Erlent

Mikill eldsvoði við Universal Studios

Um 300 slökviliðsmenn börðust við mikinn eldsvoða í skemmtigarði tengdum kvikmyndafyrirtækinu Universal Studios í Los Angeles í gær.

Talið er að sprenging í gaskút hafi valdið eldsvoðanum en fleiri tíma tók að ráða niðurlögum hans.

King Kong sýningin í garðinum gjöreyðilagðist og miklar skemmdir urðu á Back To The Future sýningunni.

Slökkviliðsmenn fengu þyrlur sér til aðstoðar um tíma en þær flugu með stóra vatnstanka og helltu úr þeim yfir eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×