Erlent

Miðnæturbörn valin besta Booker-verðlaunabókin

Nanna Hlín skrifar
Salman Rushdie
Salman Rushdie

Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie fékk í dag verðlaunin ,,Besta Booker-verðlaunabókin". Verðlaunin fékk hann fyrir bókina Miðnæturbörn (Midnight's Children) sem hlaut Booker-verðlaunin árið 1981. Verðlaunin eru veitt nú til að fagna 40 ára afmæli Booker-verðlaunanna sem eru ein virtustu bókmenntaverðlaun í heimi.

Dómnefnd valdi tilnefningar úr hópi allra Booker-verðlaunabókanna en síðan var kosning um hver af þeim skyldi hljóta verðlaunin. Alls kusu 7800 manns og fékk Miðnæturbörn þar 37% kosningu.

Rushdie sjálfur gat ekki tekið við verðlaununum þar sem hann er á ferð um Ameríku til að kynna nýjustu bók sína. Hann sagði hins vegar á vef Booker-verðlaunanna ,, Frábærar fréttir! Ég er öldungis ánægður og vil þakka öllum þeim lesendum í kringum heiminn sem kusu Miðnætursbörn."

Miðnæturbörn vann þessi sömu verðlaun 1993 þegar besta Bookerbókin var valin í fyrsta skipti en í dag voru þessi verðlaun veitt í annað sinn.

Miðnæturbörn kom út á íslensku árið 2003 hjá bókaforlagi Máls og menningar.

Sex eftirtaldnar bækur voru tilnefndar til verðlaunanna að þessu sinni:

The Siege of Krishnapur - J.G. Farrell - 1973

The Conservationist - Nadine Gordimer - 1974

Midnight's Children - Salman Rushdie - 1981

Oscar and Lucinda - Peter Carey - 1988

The Ghost Road - Pat Barker - 1995

Disgrace - J.M. Coetzee - 1999








Fleiri fréttir

Sjá meira


×