Smábílar gætu lækkað en hákarnir hækkað 2. júní 2008 13:49 Frá fundinum fyrr í dag. Starfshópur fjármálaráðherra hefur skilað af sér skýrslu um heildarstefnumótun skattlagningar eldsneytis og ökutækja. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar fjármálaráðuneytis, samgönguráðuneytis og umhverfisráðuneytis og átti starfshópurinn samráðsfundi við hagsmunaaðila. Verði tillögur hópsins samþykktar má gera ráð fyrir að smábílar sem losa lítið magn koltvísýrings lækki um allt að 30 prósent í verði en á móti munu bílar sem losa mikið magn hækka. Þannig er áætlað að ríkissjóður verði ekki af tekjum vegna þessara breytinga. Fram kom í máli Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, að tillögurnar voru kynntar á fundi ríkisstjórnarinnar sl. föstudag en engin pólitísk ákvörðun hafi verið tekin um vinnu nefndarinnar. Beðið verði eftir að annars vegar nefnd um almenningssamgöngur sem starfar á vegum samgönguráðuneytisins og hins vegar um flutningsjöfnun á landabyggðinni sem er að störfum í viðskiptaráðuneytinu skili af sér. Árni sagði að sumarið verði nýtt til að samræma sjónarmið sem kemur fram í vinnu nefndanna þriggja. Aukinheldur sagðist hann gera ráð fyrir að ákvörðun verðin tekin í haust og í framhaldinu frumvarp lagt fyrir Alþingi. Starfshópurinn kynnti tillögurnar og á fundinum kom fram að Ísland er með hæstu skráða CO2 meðaltalslosun fólksbíla af öllum löndum á hinu evrópska efnahagssvæði. Frá árinu 1990 hefur losunin hér á landi nær tvöfaldast. Ingvar Már Pálsson, formaður nefndarinnar, sagði ástandið því hér á landi vera ,,talsvert alvarlegt." Nefndin leggur til að farið yfir málið að fimm árum liðnum og stefnan hugsanlega endurskoðuð. „Þrátt fyrir að meðaltalslosunin hafi lækkað á síðustu árum hefur heildarlosun aukist. Að óbreyttu er Ísland langt frá að geta uppfyllt þau langtímamarkmið sem sett hafa verið um losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Til að bregðast við þessari þróun ber að mati starfshópsins að grípa til ráðstafana sem eru í samræmi við alvarleika málsins," segir í tilkynningunni. „Að mati starfshópsins nást markmið starfshópsins best fram á samræmdan og einfaldan hátt með því að tengja skattlagningu í öllum framangreindum flokkum við losun á koltvísýringi (CO2). Er það í samræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað á síðustu árum meðal nágrannaþjóða okkar. Samræmd skattlagning í þá veru felur í sér upptöku losunargjalda á ökutæki, í stað vörugjalds og bifreiðagjalds, og upptöku kolefnisskatts á jarðefnaeldsneyti," segir einnig. Hér að neðan má sjá tillögur hópsins eins og frá þeim er greint í tilkynningunni: Stofngjald Í stað vörugjalda á ökutæki komi losunargjald sem miðist við skráða CO2 losun í grömmum á hvern ekinn kílómeter. Er losunargjaldið lagt á í bilum eftir því hver skráð losun CO2 af viðkomandi ökutæki er. Endanleg uppstilling og útfærsla gjaldsins er háð ákvörðun um hverjar tekjur ríkissjóðs eigi að vera af þessum tekjuþætti og hvernig heildarsamspili skattlagningar ökutækja og eldsneytis er stillt upp. Í tillögu starfshópsins er gjaldinu þannig stillt upp að meðalfólksbíll, með meðallosun CO2, komi svipað eða betur út úr hinu nýja kerfi. Ökutæki sem losa minna af CO2 koma hins vegar betur út úr kerfisbreytingunni en ökutæki sem losa meira koma verr út. Samkvæmt tillögu starfshópsins verða undanþágur frá vörugjaldi af ökutækjum, sem í dag eru 35, einfaldaðar og þeim fækkað. Áætlað tekjutap ríkissjóðs við þessa tillögu er um 1.200 m.kr. Árgjald Bifreiðagjald verði lagt á á grundvelli skráðrar CO2 losunar ökutækis í stað þyngdar. Sömu forsendur og sjónarmið eiga hér við, varðandi uppstillingu og útfærslu gjaldsins, og um ofangreint losunargjald. Áætlað tekjutap