Innlent

Kennaraháskólinn stendur á tímamótum

Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands.
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands.

Haldið verður upp á hundrað ára afmæli setningu fyrstu fræðilaga og stofnun Kennaraskóla Íslands, fyrirrennara Kennaraháskólans, í Borgarleikhúsinu á morgun. Blásið verður til veislu og litið yfir liðna öld í ljóðum, tónlist og lausu máli með kennaranám og skólastarf í huga. Ávörp flytja Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands.

Afmælið er ekki einu tímamótin sem skólinn stendur á um þessar mundir því á morgun mun skólinn einnig brautskrá fyrstu doktorana frá skólanum en að auki verður lýst yfir kjöri heiðursdoktora.

Brautskráningin verður einnig sú síðasta hjá skólanum í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag því í sumar mun Kennaraháskóli Íslands sameinast Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×