Erlent

Nýr lúxusgolfvöllur byggur á Kúbu

Ferðamálaráð Kúbu mun í dag tilkynnina formlega um byggingu á nýjum lúxus-golfvelli með tilheyrandi villum og aðstöðu fyrir efnaða túrista.

Blekið er varla þornað af afsali Fidel Castro sem leiðtoga Kúbu til hálfrar aldar en breytingar á þjóðlífinu hafa verið örar síðan hann lagði niður völdin. Hinn nýji lúxusgolfvöllur er dæmi um þetta. Bygging hans hefði verið óhugsandi á valdatíma Fidels.

Það verður breskt fyrirtæki sem byggir golfvöllinn en hann verður aðeins sá fyrsti af fimm slíkum sem ætlunin er að byggja á Kúbu. Ferðamálaráð Kúbu segir að þetta sé liður stjórnvalda í að auka tekjur sínar af ferðamönnum í framtíðinni. Hann mun kosta um 2,5 milljarða króna og hefur hlotið nafnið Carbonera County Club Resort. Áætlað er að fyrsta höggið af teig verði árið 2011.

Fyrir tíma Castro komu á milli 20 og 25 milljón ferðamenn til Kúbu á hverju ári. Í dag er þetta um 2 milljónir manna og er stór hluti þeirra breskir ferðamenn. Því var ákveðið að ganga til samninga við breskt fyrirtæki um byggingu golfvallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×