ríkissjóðs við þessa tillögu er um 500 m.kr. Kolefnisskattur á eldsneyti Nýr skattur, kolefnisskattur, verði lagður á jarðefnaeldsneyti og miðast hann við markaðsverð fyrir losun á tonn af CO2. Tillögur starfshópsins miða að því að heildarskatttekjur ríkissjóðs verði því sem næst óbreyttar við kerfisbreytinguna og var því miðað við að tekjur af kolefnisskatti verði nálægt 1.700 m.kr. Þar sem markaðsverð fyrir losun á tonni af CO2 er í evrum hefur styrking evrunnar á síðustu vikum haft í för með sér að í skýrslunni, eins og hún er í dag, eru áætlaðar tekjur ríkisins af kolefnisskattinum meiri en 1.700 m.kr. miðað við þær forsendur. Lagt er til að kolefnisskatturinn verði lagður á allt jarðefnaeldsneyti að undanskildu eldsneyti á flugvélar og skip og kemur því einhver tekjuauki vegna sölu á litaðri dísilolíu til viðbótar. NotkunargjaldKílómetragjald á ökutæki yfir 10 tonn verði óbreytt en verði innheimt með GPS tækni um leið og sú tækni er orðinn áreiðanlegur grundvöllur skattheimtu. „Í heild gera tillögur starfshópsins ráð fyrir tekjutilfærslu í skattlagningu af ökutækjum yfir á eldsneyti," segir ennfremur í tilkynningunni. „Í tillögum starfshópsins er gengið út frá því að heildarskatttekjur ríkissjóðs verði því sem næst óbreyttar við kerfisbreytinguna." Þá segir að tillögur starfshópsins séu í samræmi við „þau markmið sem starfshópnum voru sett og er um samræmda og einfalda skattlagningu að ræða, eftir því sem kostur er á með hliðsjón af þeim fjölmörgu frávikum sem innbyggð eru í dag í skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Samkvæmt tillögunum er grunnur skattlagningarinnar með sameiginlega þræði heilt í gegnum skattkerfið, ólíkt því sem verið hefur. Að auki gera tillögurnar ekki upp á milli ólíkra tæknilausna varðandi vistvæn ökutæki eða vistvæna orkugjafa." Skýrsluna má í heild sinni lesa hér. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Starfshópur fjármálaráðherra hefur skilað af sér skýrslu um heildarstefnumótun skattlagningar eldsneytis og ökutækja. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar fjármálaráðuneytis, samgönguráðuneytis og umhverfisráðuneytis og átti starfshópurinn samráðsfundi við hagsmunaaðila. Verði tillögur hópsins samþykktar má gera ráð fyrir að smábílar sem losa lítið magn koltvísýrings lækki um allt að 30 prósent í verði en á móti munu bílar sem losa mikið magn hækka. Þannig er áætlað að ríkissjóður verði ekki af tekjum vegna þessara breytinga. Fram kom í máli Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, að tillögurnar voru kynntar á fundi ríkisstjórnarinnar sl. föstudag en engin pólitísk ákvörðun hafi verið tekin um vinnu nefndarinnar. Beðið verði eftir að annars vegar nefnd um almenningssamgöngur sem starfar á vegum samgönguráðuneytisins og hins vegar um flutningsjöfnun á landabyggðinni sem er að störfum í viðskiptaráðuneytinu skili af sér. Árni sagði að sumarið verði nýtt til að samræma sjónarmið sem kemur fram í vinnu nefndanna þriggja. Aukinheldur sagðist hann gera ráð fyrir að ákvörðun verðin tekin í haust og í framhaldinu frumvarp lagt fyrir Alþingi. Starfshópurinn kynnti tillögurnar og á fundinum kom fram að Ísland er með hæstu skráða CO2 meðaltalslosun fólksbíla af öllum löndum á hinu evrópska efnahagssvæði. Frá árinu 1990 hefur losunin hér á landi nær tvöfaldast. Ingvar Már Pálsson, formaður nefndarinnar, sagði ástandið því hér á landi vera ,,talsvert alvarlegt." Nefndin leggur til að farið yfir málið að fimm árum liðnum og stefnan hugsanlega endurskoðuð. „Þrátt fyrir að meðaltalslosunin hafi lækkað á síðustu árum hefur heildarlosun aukist. Að óbreyttu er Ísland langt frá að geta uppfyllt þau langtímamarkmið sem sett hafa verið um losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Til