Innlent

Ótryggður fangi ósáttur

Fangi á Litla Hrauni er ósáttur við að fá ekki bætur fyrir þær skemmdir sem urðu á eignum hans í Suðurlandsskjálftanum.

Fangar á Litla Hrauni fóru ekki varhluta af Suðurlandsskjálftanum síðastliðinn fimmtudag. Þar hristist allt og skalf með þeim afleiðingum að föngum var hleypt út af ótta við frekari skjálfta á svæðinu.

Fangi sem fréttastofa Stöðvar 2 setti sig í samband við segist hafa orðið fyrir nokkru tjóni í skjálftanum og er ósáttur við að fá það ekki bætt.

Fanginn er á þrítugsaldri og er búinn að afplána helming af sex mánaða dómi. Fréttastofa hafði samband við tryggingafélag en þar fengust þær upplýsingar að ekkert mæli gegn því að fangar geti tryggt eignir sínar.

Fanginn segir þó rétt að ríkið bæti tjónið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×