Innlent

Börðu og rændu leigubílstjóra og ógnuðu með hnífi

Tveir karlmenn réðust á leigubílstjóra í Garðabæ í nótt, börðu hann og hótuðu honum men hnífi.

Þeir hurfu á brott eftir að hafa rænt bílstjórann farsímanum og eitt þúsund krónum, en bílstjórinn þurfti að leita læknisaðstoðar á Slysadeild Landsspítalans.

Mennirnir komu upp í bílinn við Hlemm og báðu bílstjórann að aka sér að 11- 11 versluninni í Garðabæ, þar sem þeir réðust á hann. Lögregla hóf þegar leit að árásarmönnunum er þeir eru ófundnir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×