að bregðast við þessari þróun ber að mati starfshópsins að grípa til ráðstafana sem eru í samræmi við alvarleika málsins," segir í tilkynningunni. „Að mati starfshópsins nást markmið starfshópsins best fram á samræmdan og einfaldan hátt með því að tengja skattlagningu í öllum framangreindum flokkum við losun á koltvísýringi (CO2). Er það í samræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað á síðustu árum meðal nágrannaþjóða okkar. Samræmd skattlagning í þá veru felur í sér upptöku losunargjalda á ökutæki, í stað vörugjalds og bifreiðagjalds, og upptöku kolefnisskatts á jarðefnaeldsneyti," segir einnig. Hér að neðan má sjá tillögur hópsins eins og frá þeim er greint í tilkynningunni: Stofngjald Í stað vörugjalda á ökutæki komi losunargjald sem miðist við skráða CO2 losun í grömmum á hvern ekinn kílómeter. Er losunargjaldið lagt á í bilum eftir því hver skráð losun CO2 af viðkomandi ökutæki er. Endanleg uppstilling og útfærsla gjaldsins er háð ákvörðun um hverjar tekjur ríkissjóðs eigi að vera af þessum tekjuþætti og hvernig heildarsamspili skattlagningar ökutækja og eldsneytis er stillt upp. Í tillögu starfshópsins er gjaldinu þannig stillt upp að meðalfólksbíll, með meðallosun CO2, komi svipað eða betur út úr hinu nýja kerfi. Ökutæki sem losa minna af CO2 koma hins vegar betur út úr kerfisbreytingunni en ökutæki sem losa meira koma verr út. Samkvæmt tillögu starfshópsins verða undanþágur frá vörugjaldi af ökutækjum, sem í dag eru 35, einfaldaðar og þeim fækkað. Áætlað tekjutap ríkissjóðs við þessa tillögu er um 1.200 m.kr. Árgjald Bifreiðagjald verði lagt á á grundvelli skráðrar CO2 losunar ökutækis í stað þyngdar. Sömu forsendur og sjónarmið eiga hér við, varðandi uppstillingu og útfærslu gjaldsins, og um ofangreint losunargjald. Áætlað tekjutap ríkissjóðs við þessa tillögu er um 500 m.kr. Kolefnisskattur á eldsneyti Nýr skattur, kolefnisskattur, verði lagður á jarðefnaeldsneyti og miðast hann við markaðsverð fyrir losun á tonn af CO2. Tillögur starfshópsins miða að því að heildarskatttekjur ríkissjóðs verði því sem næst óbreyttar við kerfisbreytinguna og var því miðað við að tekjur af kolefnisskatti verði nálægt 1.700 m.kr. Þar sem markaðsverð fyrir losun á tonni af CO2 er í evrum hefur styrking evrunnar á síðustu vikum haft í för með sér að í skýrslunni, eins og hún er í dag, eru áætlaðar tekjur ríkisins af kolefnisskattinum meiri en 1.700 m.kr. miðað við þær forsendur. Lagt er til að kolefnisskatturinn verði lagður á allt jarðefnaeldsneyti að undanskildu eldsneyti á flugvélar og skip og kemur því einhver tekjuauki vegna sölu á litaðri dísilolíu til viðbótar. NotkunargjaldKílómetragjald á ökutæki yfir 10 tonn verði óbreytt en verði innheimt með GPS tækni um leið og sú tækni er orðinn áreiðanlegur grundvöllur skattheimtu. „Í heild gera tillögur starfshópsins ráð fyrir tekjutilfærslu í skattlagningu af ökutækjum yfir á eldsneyti," segir ennfremur í tilkynningunni. „Í tillögum starfshópsins er gengið út frá því að heildarskatttekjur ríkissjóðs verði því sem næst óbreyttar við kerfisbreytinguna." Þá segir að tillögur starfshópsins séu í samræmi við „þau markmið sem starfshópnum voru sett og er um samræmda og einfalda skattlagningu að ræða, eftir því sem kostur er á með hliðsjón af þeim fjölmörgu frávikum sem innbyggð eru í dag í skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Samkvæmt tillögunum er grunnur skattlagningarinnar með sameiginlega þræði heilt í gegnum skattkerfið, ólíkt því sem verið hefur. Að auki gera tillögurnar ekki upp á milli ólíkra tæknilausna varðandi vistvæn ökutæki eða vistvæna orkugjafa." Skýrsluna má í heild sinni lesa hér.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira