Innlent

Fjölgun á komu hælisleitanda

Þeir hælisleitendur sem lengst hafa beðið eftir úrlausn sinna mála hjá Útlendingastofnun komu hingað til lands árið 2005. Flestir hælisleitendur koma hingað til lands frá Schengen svæðinu.

Þessar tölur eru byggðar upplýsingum sem Stöð 2 kallaði eftir hjá Útlendingastofnun. Samkvæmt þeim hafa tveir hælisleitendur beðið úrlausn sinna mála síðan árið 2005, sex hælisleitendur hafa verið hér á landi síðan 2006, 16 frá því í fyrra og í ár bættust 18 í þennan hóp. Ekki fengust svör við því hvaða ástaða liggur að baki veru þeirra á Íslandi, en í svari Útlendingastofnunar kemur fram að ástæðurnar sem hælisleitendur gefi upp fyrir flótta sínum og komu sinni séu eins margar og málin eru mörg. Mál þessara einstaklinga eru ýmist í vinnslu hjá Útlendingastofnun eða hjá Dómsmálaráðuneytinu í kærumeðferð.

Ljóst er að mikil fjölgun hefur orðið á komu hælisleitenda hingað til lands. Þannig greindum við frá því að gistiheimili fyrir flóttamenn í Reykjanesbæ er yfirfullt og hafa bæjaryfirvöld brugðið á það ráð að leita á almennan leigumarkað til að finna fólkinu húsnæði.

Fólkið kemur frá 16 löndum. Þau eru Serbía eða Kosovo, Georgía, Rússland, Albanía, Tyrkland, Úsbekistan, Afganistan, Pakistan, Alsír, Írak, Íran, Sri Lanka, Kína og Malasía. Frá Afríku koma svo hælisleitendur frá Sierra Leone og Gambíu og svo Nígeríu.

Algengast er að hælisleitendur sem staddir eru hér á landi komi frá löndum innan Schengen svæðisins. Eru þetta Holland, Noregur, Rússland, Danmörk og Frakkland. Í nokkrum tilfellum er óljóst hvaðan hælisleitendur komu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×