Erlent

Hillary Clinton vann stórsigur í Puerto Rico

Hillary Clinton vann stórsigur í síðustu forkosningum Demókrata sem haldnar voru í Puerto Rico í gær. Hlaut hún 68% atkvæða á móti 32% hjá Barak Obama.

Sigur Clinton skiptir litlu í baráttunni og raunar þarf kraftaverk að gerast til að hún eigi möguleika á að verða valin forsetaefni Demókrataflokksins.

Obama hefur nú 2.070 kjörmenn á móti 1.915 hjá Clinton. Rúmlega 170 svokallaðir ofurfulltrúar á flokksþingi Demókrata í sumar eiga enn eftir að gera upp hug sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×