Erlent

Pakistanar vilja að SÞ rannsaki morðið á Bhutto

Utanríkisráðherra Pakistan hefur farið formlega fram á það að Sameinuðu þjóðirnar komi á laggirnar nefnd til að rannsaka dauða Benazir Bhutto fyrrum forsætisráðherra landsins en hún var myrt í desember s.l.

Utanríkisráðherran átti fund með Ban ki-Moon aðalritara Sameinuðu þjóðanna í gærdag og þar kom þessi beiðni fram. Ban Ki-Moon mun hafa tekið vel í málið en segir að frekari viðræður verði að fara fram við stjórnvöld í Pakistan áður en nefndin verður stofnuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×