Erlent

Telja Danmörku ofarlega á skotlista al-Qaeda

Íslamistar í Afghanistan mótmæltu birtingu teikningar af Múhameð spámanni með þessum hætti.
Íslamistar í Afghanistan mótmæltu birtingu teikningar af Múhameð spámanni með þessum hætti. MYND/Stöð 2

Dönsk stjórnvöld telja að landið sé nú komið í hóp helstu skotmarka al-Qaeda-samtakanna. Sé landið þar ásamt Ísreal, Bandaríkjunum og Englandi. Þetta kemur í kjölfar yfirlýsingar frá einum af foringjum al-Qaeda fyrr í vikunni.

Í henni sagði meðal annars að fleiri árásir væru í vændum gagnvart vantrúarmönnum í Danmörku. Jafnframt var þess krafist að Danir bæðust afsökunar á skopteikningunum af Múhammed sem ollu miklu írafári í fyrra.

Sænski hryðjuverkasérfræðingurinn Magnus Ranstop hvetur dönsk stjórnvöld til að taka þessar hótanir grafalvarlega. Hann vill þó ekki meina að þörf sé á afsökunarbeiðninni. Hins vegar óttast hann að árásir á dönsk skotmörk víða um heim muni færast í aukana. Það sé reynslan af hótunum sem þessum.

Í síðustu viku tilkynnti forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar að al-Qaeda væri á undanhaldi í heiminum. Ranstop gefur lítið fyrir þá yfirlýsingu og segir hana meira byggða á pólitískum ástæðum í Bandaríkjunum en raunveruleikanum í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×