Innlent

Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um réttindi líffæragjafa

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram frumvarp á haustþingi um réttindi líffæragjafa.

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra skipaði á sínum tíma nefnd til að fara yfir mál fólks sem gefur líffæri, en það hefur hingað til ekki notið neinna bóta vegna fjarveru frá vinnu.

Þeir sem gefa ættingjum sínum nýru t.d. geta átt í veikindum í nokkurn tíma þar á eftir og hafa orðið fyrir tekjumissi á sama tíma. Nefndin leggur til að þeir sem gefa líffæri fái bætur sem svara til 80 prósentum af launum þeirra á meðan þeir eru frá vinnu og ætlar félagsmálaráðherra að fara eftir þeirri tillögu nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×