Innlent

Fáfnismaður dæmdur fyrir að berja konu

Jón Trausti Lúthersson fáfnismaður. Fær fimm mánaða fangelsi.
Jón Trausti Lúthersson fáfnismaður. Fær fimm mánaða fangelsi.

Jón Trausti Lúthersson er dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir að ganga í skrokk á konu á veitingastað í Reykjanesbæ. Jón Trausti, sem er þekktur fyrir tengsl sín við vélhjólagengið Hells Angels, réðist á konuna og sparkaði ítrekað í hana. Síðar sama kvöld skallaði hann mann í andlitið og nefbraut hann.

Árásin átti sér stað á veitingastaðnum H-punktinum þar sem vélhjólaklúbburinn Fáfnir hélt einkasamkvæmi. Samkvæmt framburði stúlkunnar sátu um 15 leðurklæddir menn inn í koníaksstofu staðarins. Konan lenti í rifrildi við Jón Trausta sem fleygði henni á gólfið og sparkaði í höfuð hennar og búk.

Síðar um kvöldið skallaði Jón Trausti mann í andlitið og tók hann hengingartaki. Jón Trausti var einnig sakfelldur fyrir þá árás.

Samkoma Fáfnis manna í Reykjanesbæ virðist hafa breyst í blóðug slagsmál. Fyrir utan árásárnir tvær sem Jón Trausti var sakfelldur fyrir kemur fram í dómnum að snemma um kvöldið hafi hann barið pólverja í höfuðið með glerglasi en ekki virðist hafa verið ákært fyrir þá árás.

Þar með virðist tónninn hafa verið sleginn fyrir kvöld sem endaði með skelfingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×