Erlent

Ástralir senda her sinn heim frá Írak

Áströlsk stjórnvöld hafa lokið aðgerðum sínum í Írak og ætla að senda alla hermenn sína þar heim á næstu dögum.

Ástralir voru meðal fyrstu þjóðanna sem sendu herlið til Íraks er stríðið þar hófst fyrir fimm árum. Ný ríkisstjórn í Ástralíu var meðal annars kosin til valda þar sem hún lofaði því að senda hermennina heim.

Um 500 ástralskir hermenn hafa verið að störfum í Írak. Hingað til hefur enginn þeirra fallið í átökunum en nokkrir særst. Höfuðverkefni þeirra hefur verið að þjálfa íraska herinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×