginu segir að þarna hafi ekki verið um fólk á þeirra vegum að ræða. Félagið stundi ekki að ganga í hús og biðja um fé til styrktar félaginu.

Íhugar málsókn gegn RÚV

Guðmundur Þóroddsson íhugar málsókn gegn fréttastofu Ríkissjónvarpsins í kjölfar fréttar þar sem gefið var í skyn að hann hafi tekið skjöl Orkuveitunnar ófrjálsri hendi. Guðmundur lýsir furðu á einhliða fréttaflutningi fréttastofunnar þar sem engin tilraun hafi verið gerð til að bera efni fréttarinnar undir sig. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðmundi.

Lögregla rannsakar mannslát í skemmtiferðaskipi

Nú á eftir mun hópur lögreglumanna auk varðstjóra fara um borð í skemmtiferðaskipið Aurora sem liggur fyrir utan Reykjavíkurhöfn. Maður lést um borð í skipinu í nótt. Beiðni um aðstoð frá lögreglu barst frá skipstjóra skipsins vegna gruns um að maðurinn sem lést hafi verið myrtur.

Fráfarandi bæjarstjóri á launum til 2010

Ólafur Örn Ólafsson fráfarandi bæjarstjóri í Grindavík sem lætur af störfum þegar nýr meirihluti tekur við á auka bæjarstjórnarfundi eftir helgi hefur rétt á biðlaunum fram í nóvember 2010.

Borgarráð samþykkti ráðningu Önnu Kristinsdóttur

Borgarráð samþykkti einróma á fundi sínum í morgun ráðningu Önnu Kristinsdóttur, stjórnmálafræðings og fyrrverandi borgarfulltrúa, í starf mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar. Alls sóttu 23 einstaklingar um embættið.

Fimm hundruð milljóna króna kostnaður vegna Laugavegar 4-6

Minnihlutinn í borgarráði Reykjavíkur segir að heildarfjárútlát Reykjavíkurborgar af kaupum og uppbyggingu á húsum við Laugaveg 4 og 6 geti orðið meira en milljarður króna og fórnarkostnaðurinn sem falla muni á borgarsjóð verði ekki undir hálfum milljarði en ekki um 200 milljónir eins og formaður skipulagsráð hafi haldið fram í fréttum.

Vegfarendur um Óshlíðarveg vari sig

Lögreglan á Vestfjörðum biður vegfarendur um að vara sig þegar þeir aka um Óshlíðarveg. Svo virðist vera sem hreyfing sé í hlíðinni, en skriða féll þar í morgun.

Gert ráð fyrir tengibyggingu úr gleri

Tengibygging úr gleri á milli gömlu húsanna númer fjögur og sex við Laugaveginn og þakgarður á bakhýsi, eru meðal annars að finna í tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir svæðið.

Veiddu 76 punda lax

Tveir norskir ellilífeyrisþegar fengu nýverið 76 punda lax á stöng í svo nefndum Breiðuvíkurbotnum og náðu að innbyrða hann í bát sinn. Mörg vitni voru að þessum atburði og sáu þegar laxinn var vigtaður með viðurkenndri vigt.

Ferðalangi blöskrar ofsaakstur forsetabifreiðar

Ingibjörg Bragadóttir var á leiðinni til Reykjavíkur úr Borgarnesi. Undir Akrafjalli var bíll við bíl á um 100 km hraða. Skyndilega fær Ingibjörg bíl alveg upp að afturenda bifreiðar sinnar. Henni blöskraði aksturslag bílsins og brá enn frekar í brún þegar hún sá að þarna var forsetabílinn. Hún segir að um ofsaakstur hafi verið að ræða en forsetaembættið vísar þeim ásökunum á bug.

Miðnæturbörn valin besta Booker-verðlaunabókin

Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie fékk í dag verðlaunin ,,Besta Booker-verðlaunabókin". Verðlaunin fékk hann fyrir bókina Miðnæturbörn (Midnight's Children) sem hlaut Booker-verðlaunin árið 1981. Verðlaunin eru veitt nú til að fagna 40 ára afmæli Booker-verðlaunanna sem eru ein virtustu bókmenntaverðlaun í heimi.

Hönnuð atburðarrás sett af stað til höfuðs Guðmundi

Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) segir að ásakanir um að hann hafi tekið skjöl OR ófrjálsri hendi lykti af pólitík. Hann segir að með því að "leka" bréfi sem lögfræðingur skrifaði honum fyrir hönd OR í gær hafi "hönnuð atburðarrás" verið sett af stað.

Sjá næstu 50 fréttir