Mikil óánægja með breytingar á háskólalögum 2. júní 2008 13:31 Mikil óánægja ríkir á meðal háskólamanna með nýgerðar breytingar á háskólalögum. Ný lög um opinbera háskóla voru samþykkt á Alþingi á lokadögum þingsins. Innan Háskóla Íslands hefur mikil óánægja gert vart við sig vegna þeirra og þá aðallega breytingar sem gerðar voru á háskólaráði sem er æðsta stjórnvald skólans. Ráðið er nú skipað ellefu einstaklingum. Auk rektors skipa ráðið fimm fulltrúar háskólasamfélagsins, tveir fulltrúar heildarsamtaka nemenda og tveir fulltrúar skipaðir af menntamálaráðherra. Breytingar fela hins vegar í sér að ráðið skipi auk rektors, tveir fulltrúar háskólasamfélagsins, tveir fulltrúar nemenda en fjórir fulltrúar menntamálaráðherra auk tveggja fulltrúa sem skipaðir eru af þeim sem fyrir eru í ráðinu. Hafa aðilar innan háskólans sagt að með þessum breytingum sé meirihluti ráðsins ekki lengur í höndum háskólans. Björg Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs, er ekki ánægð með breytingar frekar en aðrir innan háskólans, jafnvel þótt að einhverju leyti hafi verið komið til móts við stúdenta með því að fjölga fulltrúum þeirra í ráðinu um einn, miðað við fyrstu drög laganna. „Með þessum lögum er verið að umbylta ríkjandi kerfi þar sem háskólinn hefur haft innanbúðar meirihluta. Við erum mjög hrædd um að með þessu geti þessir utanaðkomandi aðilar til dæmis gert breytingartillögu um upptöku skólagjalda samkvæmt beiðni ráðherra og að tillagan fljúgi í gegn á einum fundi." Björg nefnir einnig að í lögunum sé einnig gerð sú breyting að ekki þurfi að boða til kosninga þegar ráða skal nýjan rektor eins og áður hefur tíðkast. Háskólaráð hefur þar með vald til að skipa í stöðu rektors án neinnar fyrirstöðu. Hörður Filippusson, prófessor í lífefnafræði, segir lögin ekkert annað en afturför. „Það er verið að minnka sjálfsstjórn háskólans og leggja niður svokallaða jafningjastjórnun sem hefur reynst háskólanum afskaplega vel. Þær framfarir sem hafa orðið á starfi háskólans undanfarna áratugi er að mínu mati því að þakka að við höfum haft þessa tegund af stjórnun." Hörður segir jafnframt að þetta ákveðna form stjórnunnar hafi verið forsendan fyrir hinu miklu trausti sem ríkir innan skólans. „Ég er hræddur um að þessi miklu ítök sem ráðherra ætlar sér að hafa í stjórn háskólans muni leiða til þess að þetta traust minnkar og það er afskaplega miður," segir Hörður og játar því að ekki sé verið að gera neitt annað en að draga úr sjálfstæði skólans. „Í umsögn sem Evrópusamband háskóla gaf um háskólann fyrir nokkrum misserum þá lögðu þeir áherslu þar á að þó það sé ágætt að fjölga utanaðkomandi aðilum í háskólaráði þá er sérstaklega mikilvægt að þeir séu ekki ráðnir af stjórnvöldum heldur valdir af háskólanum sjálfum," segir Hörður og bætir við að hann sé samþykkur því að gagnlegt sé að hafa aðila utan háskólans í æðstu stjórn Háskóla Íslands en að þeir ættu ekki að vera pólitískt ráðnir. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Mikil óánægja ríkir á meðal háskólamanna með nýgerðar breytingar á háskólalögum. Ný lög um opinbera háskóla voru samþykkt á Alþingi á lokadögum þingsins. Innan Háskóla Íslands hefur mikil óánægja gert vart við sig vegna þeirra og þá aðallega breytingar sem gerðar voru á háskólaráði sem er æðsta stjórnvald skólans. Ráðið er nú skipað ellefu einstaklingum. Auk rektors skipa ráðið fimm fulltrúar háskólasamfélagsins, tveir fulltrúar heildarsamtaka nemenda og tveir fulltrúar skipaðir af menntamálaráðherra. Breytingar fela hins vegar í sér að ráðið skipi auk rektors, tveir fulltrúar háskólasamfélagsins, tveir fulltrúar nemenda en fjórir fulltrúar menntamálaráðherra auk tveggja fulltrúa sem skipaðir eru af þeim sem fyrir eru í ráðinu. Hafa aðilar innan háskólans sagt að með þessum breytingum sé meirihluti ráðsins ekki lengur í höndum háskólans. Björg Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs, er ekki ánægð með breytingar frekar en aðrir innan háskólans, jafnvel þótt að einhverju leyti hafi verið komið til móts við stúdenta með því að fjölga fulltrúum þeirra í ráðinu um einn, miðað við fyrstu drög laganna. „Með þessum lögum er verið að umbylta ríkjandi kerfi þar sem háskólinn hefur haft innanbúðar meirihluta. Við erum mjög hrædd um að með þessu geti þessir utanaðkomandi aðilar til dæmis gert breytingartillögu um upptöku skólagjalda samkvæmt beiðni ráðherra og að tillagan fljúgi í gegn á einum fundi." Björg nefnir einnig að í lögunum sé einnig gerð sú breyting að ekki þurfi að boða til kosninga þegar ráða skal nýjan rektor eins og áður hefur tíðkast. Háskólaráð hefur þar með vald til að skipa í stöðu rektors án neinnar fyrirstöðu. Hörður Filippusson, prófessor í lífefnafræði, segir lögin ekkert annað en afturför. „Það er verið að minnka sjálfsstjórn háskólans og leggja niður svokallaða jafningjastjórnun sem hefur reynst háskólanum afskaplega vel. Þær framfarir sem hafa orðið á starfi háskólans undanfarna áratugi er að mínu mati því að þakka að við höfum haft þessa tegund af stjórnun." Hörður segir jafnframt að þetta ákveðna form stjórnunnar hafi verið forsendan fyrir hinu miklu trausti sem ríkir innan skólans. „Ég er hræddur um að þessi miklu ítök sem ráðherra ætlar sér að hafa í stjórn háskólans muni leiða til þess að þetta traust minnkar og það er afskaplega miður," segir Hörður og játar því að ekki sé verið að gera neitt annað en að draga úr sjálfstæði skólans. „Í umsögn sem Evrópusamband háskóla gaf um háskólann fyrir nokkrum misserum þá lögðu þeir áherslu þar á að þó það sé ágætt að fjölga utanaðkomandi aðilum í háskólaráði þá er sérstaklega mikilvægt að þeir séu ekki ráðnir af stjórnvöldum heldur valdir af háskólanum sjálfum," segir Hörður og bætir við að hann sé samþykkur því að gagnlegt sé að hafa aðila utan háskólans í æðstu stjórn Háskóla Íslands en að þeir ættu ekki að vera pólitískt ráðnir.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira